Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Síða 153
Úr fjársjóði minninganna
Hertrukkur Páls Hjarðar sem notaður var við björgunarleiðangurinn. Eigandi og Ijósmyndari: Jón Frímannsson.
útvega nýjan öxul og öflugan bíl til að aðstoða
okkur það sem eftir var leiðarinnar þá væri
best að við mundum sjá um það sjálfir og
féllst hann á það.
Því næst hringdi ég í Pál í Hjarðarhaga
á Jökuldal og sagði honum hvemig komið
væri fyrir okkur og spurði hann hvað hann
gæti íyrir okkur gert, hvort hann gæti útvegað
okkur öxul í bílinn og komið á móti okkur
með hann, en ég vissi að Páll átti gamlan
hertrukk með drifi á öllum hjólum. Þegar ég
hafði sagt honum hvaða tegund bíllinn okkar
var, sagðist Páll halda að hann ætti hásingu
með öllu saman undir þennan bíl. Sagðist hann
bara taka úr henni öxlana og koma með þá
báða, gott væri að eiga þá einn til vara. Ekki
þótti mér það verra og þar með lauk samtalinu.
Til að flýta fyrir og hafa allt tilbúið þegar
Páll kæmi, bað ég annan ferðafélaga minn
Pál Jóhannsson, að koma með mér til að taka
brotna öxulinn úr og undirbúa viðgerðina á
bílnum. Vilhjálmur bóndi heyrði á tal okkar
og sagði að það væri best að hann færi með
mér. „Þeim veitir ekki af hvíldinni“, sagði
hann. Þegar við Vilhjálmur komum út að bíl
og ég fór að leita mér að verkfærum til að
taka brotna öxulinn úr varð fyrir mér óátek-
inn leirbrúsi af Sénever, vel falinn og þóttist
ég vita á hvers vegum hann væri þama. Ég
sagði Vilhjálmi að fyrst þeir félagar mínir
svæfu á sitt græna eyra á meðan við væram
að gera við bílinn þá mætti varla minna vera
en við hresstum okkur svolítið á innihaldinu
í brúsanum, sem við og gerðum.
En ég verð að viðurkenna að á leiðinni
austur var ég að laumast í kútinn og fá mér
einn og einn sopa til að hressa mig. Þegar við
höfðum tekið brotna öxulinn úr, héldum við
aftur heim í Möðrudal, en þá var búið að taka
til mat handa okkur og nú var bara að bíða eftir
Páli. A meðan við Vilhjálmur vorum úti við
bíl hafði Jón bóndi boðið félögum mínum til
kirkju, en afsakaði við þá að ekki væri hægt að
lofa þeim að heyra hvernig söngur og orgel-
spil hljómaði í henni vegna kulda, en þeir
yrðu að konta aftur í sumar til að heyra það.
Það var ekki langt liðið á daginn, þegar
Páll Hjarðar kom í Möðrudal og nú var nýja