Fréttablaðið - 26.11.2021, Side 18

Fréttablaðið - 26.11.2021, Side 18
2021 2020 Covid-19 á Íslandi fe br úa r janúar fe br úa r m ar s m aí júní júlí október nóvember september ap rí l ap rí l m aí jú ní jú lí september október desember 27. Fyrsti upplýsingafundur almannavarna haldinn. 6. Fyrsta innanlandssmitið. 22. Fyrsta bylgja farald- ursins nær hámarki. 2. Appið Rakning C-19 tekið í notkun. 15. 500 manns mega koma saman. 14. Tími í sóttkví styttur úr 14 dögum í sjö. 25. Landspítali færður á neyðarstig. 29. Bólusetning gegn Covid-19 hefst. 13. 20 manns mega koma saman. 24. 50 manns mega koma saman. 25. Neyðarstigi almannavarna lýst yfir á Íslandi. Tíu manns mega koma saman. 10. 50 mega koma saman. 15. 300 mega koma saman. 26. Allar takmarkanir á sam- komum felldar úr gildi. 1. Sýnatöku hætt á landamærunum hjá þeim sem framvísa gildum vottorðum um bólusetningu. 20. 2.000 manns mega koma saman. 10. 500 manns mega koma saman. 12. 50 manns mega koma saman. 25. 150 manns mega koma saman. 23. Hraðpróf tekin í notkun. 28. Heimild fyrir bólusetningu barna 12-15 ára. 25. 200 mega koma saman. 29. Breyttar reglur um sóttkví og einangrun. 28. Fyrsta tilfelli Covid-19 greinist á Íslandi. 13. Íslensk erfðagreining hefur að skima fyrir Covid-19. 16. Samkomubann sett á í fyrsta sinn. 100 manns mega koma saman. 24. Hertar takmarkanir, 20 manns mega koma saman. 4. 50 manns mega koma saman. 30. Hert samkomubann, 100 manns mega koma saman. 18. Skemmtistöðum lokað tímabundið á höfuðborgarsvæðinu. 31. Mestu takmarkanir hingað til taka gildi. Tíu mega koma saman. 19. Krafa gerð um framvísun vottorðs á neikvæðu PCR-prófi fyrir brottför og komu til landsins. 15. 20 manns mega koma saman. mars 15. 500 mega koma saman. Rúmlega sautján þúsund tilfelli Covid-19 hafa verið staðfest á Íslandi frá því að fyrsta tilfellið greindist hér í lok febrúar á síðasta ári. 89% lands- manna sem náð hafa tólf ára aldri eru full- bólusett. Birna Dröfn Jónasdóttir birnadrofn @frettabladid.is Næstum 21 mánuður er liðinn frá því að fyrsta tilfelli Covid- 19 greindist á Íslandi. Síðan þá hefur veiran haft mikil áhrif á þjóðina. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir líkir sam- bandi veirunnar og þjóðar- innar við ofbeldissamband. COVID-19 Á sunnudaginn er liðinn 21 mánuður frá því að fyrsta tilfelli Covid-19 greindist hér á landi. Þann 28. febrúar 2020 greindist íslenskur maður með sjúkdóminn eftir að hafa verið í ferðalagi á Norður-Ítalíu. Þau smit sem greindust dagana á eftir mátti öll rekja til Norður-Ítalíu og Austurríkis, en þann 6. mars greind- ist hér fyrsta innanlandssmitið. Í kjölfar þess lýsti ríkislögreglu- stjóri yfir neyðarstigi almannavarna, í samráði við sóttvarnalækni. Fyrsta bylgja faraldursins náði hámarki um 22. mars en þann dag voru stað- fest smit 568 talsins. Hinn 16. mars var sett á samkomubann á Íslandi í fyrsta sinn og máttu ekki fleiri en 100 manns koma saman. Viku síðar voru samkomutakmarkanir hertar og mörkin sett við tuttugu manns. Takmarkanir mánuðum saman Síðan samkomubann var sett á í fyrsta sinn á Íslandi, hefur þjóðin að mestu búið við einhvers konar takmarkanir. Grímunotkun, styttri opnunartími, sótthreinsun og þrí- eykið, eru hugtök sem landsmenn hafa þurft að venjast. Sama má segja um orðin fordæmalausir tímar, smitskömm, örvunarskammtur og innanlandssmit. Nú