Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Page 128
Múlaþing
Fjárhópur rennur niður Klausturhœðina í smalamennsku. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands.
Jónas og Kjartan fóru svo kl. tæpt 7 næsta
morgun inn í Rana á nýjan leik að leita. Eg
fór litlu síðar til þess að yfírlíta hópinn enn,
og setja hann í lítið girðingarhólf, sem afgirt
var á Brattagerðistúni, en þaðan var fljótlegra
að taka hann að morgni til rekstrar. 2 ær voru
úr Fljótsdal í Klausturseli og Stuðlafossi, og
fórum við Helgi bóndi á Stuðlafossi með
þær inn í Brattagerði. En Stuðlafoss er milli
Klaustursels og Eyvindarár, og ber hið glæsi-
lega nafn af súlnabergi í klettastalli í gili utan
við bæinn. Þíðviðri var þennan dag og besta
veður. Ég þá miðdag á Stuðlafossi í bakaleið.
Skröíuðum við margt, því að Helgi er maður
hress í tali og ómyrkur í máli um sínar skoð-
anir. Hefir hann vafalaust boðið mér til kaups
þann rauða, og eitthvað af ám. En það skiptir
ekki máli hér. í gili Jökulsár, beint niður af
bænum Grund, sem er vestan megin í dalnum
og lítið eitt utar en gegnt því er Eyvindará
fellur í Jöklu, veitti ég athygli stuðlabergi
miklu. Og er ég var staddur lítið eitt innar en
andspænis því, sá ég allt í einu fyrirmynd að
uppdrætti Hallgrímskirkju í Reykjavík, mynd
af honum hefi ég séð t.d. í riti Jónasar Jóns-
sonar, Má kirkjan lifa. Neðri hluti stafnsins
með stuðlana og boganum til hliðar er svo
nákvæm eftirmynd af stuðlaberginu neðan
við Grund að ég á erfitt með að trúa að það
sé tilviljun ein. En hvenær sá Guðjón heitinn
Samúelsson þetta berg? En þama í nágrenni
Stuðlafoss em hreinir hulduheimar. Og nú
126