Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.11.2021, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 26.11.2021, Qupperneq 12
Við erum að fá upp svo til reyklausar kynslóðir. Hafsteinn Viðar Jensson, verk- efnisstjóri hjá Landlækni Þegar reykingar verða komnar undir 5 prósent meðal fullorðinna má líta svo á að sigur hafi unnist. Karl Andersen, yfirlæknir á Landspítala 50.000 40.000 30.000 20.000 10.000 300 250 200 150 100 50 Salan hefur hrunið en kippur varð við fjölgun ferðamanna n Reyktóbak, grömm á hvern 15 ára og eldri n Reyktóbak, kíló 19 81 19 85 19 89 19 93 19 97 20 01 20 05 20 09 20 13 20 17 20 20 grömm kíló 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% 19 91 19 92 19 93 19 94 19 95 19 96 19 97 19 98 19 99 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 20 12 20 13 20 14 20 15 20 16 20 17 20 18 20 19 20 20 Reykja daglega, 18 til 89 ára Á rúmum fimmtíu árum hafa tóbaksreykingar hrapað um meira en 40 prósent, með tilheyrandi umbyltingu í lýð- heilsu landsmanna. Nýliðun reykingafólks er afar lág, en erfiðast hefur reynst að ná til innflytjenda. HEILBRIGÐISMÁL Stærsta breyting í lýðheilsu Íslendinga á undan- förnum áratugum er hversu vel baráttan gegn tóbaksreykingum hefur gengið. Árið 1968 reykti annar hver fullorðinn Íslendingur og fyrir aðeins þrjátíu árum síðan mátti rekja þriðja hvert dauðsfall beint til reykinga, eitt á dag. Í dag reykja 7 prósent fullorðinna, sem er næst- lægsta hlutfall í Evrópu. Aðeins Svíar reykja minna, en þar er snus- notkun útbreidd. „Íslendingar mega vera stoltir yfir þeim árangri sem við höfum náð í reykingavörnum, þar sem við höfum verið í fararbroddi í heim- inum. Það hefur skilað sér í bættri lýðheilsu,“ segir Karl Andersen, yfir- læknir á Hjartagátt Landspítalans sem hefur setið í Tóbaksvarnaráði og fylgst grannt með þessari bar- áttu. Karl segir auðvelt að telja fjölda dauðsfalla sem rekja megi til reyk- inga, þeim hafi fækkað verulega á undanförnum áratugum. Það segi þó ekki alla söguna um afleiðingar reykinga, sem höfðu veruleg áhrif á heilsufar fólks um miðja síðustu öld þegar reykingar voru miklu almennari. „Þegar ég var unglæknir fyrir rúmum þrjátíu árum var algengt viðfangsefni á bráðamóttökunni að sjá fólk með versnun á langvinnri lungnateppu,“ segir Karl. „Fólk gat ekki andað þegar það fékk kvef. Fólk þjáðist mjög vegna þessa sjúk- dóms, en í dag er þetta orðið mun fágætara.“ Á áttunda og níunda áratugnum voru tvær fullar hæðir af lungna- veiku fólki inniliggjandi á Vífils- stöðum. Í dag er þar rekin öldrunar- deild. Tóbaksreykingar eru stærsti fyrirbyggjandi áhættuþátturinn þegar kemur að hjarta- og æðasjúk- dómum annars vegar og lungna- sjúkdómum á borð við krabbamein hins vegar. Á síðustu 30 árum hefur nýjum hjartaáfallatilvikum fækkað um 80 prósent og tölurnar eru svip- aðar þegar kemur að dauðsföllum af völdum kransæðasjúkdóms. Um fjórðung af þessari fækkun má bein- línis tengja við minni reykingar. Þrátt fyrir að tölurnar séu allar á leiðinni niður má búast við því að þessi þróun haldi áfram. Ekki aðeins vegna þess að reykingafólki heldur áfram að fækka, heldur vegna þess að reykingar hafa 20 ára sjúkdómabyrði. Karl segir það taka reykingamann 20 ár að fá svipaðar horfur og ef hann hefði aldrei reykt. Endataflið Þegar Sif Friðleifsdóttir var heil- brigðisráðherra, árin 2006 til 2007, viðraði hún þá hugmynd að taka tóbak úr almennri sölu. Yrði það þá aðeins selt í apótekum. Á þessum tíma kom til landsins belgískur tóbaksvarnafulltrúi að nafni Luke Joosens og sagði þetta einungis ger- legt ef reykingar væru komnar niður í 5 prósent, en þær voru um 20 pró- sent á þeim tíma. „Því miður erum við ekki stödd á þeim stað að tóbakssala standi ekki undir sér. Þetta eru enn þá 15 til 20 þúsund manns sem reykja,“ segir Hafsteinn Viðar Jensson, verkefnis- stjóri tóbaksvarna hjá Landlæknis- embættinu, aðspurður hvort tób- akssala fari að hætta að borga sig. Peningar eru þó einmitt það sem hefur haft hvað mest áhrif á þróun reykinga. Það er stýring ríkisins með skattlagningu. „Það sem skiptir mestu máli er skattlagning og verð á tóbaki,“ segir Hafsteinn. „Þar á eftir koma tak- Styttist í sigurinn gegn reykingum Margir Íslendingar hafa drepið í síðustu sígarettunni síðustu áratugi og fáir sem enn reykja eftir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI markanir á aðgengi, auglýsinga- bann, viðvaranir á pakkningum og aðstoð við að hætta.