Fréttablaðið - 26.11.2021, Page 24

Fréttablaðið - 26.11.2021, Page 24
Olaf Scholz verður nýr kanslari Þýskalands innan tíðar. Hann hefur rifið Jafn­ aðarmannaflokk landsins upp úr öskustónni og stefnir nú hraðbyri í ríkisstjórn. Þrátt fyrir það er hann almennt talinn persónuleikalaus og hefur verið líkt við vélmenni. thk@frettabladid.is ÞÝSKALAND Jafnaðarmannaflokk­ urinn í Þýskalandi (SPD) hefur átt undir högg að sækja um nokkurra ára skeið, en nú virðist allt í blóma. Flokkurinn var sigurvegari þing­ kosninganna þar í landi í lok sept­ ember, reis úr 15 prósenta fylgi í vor upp í 25 prósenta fylgi í kosningun­ um, hlaut mest fylgi allra flokka og stefnir nú hraðbyri í ríkisstjórn. En hvernig stendur á þessum skyndi­ legu sviptingum? Rólyndismaðurinn Olaf Scholz, kanslaraef ni Jaf naðar manna­ f lokksins, er ein helsta ástæða þess, en skömmu fyrir kosningar sagðist tæplega helmingur þýskra kjósenda vilja Scholz sem næsta kanslara. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, gaf út fyrir kosning­ arnar að hún hygðist ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu. Nú virðist allt benda til þess að stórum hluta Þjóðverja verði að ósk sinni, en tilkynnt hefur verið um ríkis­ stjórnarsamstarf Jafnaðarmanna, Græningja og Frjálslyndra demó­ krata. Það stefnir því í töluverðar breytingar á hinu pólitíska sviði Þýskalands. Mik ið persónu f ylg i Scholz kemur þó mörgum töluvert á óvart, en hann verður seint talinn með skemmtilegri mönnum, af þeim sem þekkja til hans. Hann er þekktur fyrir að vera nokkuð litlaus og hefur gjarnan verið líkt við vélmenni, en rólyndislegt fas hans hefur gert hann að skotspæni pólitískra and­ stæðinga, sem og stuðningsmanna síns eigin f lokks. Það má því ef til vill ekki búast við því að hann haldi uppi stuðinu í ríkisstjórninni, að minnsta kosti ekki með áfengi, enda annálaður bindindismaður, en mikilvægt er að stemma stigu við stuðboltana sem almennt hafa einkennt þýsk stjórnmál síðustu ár. Scholz leggur mikla áherslu á jafnrétti kynjanna og hyggst fram­ fylgja kosningaloforði sínu um jafna kynjaskiptingu ríkisstjórn­ arinnar þegar hann tekur við em­ bætti kanslara. Þá er hann einarður stuðningsmaður ESB, vill róttækari aðgerðir í loftslagsmálum, hyggst hækka lágmarkslaun og lögleiða kannabis. n Litlaus leiðtogi Þýskalands Olaf Scholz verður að öllu óbreyttu nýr kanslari Þýska- lands. Scholz ásamt Angelu Merkel, núverandi kanslara. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Fjölskylduhagir: Giftur Brittu Ernst síðan 1998. Þau eru barn- laus. Ferill: Fyrrverandi aðstoðar- maður kanslara. Borgarstjóri Hamborgar frá 2011–2018. Fjár- málaráðherra og varakanslari frá 2018. Fróðleiksmolar: fæddur 14. júní 1958 – andkapítalisti á yngri árum – ólst upp í úthverfi Hamborgar – elstur þriggja bræðra – menntaður lögfræð- ingur – tapaði í formannsslag SPD 2019. n Nærmynd Olaf Scholz teogkaff i . is 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM Í VEFVERSLUN SVARTUR FÖSTUDAGUR Afgreiðslutímar á www.kronan.is Mmm ... Gerðu þitt eigið jólahlaðborð! tsh@frettabladid.is VEÐUR Næsta sunnudag er fyrsti sunnudagur í aðventu og Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að búast megi við sambærilegu veðri á aðventunni og sést hefur undanfarið. Miklum sveiflum í hita­ stigi og töluverðri úrkomu. „Já, það er búið að vera dálítið köf lótt, sérstaklega hvað hitann varðar. Hann fer upp og niður í sífellu og það er svo sem ekkert lát á því. Það er eitthvert svona veðurlag sem við sjáum í spám, að minnsta kosti út næstu viku.“ Að sögn Einars mun úrkoman ýmist falla sem rigning, slydda eða snjór, með tilheyrandi hálku. Engin stórviðri eru í kortunum að undanskildum stormi sem fór yfir Austurland í nótt. Undir lok spátímans næstu tíu daga fer að glitta í dýpri lægðir en verið hafa að undanförnu. Það sem veldur þessum miklu hitasveiflum er mikið hæðarsvæði sem hefur hreiðrað um sig suðvestur af landinu. Spurður hvort búast megi við meiri snjókomu næstu daga, segir Einar að suðvestanlands muni ef laust snjóa lítillega suma daga. „Hann gæti gert föl eins og hefur verið að undanförnu en það er ekkert mikið meira en það. Það er bara snjór sem staldrar stutt við og er oft blautur og slabbkenndur. Hann er ekkert að detta í eitthvert algjört vetrarástand með köldu lofti og snjó. Það er nú eiginlega bara lýsandi fyrir tíðina á aðventunni hvað veðrið er breytilegt og miklar sveiflur,“ segir Einar. n Miklar veðursveiflur á aðventunni Einar Svein- björnsson, veðurfræðingur á Veðurvaktinni lovisa@frettabladid.is COVID 19 Lyfjastofnun Evrópu mælir nú með bólusetningu barna á aldr­ inum 5 til 11 ára með bóluefni Pfi­ zer. Bóluefnið er nú þegar notað við bólusetningu barna á aldrinum 12 til 18 ára og fullorðinna. Fram kemur í tilkynningu frá Lyfjastofnun að minni skammtur verði notaður á börn á aldrinum 5 til 11 ára, eða þriðjungur þess sem 12 ára og eldri fá. Eins og hjá öðrum er mælt með að börnin fái tvær sprautur með þriggja vikna millibili. Samkvæmt niðurstöðum rann­ sóknar sem gerð var á virkni bólu­ efnisins í aldurshópnum, var mót­ efnasvar hans svipað og hjá eldri hópum. n Heimila bólusetningar fimm til ellefu ára 22 Fréttir 26. nóvember 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.