Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Side 133
Rekstur úr Rana haustið 1957
Fallegar œr viðfjárhúsvegg á Skriðuklaustri. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn
Austurlands.
kem til baka er Kjartan að
leggja aftur á hestana. Hann
er spottskur á svip og segir
við mig að aldrei fyrr hafi
hann séð afturljós á hnakk!
Eg átta mig fljótlega - og
bölva. Ég hafði vasaljós
meðferðis og geymdi það
í vasa á gærujakka, er var
spenntur aftan við hnakk-
inn. Og ólin hafði tendrað
ljósið.
Nú er tekið að bregða
birtu. Silfur dagsins er að
síga niður vestan við Snæ-
fellið og gull næturinnar
slær purpuralit á loftið
austur og norður af Hetti.
Við stígum á bak og ríðum niður með Bessa-
staðaánni. Það dimmir. Og er við komum
neðst á Fláana og niður á Stéttar er myrkt af
nótt. Við göngum og teymum hestana. Það
vill skrika fótur í bröttum, grýttum og svell-
storknum götum og ég gríp ljósið. En það er
gagnslaust, aðeins rauð týra. Samt komumst
við klakklaust niður á Breiðahjallann. Og nú
er aðeins steinsnar heim. Er við komum niður
á veginn brunar vörubíll út hjá. Hann er frá
Kaupfélagi Héraðsbúa og hefir verið að flytja
Fljótsdælingum vörur.
Heim við bæinn er sprett af hestunum
og þeim lofað að velta sér á auðu túninu, en
niðri í dalnum er allt autt. Og nú er ferðinni
lokið. Og það er gott að koma heim, þreyttur
og ánægður. Um kvöldið hlusta ég að venju á
veðurfregnir. Mér bregður er spáð er norðan
snjókomu. Skyldi ég hafa gert skyssu að skilja
ærnar eftir uppi hjá Fellum? Ég athuga loft-
vog, hún stendur mjög vel. Ég trúi ekki á
illviðri. Og rjúpurnar og hreindýrin - þessir
glöggu veðurvitar. Nei, nú held ég að Veður-
-stofunni skjátlist. Og ég sofna geiglaus um
kvöldið. En morguninn eftir? Jú, það hafði
komið snjóföl um nóttina, en veður var bjart,
nokkurt frost og norðan átt.
Fimm dögum síðar var hringt frá Eiríks-
stöðum á Jökuldal, og sagt frá 6 kindum er
sáust þar á móti, og þar á meðal voru flekkóttu
hjúin. 2 af þessum 6 urðu eftir á Jökuldalnum,
og tók Jón í Klausturseli við þeim, og fengu
þær síðar nánari kynni af Hákonarstaða-Brúsa.
4 komu fram fyrir austan, er farið var að hýsa,
en 2 hafa aldrei sézt. Og nú er sagan búin.
Ég hefi ekki oft lifað ánægjulegri dag,
en daginn bjarta, stillta en stutta, er ég hélt í
rólegheitum á eftir fjárbreiðunni austur yfír
Fljótsdalsheiði. Bæði er, að sauðkindin snertir
jafnan streng í sál minni, og ekki síður hitt, að
„fjallablærinn frjáls og hreinn / friðar, svalar
vöngum mínum.“
Tölvusett íjúní 2011, eftir handriti í Héraðs-
skjalasafni, Egilsstöðum (A-6-88-22). H. Hall.
131