erum við stödd í miðri bylgju faraldursins, sem Thor Aspelund líf- tölfræðingur segir að hafi enn ekki náð hámarki. Í gildi eru reglur sem segja að ekki megi fleiri en fimmtíu einstaklingar vera í sama rými og tryggja þarf einn metra á milli fólks sem ekki er í nánum tengslum. Þar sem það er ógerlegt er grímuskylda. Mikið hefur verið rætt um sam- komutakmarkanir í tengslum við viðburði og lífsviðurværi þeirra sem að þeim koma. Aðstandendur skipu- lagðra tónleika og viðburða sendu frá sér yfirlýsingu þann 10. nóvem- ber, þar sem þeir biðluðu til stjórn- valda um að þrengja ekki frekar að ábyrgu viðburðahaldi. Þegar hertar sóttvarnarreglur tóku gildi tveimur dögum síðar voru Veruleg áhrif veirunnar á land og þjóð gerðar undanþágur varðandi við- burði og er nú heimilt að hafa allt að 500 manns í hverju rými, svo lengi sem allir gestir framvísi neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi. Ofbeldissamband við veiruna Fyrir ári síðan sagðist Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, í samtali við Fréttablaðið, hafa undirbúið sig fyrir atburði eins og heimsfaraldur í mörg ár. Þá sagði hann þjóðina eiga hrós skilið og dáðist að því úthaldi sem fólk hefði sýnt þrátt fyrir allt. „Nú þurfum við bara að halda áfram þessum samtakamætti,“ sagði Þór- ólfur. Fréttablaðið hafði samband við Þórólf aftur nú ári síðar og spurði hann hvort þjóðin hefði hlustað og haldið samtakamættinum áfram. Þórólfur segir svo vera og sam- takamáttinn það sem skipt hafi mestu máli. Þrátt fyrir ólíkar skoð- anir fólks varðandi þær aðgerðir sem gripið hafi verið til, sé ljóst að þær hefðu ekki verið til neins ef fólk hefði ekki farið eftir þeim. „Ég byggi mínar tillögur á þeim gögnum sem ég hef, en ekki tilfinn- ingu. Þó að einhver segist ekki nenna þessu lengur þá get ég ekki breytt því sem gögnin segja mér,“ segir Þór- ólfur. „Svo eru það afleiðingarnar sem þarf að skoða síðar. Þær efnahags- legu til dæmis og áhrifin á andlega líðan fólks. En ég er viss um það að ef við hefðum leyft veirunni að leika lausum hala, hefðu andlegar afleið- ingar veikinda og yfirfullra sjúkra- húsa orðið verri,“ segir hann. Hann lýsir sambandi veirunnar við þjóðina sem ofbeldissambandi. „Við erum búin að búa í ofbeldissam- bandi við þessa veiru í tæplega tvö ár. Veiran er sökudólgurinn, ekki sótt- varnalæknir eða stjórnvöld. Veiran gefur okkur góðar vonir eitt augna- blikið og svo allt í einu bregst hún öðruvísi við, þetta er búin að vera rússíbanareið,“ segir Þórólfur. „Nú þurfum við bara að halda áfram samtakamættinum og þolin- mæðinni,“ bætir hann við. Vel bólusett þjóð Bólusetning hófst á Íslandi þann 29. desember 2020, þegar fjórir heil- brigðisstarfsmenn voru bólusettir í beinni útsendingu. Síðan þá hafa tæp 90 prósent landsmanna sem náð hafa tólf ára aldri verið fullbólusett. Yfir 100 þúsund einstaklingar hafa fengið örvunarskammt og öllum þeim sem teljast fullbólu- settir, stendur til boða að fá örvun- arskammt sem veita á frekari vörn gegn Covid-19. n Tekin hafa verið um 740 þúsund sýni vegna Covid-19 innanlands frá því faraldurinn hófst hér fyrir tæpum 21 mánuði. MYND/JÓN GÚSTAFSSON 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM Í VEFVERSLUN SVARTUR FÖSTUDAGUR teogkaff i . is FRÉTTASKÝRING FRÉTTABLAÐIÐ 26. nóvember 2021 FÖSTUDAGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.