Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Side 131
Rekstur úr Rana haustið 1957
Jónas Pétursson (f.1910 - d.1997) búfrœðingur, ráðunautur ogþingmaður á Egilsstöðum og Sveinn Þórarinsson
(f.1940). Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands.
eins og snjóhvítur viti á bakka Jökulsár. Og
nú varð mér fyrst fullljós hin mikla víðátta
Ranans, og ekki myndi hann auðleitaður af 1-2
mönnum í skammdeginu. -Æmar mnnu létti-
lega er halla tók undan, og vorum við aðeins
rúmlega klukkustund niður að Eyvindaránni,
nokkuð innan við Húsahvamm. Eyvindaráin
var nú uppbólgin og ygld, og tók það okkur
nokkra stund að finna stað til að komast yfír.
En nokkm sunnar var þó eyði, þar sem áin
féll ekki ofan á, en þar var glær ís, en hafði
komið lítilsháttar tvístæða, svo ekki var mjög
hált. Þangað rákum við. Varð að teyma fyrstu
kindina yfir, því nú höfðum við enga ákveðna
forustukind. Lengi var hópurinn að renna
yfír, því að vegna glæm fóm ekki nema 1-2 í
senn, og venjulega aðeins ein eftir aðra. Tafði
áin okkur þannig um klukkustund. Veður var
sem fyrr, dásamlega gott, logn eða suðvestan
andvari og frostkuli. Við áðum litlu síðar og
fengum okkur bita, brauð og magál. Æmar
héldu rólega til suðurs. Þama er fyrst nokkuð í
fangið, en hagar ágætir á dökkgrænum starar-
leggjunum í flóunum, enda úðuðu æmarþessu
kjamgresi í sig á göngunni.
Áfram sigum við, nokkuð vestan við Hálf-
dánaröldu og yfir Vegarkvíslina ytri nálægt
Eiríksstaðavegi. Var nú sveigt heldur til aust-
urs og komum við brátt á leiðina, sem við
rekum vestur yfir heiðina á vorin. Þetta gekk
fyrirhafnarlaust og hefði verið auðvelt einum
manni með óvitlausan hund. Við heyrðum allt
í einu véladyn í lofti, og vestan yfir Ranann
kemur flugvél allhátt í lofti og stefnir austur
yfír okkur. Hún nálgast ört. Eg er með sjón-
auka og beini honum á vélina. Eg les auð-
veldlega nafnið: Gunnfaxi. Vélin flýgur beint
yfír okkur. Skyldu þeir sem í vélinni voru
hafa veitt okkur athygli? Hverjir vom á leið
í Egilsstaði í Gunnfaxa yfir Fljótsdalsheiði
fyrir hádegi, mánudaginn 25. nóvember sl.?
129