Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Síða 149
Úr tjársjóði minninganna
Ekki höfðum við verið lengi í þessu húsi,
þegar okkur fór að líða illa þar. Húsbóndinn
var drykkfelldur og ruddalegur við fólkið sitt
og þó einkanlega við konuna. Þegar hann var
heima var hann oftast drukkinn og framkoma
hans við fólkið gerði það að verkum að við
létum, sem minnst fyrir okkur fara, en konan
var okkur alltaf góð og reyndar maðurinn líka,
en við vorum hreinlega hrædd við hann þegar
hann var drukkinn.
Þannig hagaði til að herbergin sem við
höfðum þama vom sitt í hvora homi hússins,
þannig að við þurftum að fara ffam á gang til
að komast á milli þeirra. Þetta gat verið hin
mesta þrekraun þegar mest gekk á hjá hinni
fjölskyldunni, því við kærðum okkur ekkert
um að mæta Pétri, en svo hét húseigandinn,
kolvitlausum á ganginum.
Þetta ástand var mjög bagalegt og í raun-
inni óþolandi. Við vorum með Frímann son
okkar lítinn þegar þetta var og gátum ekki
gengið um eldhúsið heilu dagana. Þegar svo
bar undir þá urðum við oft að láta duga að hita
í pelanum hans í hraðsuðukatli inni í herbergi
og sæta lagi að elda okkur eitthvað þegar við
töldum vera fært í eldhúsið.
Ekki höfðum við verið lengi þama þegar
við fómm að athuga með annað húsnæði,
en það var hægara sagt en gert, bæði vegna
þess að annað húsnæði lá ekki á lausu og
að við höfðum borgað ársleigu fyrirfram og
reiknuðum ekki með að fá hana endurgreidda,
ef við fæmm. En þar kom að við gáfumst
upp hvað sem leið endurgreiðslu eða öðrum
efnahagslegum hagsmunum. Það vom liðnir
nokkrir dagar sem ekki hafði verið hægt að
komast í eldhúsið vegna ástandsins sem þar
var nema að sæta lagi, ef karlinn skrapp út,
sem ekki kom oft fyrir þegar þessi gállinn
var á honum.
Svo var það einn daginn, þegar ég var í
vinnunni, að Fanney komst ekki hjá því að
fara í eldhúsið. Þegar hún kom þar inn var
íjölskyldan þar í'yrir. Konan sat samanhnipruð
við eldhúsborðið en krakkamir vom öskrandi
af hræðslu en húsbóndinn stóð yfir þeim með
stóra sveðju í hendinni.
í einhverri örvinglan spurði Fanney hann
þá hver andskotinn gengi hér á, hvort hann
væri endanlega orðinn bandvitlaus.Við þessa
spumingu var eins og rynni af honum mesti
móðurinn og hann fór út við svo búið. Þegar
ég kom heim um kvöldið sagði Fanney mér
hvað gerst hafði um daginn og mér leist satt
að segja ekki á blikuna og okkur kom saman
um að nú væri ekkert um annað að gera en
að koma sér í burtu og það strax, því ekki
væri víst hvemig færi næst þegar karlinn yrði
vitlaus.
Þegar þetta var þá áttu þau Anna systir
mín og Guðmundur heima í Heiðargerði 58,
sem er tveggja hæða hús byggt eftir sömu
teikningu og húsið okkar á Vesturgötu 144.
Þau vom nýlega búin að innrétta risið og vildu
gjaman leigja það. Um kvöldið fór ég niður
í Heiðargerði og sagði þeim hvemig komið
væri fyrir okkur og spurði þau hvort þau vildu
leigja okkur og þegar ég fór heim aftur var
ákveðið að við flyttum í Heiðargerði 58 eins
fljótt eins og hægt væri.
Um kvöldið sagði ég Pétri að við værum
búin að fá hentugra húsnæði með sér eldhúsi
sem við myndum flytja í næstu daga og spurði
hann hvort hann mundi endurgreiða okkur
leiguna sem eftir væri þegar við fæmm. Hann
sagðist ekki hafa búist við þessu og það væri
ekki venjan að endurgreiða fólki sem færi úr
íbúðum áður en umsömdum leigutíma lyki,
en hann skyldi hugsa málið.
A sunnudagsmorguninn næsta kom Pétur
inn til okkar og var hinn besti. Hann sagði að
það væri allt í lagi að borga okkur eitthvað
af leigunni til baka, en það yrði aldrei öll
upphæðin því að einhvem tíma tæki að fá
aðra leigjendur og svo gæti hann ekki borgað
okkur þetta strax en við mættum treysta því
að við fengjum eitthvað af þessu endurgreitt
seinna.Við vorum ánægð með hvað Pétur tók
147