Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Page 138
Múlaþing
Gert að hreindýri á veiðislóð. Ljósmyndari: Eðvarð Sigurgeirsson. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands.
kennslustund í því, hvemig beita skyldi hníf
og handtökum þannig, að litla stund tæki að
aðskilja það sem nýta mátti eða nýta átti af
hverju dýri, frá því sem var hent. Líka þurftum
við að passa okkur á samkeppnisaðilunum.
Það var sem sé fýlgst vandlega með okkur
af kmmma gamla og táslu. Helst þurfti að
fleygja einhverju mennsku yfir bráðina, úlpu
eða priki eða einhverju slíku, ef ekki áttu að
ódrýgjast matvælin. Hrís og lurkar gátu verið
betri en ekkert.
Nú er ekki að orðlengja það að við suðum
okkur ilmandi kálfskjöt og af því varð forláta
kjötsúpa. Eftir að hafa matast sváfum við
svefni hinna réttlátu til næsta morguns. Þá rann
upp dagur stórræðanna. Skotmönnum tókst
að fella flest eða öll dýrin sem við höfðum
leyfi fyrir, en hin fellda bráð var nokkuð vítt
um og ekki búið að gera til nema minni-
hlutann af skrokkunum þegar við hittumst
allir upp úr miðjum degi.
Nú þurfti að láta hendur standa fram
úr ermum. Skotið var á ráðstefnu og var
niðurstaða hennar sú, að við skyldum freista
þess að ná innan úr öllum skrokkunum, svo
kjötið næði að kólna. Einn okkar færi samt til
byggða með kvöldinu og fengi lánaða hesta
hjá bændum sem byggju austan heiðarinnar,
því seint myndi ganga að flytja 22 skrokka
á tveimur hestum. Það kom í minn hlut að
fara að biðja um hestalán o.fl. og upphófst
nú skemmtilegasti kafli ferðarinnar fýrir mig.
Mér fannst þetta verulega spennandi. Eg hafði
hvorki komið á heiðina eða Fljótsdalinn áður
og vissi ekkert hvar ég myndi koma til byggða,
ef ég færi það sem við álitum að væri stysta
leiðin. Kannski lenti ég í ófærum fenjum eða
ókleifum björgum.
136