Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Qupperneq 150

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Qupperneq 150
Múlaþing þessu öllu vel en bjuggumst ekki við að hann mundi standa við þetta loforð. Nokkrum dögum seinna fluttum við svo í Heiðargerði 58, risið til Önnu og Gumma. Þar höfðum við tvö allgóð herbergi og eldhús. Þama leið okkur vel og í rauninni var þama íyrsta heimilið okkar. Svo var það kvöld eitt seint um sumarið að Fanney sagði mér að við hefðum fengið góðan gest í heimsókn þá um daginn og vildi láta mig geta uppá hver það hefði verið. Ég tilnefndi ýmsa, sem gátu komið til greina, en ekki datt mér í hug að það hefði verið Pétur í Blesugrófinni. Hann kom okkur á óvart, með því að koma og endurgreiða okkur hluta af húsaleigunni sem við höfðum greitt honum fyrirfram, eins og hann hafði lofað okkur þegar við fóram úr íbúðinni. Þegar hann kvaddi Fanneyju óskaði hann henni og hennar alls velfamaðar og bað hana að bera mér kveðju sína. Þannig lauk viðskiptum okkar við þennan einkennilega mann, sem hefur síðan verið mér nokkur ráðgáta og ég var í rauninni alltaf hræddur við, meðan leiðir okkar lágu saman. Um fortíð þessa manns veit ég ekki neitt, en ekki kæmi mér á óvart þó Pétur hafi í eðli sínu verið viðkvæmt góðmenni sem lífið hefði leikið grátt á ýmsan hátt og gert hann hrjúfan, fráhrindandi og drykkfelldan. Við vorum í Heiðargerðinu í eitt og hálft ár eða þangað til í október 1957. En þá fluttum við, eða réttara sagt Fanney því ég var ekki heima, suður í Kópavog í lítið hús á Digra- nesvegi 42, sem var gamall sumarbústaður. Raflagnavinna í Skagafírði Á þessum ámm var rafmagn að koma í sveit- imar og Segull tók að sér að leggja raflagnir í sveitabæi i nokkrum sveitum víðsvegar um landið, þar á meðal í Skagafirði og þar var ég að vinna þegar Fanney flutti suður í Kópa- vog. Þessir flutningar lögðust ekkert allt of vel í hana, þegar hún fór að skoða húsið, því þegar hún sá húseigandann fannst henni hann minna sig óþægilega á Pétur í Blesugrófinni og hugsaði eitthvað á þá leið að það ætti ekki af okkur að ganga, þarna væri annar alveg eins, með stórar hendur, nuddaði þeim alveg eins saman og réri fram í gráðið, og gott ef málrómurinn væri ekki sá sami. En það var ekki annað að gera en að taka þetta hús á leigu, því ekki var hlaupið að því að komast í íbúð í Reykjavík á þessum ámm og svo yrðum við bara að sjá til. Ástæðan fýrir því að ég var sendur í þessa sveitavinnu hefur sjálfsagt verið sú, að ég var vanur þessari vinnu frá því að ég var að læra fýrir austan en þar var aðalstarfið að leggja í íbúðar og gripahús og setja upp rafstövar, stórar og smáar. Um haustið, þegar við vomm búnir að leggja í alla bæina í Skagafirðinum var rafmagnið ekki komið á línurnar og eftir að ganga frá heimtaugum og stofnkössum í húsin. Svo við sáum að við þyrftum að fara norður aftur fyrir jólin til að tengja bæina þegar búið væri að setja straum á línuna, því búið var að ákveða að allir fengju rafmagnið fýrir jólin. Þegar við vomm að leggja af stað heim úr Skagafirðinum, seinnipart dags mundi ég allt í einu eftir því að ég vissi ekkert hvert Fanney hafði flutt og vissi því ekki hvar ég átti heima og til að komast að því, hringdi ég í Önnu systur. Þegar ég heyrði í henni í símanum, spurði ég hana formálalaust, hvar ég ætti heima. Þessi spuming kom henni svo á óvart að hún bara hló og sagði: „ Hvað, veistu það ekki maður?“ Ég þóttist heyra á hljóðinu í henni að hún hugsaði eitthvað á þá leið að mér færi lítið fram, að aldrei hefði ég nú gáfulegur verið en nú kastaði tólfunum. Nú vissi ég ekki einu sinni hvar ég ætti heima og lengra væri nú varla hægt að komast í asnaskap. Þegar hún hafði jafnað sig á hlátrinum þá sagði hún mér að nú ættum við heima á Digra- nesvegi 42 í Kópavogi. Þetta sagði mér svo sem ekki mikið, því þá hafði ég ekki minnstu 148
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.