Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Page 160

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Page 160
Múlaþing Þá var baðstofan full af reyk, og eldurinn kominn í baðstofuhurðina niðri. Ekki var hægt að komast út um gluggana uppi, þeir voru svo litlir, varð því að fara ofan og brjóta gluggann á litlu stofunni niðri, og þar komst fólkið út hálfnakið. Bærinn stóð allur í björtu báli, hafði kviknað í frammi í eldhúsi. Ég var borinn út í einni skyrtu og yfírsængin úr rúminu með mér. Tvíbýli var á bænum, en bæimir stóðu báðir í sama þorpi, ég var borinn yfír í hinn bæinn, og lagður í rúm undir glugga, og þar blasti við mér bálið af bænum okkar, hann brann allur, og hundamir bmnnu allir, engu var bjargað nema því sem var í litlu stofunni, einu rúmi með rúmfötum, einu borði og kommóðu. Fóstra mín átti saumavél, hún var uppi fyrir innan í litla húsinu, þau áhöld vom óvíða til á þeim ámm, þegar fólkið var komið út, magnaðist eldurinn fljótt við súginn sem kom þegar glugginn var brotinn, svo baðstofan var með það sama alelda, en þá mundi fóstra mín eftir saumavélinni sem hún síst mátti missa. Jón hálfbróðir minn var á hinum bænum, hann kom strax til aðstoðar, setti stóran klút fyrir munn og nef, og snaraði sér inn í eldinn og náði saumavélinni, en hann sagðist aldrei hafa komist í slíka raun. Ég lá á hnjánum í rúminu með andlitið út að glugga og horfði á ósköpin, fyrst logann hátt upp úr eldhússtrompinum, síðan eld og reyk yfír öllum bænum, og svo leið nú nóttin og þá var brennan búin og aðfangadagur jóla kominn. Ég lá í rúminu því nú átti ég engin föt, og mér leiddist óskaplega. Seinna um daginn var komið inn með silfurpeninga sem grafnir höfðu verið upp úr ösku, þeir voru allir svartir, og voru látnir á baðstofugólfið, þeir voru víst heitir og var settur grindastóll yfír. Mér var bannað að fara ofan á gólfíð að skoða þetta, en mikið langaði mig. Frammi í bænum var skemmuloft alþiljað, og þar bjó nú fólkið um sig um kvöldið, ég var borinn þangað fram, því fóstra mín vildi hafa mig hjá sér. Ekki man ég eftir veitingum þetta kvöld, þær voru held ég mjög litlar og dapurt yfír öllu. Ég lá í rúminu á jóladaginn, en á annan kom fóstra mín með sokka og skó, þeir voru verptir, og kjól úr ljósgráu vaðmáli, og náði hann ofan á mið læri. Ég man að hún hágrét þegar hún var að klæða mig í þetta, en ég var sæll og glaður og hljóp út. Bærinn þar sem þessi saga gerðist var Stóra-Sandfell í Skriðdal. Bóndinn á bænum sem brann var Björn Ámason Scheving og Guðrún Jónsdóttir, kona hans móðirsystir mín, en fóstra mín hét Gróa Einarsdóttir, dóttir Guðrúnar systir af fyrra hjónabandi. Á bænum sem ekki brann bjó Salný Jónsdóttir frá Snjóholti í Eiðaþinghá og Einar Bjamason sonur hennar, fyrirvinna hjá henni. Við fengum svo húsaskjól um veturinn í Sauðhaga á Völlum sem er næsti bær við Sandfell vestan Grímsár, þar bjó þá Einar Jónsson sonur séra Jóns prests að Klyppsstað í Loðmundar- firði og kona hans Bergljót, dóttir séra Einars í Vallanesi. Guðrún systir var í Litla-Sandfelli hjá Þuríði systur okkar um veturinn, og hafði litlu stúlkuna með sér, hún dó um veturinn og var jörðuð í Vallanesi. Mennimir sem fóm með litlu kistuna komu að Sauðhaga og stönsuðu þar, á meðan var ég að vappa kringum hana. Sveitungarnir vom víst mjög hjálpsamir við fólkið (sem var 9 eða 10 manns), með fata- og matargjöfum. Fóstri minn, Bjöm, byggði svo um vorið timburhús, og þótti það nýlunda þá. Munu þeir Eydalabræður, Jón og Magnús sem víða vom þá við smíðar um Hérað, hafa ráðið mestu um það, og Magnús byggði húsið, en það reyndist ekki vel, stóð bara í 10 ár. í þetta hús kom strax eldavél, kabyssa sem þá var kölluð, stór með 4 hellum og bakaraofni, í henni vom bakaðar sykurkökur, sem þá vora óþekktar á þeim slóðum, og ég hygg að þetta hafí verið fyrsta eldavél á Fljótsdalshéraði. 158
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.