Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Side 133

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Side 133
Rekstur úr Rana haustið 1957 Fallegar œr viðfjárhúsvegg á Skriðuklaustri. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands. kem til baka er Kjartan að leggja aftur á hestana. Hann er spottskur á svip og segir við mig að aldrei fyrr hafi hann séð afturljós á hnakk! Eg átta mig fljótlega - og bölva. Ég hafði vasaljós meðferðis og geymdi það í vasa á gærujakka, er var spenntur aftan við hnakk- inn. Og ólin hafði tendrað ljósið. Nú er tekið að bregða birtu. Silfur dagsins er að síga niður vestan við Snæ- fellið og gull næturinnar slær purpuralit á loftið austur og norður af Hetti. Við stígum á bak og ríðum niður með Bessa- staðaánni. Það dimmir. Og er við komum neðst á Fláana og niður á Stéttar er myrkt af nótt. Við göngum og teymum hestana. Það vill skrika fótur í bröttum, grýttum og svell- storknum götum og ég gríp ljósið. En það er gagnslaust, aðeins rauð týra. Samt komumst við klakklaust niður á Breiðahjallann. Og nú er aðeins steinsnar heim. Er við komum niður á veginn brunar vörubíll út hjá. Hann er frá Kaupfélagi Héraðsbúa og hefir verið að flytja Fljótsdælingum vörur. Heim við bæinn er sprett af hestunum og þeim lofað að velta sér á auðu túninu, en niðri í dalnum er allt autt. Og nú er ferðinni lokið. Og það er gott að koma heim, þreyttur og ánægður. Um kvöldið hlusta ég að venju á veðurfregnir. Mér bregður er spáð er norðan snjókomu. Skyldi ég hafa gert skyssu að skilja ærnar eftir uppi hjá Fellum? Ég athuga loft- vog, hún stendur mjög vel. Ég trúi ekki á illviðri. Og rjúpurnar og hreindýrin - þessir glöggu veðurvitar. Nei, nú held ég að Veður- -stofunni skjátlist. Og ég sofna geiglaus um kvöldið. En morguninn eftir? Jú, það hafði komið snjóföl um nóttina, en veður var bjart, nokkurt frost og norðan átt. Fimm dögum síðar var hringt frá Eiríks- stöðum á Jökuldal, og sagt frá 6 kindum er sáust þar á móti, og þar á meðal voru flekkóttu hjúin. 2 af þessum 6 urðu eftir á Jökuldalnum, og tók Jón í Klausturseli við þeim, og fengu þær síðar nánari kynni af Hákonarstaða-Brúsa. 4 komu fram fyrir austan, er farið var að hýsa, en 2 hafa aldrei sézt. Og nú er sagan búin. Ég hefi ekki oft lifað ánægjulegri dag, en daginn bjarta, stillta en stutta, er ég hélt í rólegheitum á eftir fjárbreiðunni austur yfír Fljótsdalsheiði. Bæði er, að sauðkindin snertir jafnan streng í sál minni, og ekki síður hitt, að „fjallablærinn frjáls og hreinn / friðar, svalar vöngum mínum.“ Tölvusett íjúní 2011, eftir handriti í Héraðs- skjalasafni, Egilsstöðum (A-6-88-22). H. Hall. 131
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.