Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Qupperneq 146
Múlaþing
svo við Daníel og sagði honum alla sólar-
söguna. „Við hringjum bara í Vilberg, hann
verður að ráða fram úr þessu, annars er gott
að fá annan rafvirkja, það er meira en nóg
að gera hér, þetta hlýtur að vera allt í lagi, ég
skal panta hann í símann, (sem var reyndar
talstöð) og bíddu svo bara héma, þangað til
þú færð samtalið.“
Ég sagði Vilberg, hvemig allt var í pottinn
búið og spurði hann hvað ég ætti að gera.
„Vertu bara rólegur, ég tala við Jóhannes,“
sagði hann, „og láttu mig svo vita ef verða
einhver vandræði.“ Ég veit auðvitað ekki
hvað þeim fór á milli í símanum Vilberg og
Jóhannesi, en seinna um daginn kom Jóhannes
til mín og sagði mér að þetta yrði víst að vera
svona, þó hann hefði ekkert fyrir mig að gera
og var hinn fúlasti. „Þú um það, ert þú ekki
verkstjórinn?“ sagði ég. „Þú lætur mig svo
vita, ef þú finnur eitthvert verkefni handa
mér, ég verð héma.“
Ég held að það hafi verið morguninn eftir
sem Jóhannes vakti mig og sagði mér að drífa
mig í vinnugallann, nú ætti að flytja í einn
vinnubraggann í næstu viku og eftir væri að
leggja í hann alla raflögnina, hann hefði nóg
annað að gera og ég yrði að sjá um það einn.
Hann fór síðan með mér í þennan bragga og
sagði mér eitthvað um, hvemig lögnin í hann
ætti að vera og fór við svo búið.
Ég fór að tína til efnið, sem ég þurfti í
lögnina í braggann, sem var nú ekki mjög
fjölbreytilegt. Það var ljósastæði, rofí og mig
minnir einn tengill í hverju herbergi og svo
auðvitað strengur og spennur á hann. Allt
var þetta efni klossað og leiðinlegt eins og
amerískt raflagnaefni hefur alltaf verið og
er enn, strengurinn svo sver og ljótur að nú
þætti hann ekki boðlegur í gripahús. Að því
búnu fór ég svo að leggja lögnina og fannst
mér sækjast verkið all vel og var hinn ánægð-
asti. Um kvöldið var ég hálfnaður að leggja
í braggann.
Um morguninn kom Jóhannes þama út í
braggann til mín og leit yfir það, sem ég hafði
gert daginn áður og sagði: „Hvað hefurðu
eiginlega verið að gera maður? Þetta gengur
ekki neitt.“ Mér vafðist tunga um tönn. Mér
blöskraði svo ósvífni þessa manns að ég átti
ekkert svar við þessari spumingu, en sagði
honum að ef honum líkaði ekki frammistaða
mín, þá skyldi hann kvarta við þá menn, sem
hefðu sent mig og það strax. Ef þetta ætti að
ganga svona þá mundi ég líka kvarta við þá
um framkomu hans og dónaskap við mig, svo
skyldum við sjá hvemig þetta færi allt saman.
Eftir þetta breyttist framkoma Jóhannesar
við mig þannig að ég þurfti ekki að kvarta
neitt yfir honum en samskipti okkar voru
nánast engin og mitt aðal starf varð smátt og
smátt að sjá um vinnuljós og vinnulagnir á
byggingarsvæðinu, sem gerði það að verkum
að mín samskipi voru aðallega við Daníel og
hans menn.
Þegar ég var búinn að vera þama nokkum
tíma kom Jóhannes til mín að kvöldlagi og
segir mér að hann sé að fara, því hann ætli að
fara í Vélskólann og hann sé að byrja, en hann
komist ekki á réttum tíma af því að enginn sé
kominn til að taka við af honum.
Ég sagði honum að hafa ekki áhyggjur
af því, ég treysti mér til að vera þama einn
einhverja daga og svo mundi ég fá hjálp ef
á þyrfti að halda. En ekki leist honum á það
og sagðist hvergi fara fyrr en kæmi nýr yfir-
maður.
„Þú um það, þú ræður því auðvitað sjálfúr,
en ekki ferðu að sleppa skólanum bara út af
þessu og þú skalt bara drífa þig suður,“ sagði
ég. Ég vildi út af lífínu losna við manninn
og það sem fýrst. En hann sat við sinn keip
og þvemeitaði að fara fyrr en hæfur maður
kæmi og tæki við þessu vandasama starfí af
honum og hann fór ekki dult með að ég væri
ekki nokkur maður til þess.
Það var svo nokkrum dögum seinna sem
hann sagði mér að nú yrði hann að drífa sig
144