Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Page 132
Múlaþing
Rekið til Melaréttar í Fljótsdal. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands.
Við erum öðru hvoru að líta til baka og
gefa gætur að hvort við sjáum Kjartan koma
á eftir með flekkóttu hjúin og eitthvað fleira
á undan sér. En ekkert eygjum við. Við sígum
áfram austur yfír Jónskíl og nálgumst nú
Miðheiði. Nú þarf ekki að hafa áhyggjur né
óþægindi af vötnum, tjömum né kílum. Allt
er nú frosið og nokkurn veginn slétt. Og allt
í einu fer Brúnn minn að sperra eyran og vill
líta aftur. Lít ég þá við og er Kjartan þá aðeins
skammt á eftir, og kindalaus. Æmar renna nú
greiðlega austur yfír Miðheiðina og nú hallar
heldur undan. Komum við brátt á allmiklar
hreindýraslóðir, en engin dýr eru nærri. En
Kjartan sá mikið af þeim í sjónaukanum með-
fram Gilsárvötnum og vestur undir Þórfell.
Við komum brátt að Lambakíl. Þar förum við
framfyrir hópinn, og þar sem glærur era víða
yfír hann fáum við aðhald til að láta hópinn
renna á milli okkar, og við teljum einu sinni
enn. Og alltaf er sama talan. Ekki er um að
villast, það vantar 12.
Tíkin Fjára er ákaflega áhugasöm að koma
hópnum áfam, hún hleypur meðffam og í
kring og ýlfrar öðru hvoru. Og allt í einu segir
Kjartan: Hvað ertu að segja greyið? Það er
eins og þú sért að segja eitthvað. En ég bara
skil þig ekki! Og tíkin ýlfrar og iðar. Við erum
aðeins örlitla stund frá Þrímelum niður að
Bessastaðaá, og hópurinn rennur yfir norður af
Norðasta Felli, og niður í lúðagrösungan flóa,
sem nú er frosinn í rót, en annars með síkjum
og keldum og ógreiður yfírferðar. Veðrið er
stillt sem fyrr og ekki sjáanleg breyting á
loftinu. Hreindýrin og rjúpumar virtust róleg
á heiðinni. Ég ákvað því að skilja við æmar
þama og lofa þeim sjálfum að koma niður.
Kl. er tæplega hálf fjögur. Við sprettum af
hestunum og dveljum litla stund. Ég geng ofan
með hópnum að sunnan, til að víkja honum í
áttina út og ofan með Bessastaðaánni. Er ég
130