Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Síða 147
Úr fjársjóði minninganna
A Heiðarfjalli stendur nú aðeins uppi eitt hús afbyggingum ratsjárstöðvarinnar. Ljósmyndari og eigandi myndar:
Jósep Birdie Jósepsson.
suður, því skólinn væri að byrja. „Og hver
kemur í staðinn fyrir þig?“ spurði ég. „Kemur
í staðinn?“ sagði hann með vandlætingarhreim
í röddinni. „Enginn.“ „Og hvemig fer það?“
spurði ég enn. „Fer það ekki allt í tóma vit-
leysu? Ræð ég nokkuð við þetta allt saman?
Þú ferð nú varla að hlaupa frá þessu öllu í
reiðuleysi, þú verður að gera eina tilraun enn
að koma vitinu fyrir þessa menn og gera þeim
ljóst að það þarf einhvem merkilegri mann en
mig til að taka við þessu öllu saman af þér.“
Þessu svaraði hann engu og rauk út í bíl án
þess að kveðja.
Ekki nran ég nákvæmlega hvenær það
var um haustið, sem ég varð eini rafvirkin á
staðnum. En það var mikið að gera og í mörg
hom að líta. Það vora oft vond veður þama
á þessum tíma. Það þurfti mikið af vinnu-
ljósum og marga hitara til að verja steypuna
skemmdum þegar verið var að steypa í frosti
eins og oft var gert. I stórviðmm slitnuðu
stundum loftlínur sem lágu á háum staurum
þama um svæðið.
Allt þetta var erfitt verkefni fyrir einn
mann og lofthræddan í þokkabót. Þess vegna
þótti það í frásögu færandi að einu sinni
þegar ég var að vinna upp í einum staumum
í kolvitlausu veðri, og var kominn alveg
upp í topp, þá missti ég annan skóinn. Mér
brá illilega við þetta og vissi í fyrstu ekki
hvað til bragðs skyldi taka. En það var deg-
inum ljósara að niður varð ég að fara helst
ómeiddur. En hvernig? Eg tók það til bragðs
að ég henti niður þeim skónum, sem ég hafði
og renndi mér síðan niður staurinn eins og ég
hafði séð stráka gera þegar þeir eru að príla
í ljósastaurum. Þetta gekk allt vel, ef frá er
talið að ég var í marga daga eða réttara sagt
mörg kvöld á eftir að tína flísar úr læranum
á mér. Ég fór síðan aftur upp í staurinn og
gerði við það sem þurfti og það gekk eins
og í sögu. Þetta varð til þess að mér batnaði
lofthræðslan að mestu.
Út af þessu varð til svolítil saga sem var
haldið óspart á lofti, þegar það átti við og
var sannleiksgildið aldrei dregið í efa. Flún
var eitthvað á þessa leið: Þegar ég var þama
uppi í staumum hangandi á öðram skónum
átti Jón Jóhannsson, sá sem bjargaði mér á
Þórshöfn þegar ég kom og var þar vegalaus
um nóttina, að hafa átt leið þarna framhjá
og heyrt einhvern segja: „Nafni réttu mér
skóinn.“
En vegna þess hvað veðrið var vont, þá
áttaði hann sig ekki strax á því hvaðan var
kallað, en þegar kallað var aftur: „Nafni réttu
145