“ Ísland hefur verið framarlega á heimsvísu í ýmsum tóbaksvarna- aðgerðum. Meðal annars var Ísland fyrsta landið til að banna tóbaks- auglýsingar, í fjölmiðlum og utan- dyra árið 1971 og að fullu 1977. Árið 1984 var Ísland fyrsta landið til að banna reykingar í millilandaflugi. Stærsta breytingin í seinni tíð, var í ráðherratíð Sifjar, þegar reyk- ingar voru bannaðar á opinberum stöðum og vinnustöðum, þar á meðal skemmtistöðum. Þetta var hins vegar ekki tóbaksvarnaaðgerð í sjálfu sér, heldur vinnuverndar- mál. Karl Andersen bendir á að hálfu ári eftir bannið hafi hjartaáföllum fækkað um 19 prósent. Þetta átti ekki aðeins við um reykingafólkið sjálft, heldur allt mengið. Sama hlutfall sást hvar sem sambæri- legar reglugerðir voru teknar upp, austan og vestan Atlantsála. Karl segir þessa aðgerð hafa haft mun meiri áhrif en til dæmis einstaka lyfjameðferðir. „Við erum í raun komin í enda- taf lið í glímunni við reykingar. Þegar reykingar verða komnar undir 5 prósent meðal fullorðinna má líta svo á að sigur hafi unnist,“ segir Karl. Reykingar verði þá orðin jaðarhegðun sem ekki þurfi að taka tillit til. Staðreyndir um reykingar n Reykingafólki hefur fækkað um 0,86 prósent árlega í hálfa öld. n Nærri 60 prósent karla reyktu árið 1968. n Þriðjungur unglinga reykti árið 1974. n Á hálfri öld hefur meðal- ævilengd Íslendinga hækkað um 9 ár. n Nýgengi lungnakrabba- meins náði toppi árið 1986 og hefur verið á niðurleið síðan 2007. n Fjórðung af lækkaðri tíðni hjartaáfalla má skýra með minnkun reykinga. n Sala reyktóbaks er fimmt- ungur af því sem hún var árið 1979. n Neftóbakssala féll úr 46 tonnum í 25 tonn árið 2020. Ungt fólk reykir ekki Þó að baráttan við reykingar gangi betur en nokkur þorði að vona, eru enn þá þúsundir manns sem reykja. Fyrir hálfri öld voru karl- menn í meirihluta reykingamanna en nú eru konur örlítið f leiri. Meðal aldurinn hefur hækkað og f lest reykingafólk er í kringum fimmtugt. Vissulega hafa margir hætt að reykja en helsta ástæða þess að hlutfallið hrapar jafn hratt og það gerir, er að ungt fólk er ekki að byrja. Þetta sést meðal annars á framhaldsskólakönnunum sem Rannsóknir og greining hafa gert árlega. „Það er alveg nýtt að sjá 1 til 2 pró- sent reykingar í framhaldsskólum. Við erum að fá upp svo til reyklausar kynslóðir,“ segir Hafsteinn. Nýliðun reykingafólks er í dag mjög lág. Þegar reykingar eru skoðaðar eftir þjóðfélagsstöðu sést að þeir sem eru minna menntaðir og standa félagslega og efnahagslega höllum fæti reykja meira en aðrir. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að sá sem reykir pakka á dag þarf að greiða meira en hálfa milljón króna árlega fyrir. Hlutfall reykingafólks hefur verið allt að 10 prósentum yfir lands- meðaltali á Suðurnesjum og skýrist það einkum af háu hlutfalli inn- flytjenda. „Margar þjóðir, til dæmis frá Austur-Evrópu, reykja eins og Íslendingar gerðu fyrir þrjátíu árum síðan,“ segir Karl. „Þarna er önnur menning og hefur ekki verið unnið að reykingavörnum á sama hátt og hér.“ Reykingar ekki eini vandinn Reyktóbakið er ekki eini nikótín- gjafinn sem Íslendingar kljást við. Fyrir nokkrum árum sást mikil aukning í neftóbakssölu og rafrett- urnar komu inn með miklum hvelli. Undanfarið hefur sala neftóbaks hins vegar hrapað og rafrettunotk- un virðist föst í 4 prósentum. Hafsteinn segir nikótínpúðana hafa verið í mikilli sókn og harmar að ekki hafi náðst að fella þá undir lög um rafrettur síðastliðið vor. Þá hefði salan verið bundin við sér- verslanir, sett 18 ára aldurstakmark, auglýsingabann og eftirlit með inn- flutningi og sölu. Þrjátíu prósent ungmenna á aldr- inum 18 til 24 ára nota nikótínpúða og ólíkt neftóbaki er hlutfall hjá konum ekki mikið lægra en hjá körlum. Þrátt fyrir þennan vágest bendir Hafsteinn á að tóbaksreykingarnar séu mun alvarlegri hlutur. Um helmingur reykingafólks deyi fyrir aldur fram. Vandamálin hverfa ekki heldur alfarið með reykingum. Karl bendir á að offita, sykursýki og hreyfingar- leysi séu að taka við af reykingum sem mesti skaðvaldur íslenskrar lýðheilsu. n Kristinn Haukur Guðnason kristinnhaukur @frettabladid.is 10 Fréttir 26. nóvember 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐFRÉTTASKÝRING FRÉTTABLAÐIÐ 26. nóvember 2021 FÖSTUDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.