Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Page 157
Úr fjársjóði minninganna
Haraldur Sturlaugsson faman við fiskvinnsluhús HB áAkranesi: Eigandi myndar: Haraldur Sturlaugsson.
ég vann fyrir á þessum árum og þá sjaldan sem
við hittumst síðar á lífsleiðinni heilsuðumst
við og spjölluðum saman eins og aldavinir.
Annars er þessi vera mín í Eiðaþinghá
þennan vetur afar minnisstæð fyrir margra
hluta sakir og kynni mín af fólkinu sem við
vorum hjá. Eg vissi af öllu þessu fólki áður,
án þess að þekkja það nema í sjón. Allt voru
þetta mikil myndarheimili og allt var gert til
að okkur mætti líða sem best og það fór ekki
fram hjá okkur að þegar við komum á næsta
bæ var konunum mikið í mun að ekki væri
gert ver við okkur hjá þeim en á þeim sem
við komum frá. Þær lögðu mikið upp úr því
að við bærum þeim og heimilum þeirra vel
söguna, enda var ekki annað hægt.
Eg á góðar minningar frá þessum tíma og
þó úr ijarlægð sé hefi ég fram að þessu fylgst
dálítið með þessu fólki síðan.
Alla tíð hefi ég unnið við rafmagn til sjós
og lands og margir em þeir bæimir sem ég er
búinn að leggja í um dagana, en ég á bágt með
að írnynda mér betri tilfinningu en að lýsa upp
híbýli fólks, sem mátti notast við olíulampa
og ijósaluktir sem ljósgjafa og eldavélar sem
brenndu ýmist kolum, taði eða olíu að ég tali
ekki um þvottavélar, ísskápa og frystikistur,
útvarp og sjónvarp. Enda hvarflar hugurinn
oft til þeirra gleðistunda þegar kom að því að
kenna fólkinu á nýju rafmagnstækin, þegar
straumnum var hleypt á kerfið.
Þannig er nú það. I þá daga þurfti ekki
meira til en fólk fengi rafmagn í húsið sitt
til að gleðja það og ávinna sér vináttu þess
fyrir lífstíð. En ég velti því stundum fyrir mér,
hvemig á að gleðja sér óskilt fólk nú til dags
og spyr mig stundum hvort það sé hægt. Og
sjálfsagt er það hægt með einhverjum ráðum,
mér ókunnum og stundum finnst manni að allt
vanti til alls og öll þægindi nútímans séu sjálf-
sögð eins og sjálft lífsloftið sem við öndum að
okkur. Sjálfsagt væri þeim sem finnst allt erfitt
og öfugsnúið, hollt að búa við þær aðstæður
sem flest sveitafólk á Islandi bjó við á þessum
155