Fréttablaðið - 26.11.2021, Page 26

Fréttablaðið - 26.11.2021, Page 26
Nú eru vísbendingar um að öflugt viðbragð stjórnvalda sé að skila árangri. Willum Þór Þórsson, þing- maður Fram- sóknarflokksins Covid-hallinn hverfur af sjálfu sér ef við pössum okkur á því að fara ekki í óhóflegan niðurskurð sem dregur úr tekjuvexti hagkerfis- ins og þar með talið ríkissjóðs. Kristrún Frosta- dóttir, þing- maður Sam- fylkingarinnar teogkaff i . is 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM Í VEFVERSLUN SVARTUR FÖSTUDAGUR Hér á Íslandi hefur að mestu ríkt samstaða milli ríkis- stjórnar og stjórnarandstöðu, um að fylgja ráðum sótt- varnalæknis um aðgerðir vegna Covid. Annað hefur setið á hakanum en nú stytt- ist í að pólitíkin snúi aftur. Ríkisstjórnarinnar og Alþingis bíður krefjandi verkefni. Covid- faraldurinn hefur haft mikil áhrif á afkomu ríkissjóðs. Nýtt Alþingi kom saman í vikunni og um helgina er búist við að endurnýjað stjórnar- samstarf Vinstri grænna, Fram- sóknar og Sjálfstæðisf lokks verði kynnt formlega. Vert er að staldra við á þessum tímamótum, skoða stöðuna og það sem fram undan er. Í febrúar á þessu ári sagði Ríkisendurskoðun að samanlagður halli áranna 2020 og 2021 stefndi í um 540 milljarða, 270 milljarða í fyrra og 264 milljarða í ár. Nú stefnir í að hallinn í ár verði innan við 200 milljarðar. Hagkerfið hefur tekið við sér fyrr en búist var við, meðal annars vegna þess að víð- tækar bólusetningar hér og erlendis hafa gert okkur og öðrum þjóðum kleift að draga úr ferðahömlum fyrr og í meiri mæli en reiknað hafði verið með. Nokkur samhljómur Faraldurinn hefur leitt glögglega í ljós að brotalamir eru á uppbygg- ingu heilbrigðiskerfisins hér á landi. Í næstum tvö ár hefur hefðbundin pólitík vikið fyrir baráttu við skæða óværu og samstöðu alls pólitíska lit- rófsins, að mestu, um sóttvarnir. Mörg stór og erfið verkefni bíða þings og ríkisstjórnar í heilbrigðis- málum, loftslagsmálum, húsnæðis- málum, öldrunarmálum og skulda- málum ríkisins, svo eitthvað sé nefnt. Þrátt fyrir að Covid-skulda- söfnun ríkisins virðist ætla að verða minni en óttast var, nemur Covid- skuldahalinn engu að síður tæpum 500 milljörðum og enn á eftir að bætast við. Markaðurinn leitaði til tveggja þingmanna eftir mati þeirra á stöð- unni og verkefnunum sem fram undan eru. Nokkur samhljómur virðist vera milli Willums Þórs Þórs- sonar, þingmanns Framsóknar- flokksins í Kraganum og formanns fjárlaganefndar á síðasta kjörtíma- bili, og Kristrúnar Frostadóttur, nýs þingmanns Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður og fyrrverandi aðalhagfræðings Kviku banka. „Þrátt fyrir áföll í ferðaþjónustu stefndi hér allt í mjúka lendingu í hagkerfinu vorið 2020. Svo brast Snúin staða og krefjandi verkefni á nýju þingi Alþingis og ríkisstjórnar bíða snúin og krefjandi verkefni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Covid á og allt gerbreyttist nánast á einni nóttu. Það minnir mann hins vegar á hvað það er mikilvægt að hafa trausta efnahagsumgjörð. Ég tel að breytingin á ríkisfjármál- unum sem varð með lögum um opinber fjármál styrki þá umgjörð,“ segir Willum Þór. „Svo skipti máli að skuldahlutfallið var komið um eða undir 30 prósenta markið, en var 84 prósent 2011. Þess vegna gátum við brugðist mjög kröftuglega við. Nú eru vísbendingar um að öfl- ugt viðbragð stjórnvalda sé að skila árangri. Samdrátturinn er minni en áætlað var, kröftug einkaneysla og dregið hefur hraðar úr atvinnuleysi en útlit var fyrir. Hlutabótaleiðin var mikilvæg og svo hefur aðgerðin Hefjum störf í framhaldi heppnast vel og ég hef trú á að endurgreiðslur á kostnaði til að styðja við atvinnu- lífið, nýsköpun, rannsóknir og þróun, skili sér til lengri tíma litið.“ „Þegar ég horfi á efnahagsmál og stöðu ríkissjóðs nú, við upphaf nýs kjörtímabils, lít ég á þetta sem tvö aðskilin mál. Annars vegar er það Covid-hallinn og hins vegar undir- liggjandi rekstur ríkissjóðs – hvert Ólafur Arnarson olafur.arnarson @frettabladid.is Salan á Íslandsbankahlutnum var skynsamlegt skref Willum Þór Þórsson segir fimm ára ríkis- fjármálaáætlun, sem er uppfærð árlega, vera góðan ramma utan um ríkisfjármálin og kalla á markvissari stefnumótun í öllum málaflokkum en verið hefði. Hann sér birtu fram undan og bendir á að sam- kvæmt gildandi ríkisfjármálaáætlun verði frumjöfnuður (vaxtatekjur og -gjöld undanskilin) jákvæður 2025. Willum segist telja að sala á hlut í Íslandsbanka í sumar hafi verið skyn- samlegt skref og hægt sé að stíga fleiri slík skref. Hægt sé að selja eftirstandandi hlut ríkisins í bankanum. Ríkið geti haldið eftir minnihluta í Landsbankanum, sem sé svokölluð norsk leið. Fjármuni sem losni við slíka sölu megi nota til að lækka Covid-skuldir ríkisins. Einnig myndi þetta draga úr peningamagni í umferð, þegar ríkið selur eignir og notar afraksturinn til að borga niður skuldir, og dragi þar af leiðandi úr þenslu í hagkerfinu, sem getur stuðlað að lægri vöxtum með tilheyrandi ávinningi fyrir almenning og atvinnulífið. Blikur á lofti en góð sóknarfæri Kristrún Frostadóttir lýsir áhyggjum sínum af því að við Íslendingar séum að glutra niður ákveðnu forskoti sem við höfum haft í loftslags- málum, vegna skorts á stefnumótun. Hér starfi framsækin fyrirtæki í fremstu röð með frábærar tæknilausnir, en stuðningur við þau sé af skorn- um skammti. Á sama tíma séu Bretar að koma upp innviðasjóði til að efla kolefnisförgun. Þá sé víða verið að taka upp styrkjakerfi í landbúnaði út frá loftslagssjónarmiðum. Mögulegt sé að grípa hratt til aðgerða í loftslagsmálum, sem komi í veg fyrir að við fáum kostnað framan í okkur síðar. Hægt sé að byrja strax í fjárlögum næsta árs og halda áfram í ríkisfjármálaáætlun þegar hún kemur til endurskoðunar í vor. Hún segir ljóst að Landspítalinn þurfi á neyðarpakka að halda, en mikilvægt sé að marka skýra stefnu í heilbrigðismálum, skortur á fram- tíðarsýn hafi skapað dýrara heil- brigðiskerfi en ella. Ekki megi fest- ast í umræðu um útfærsluna, hvort um einkarekstur eða opinberan sé að ræða, áður en umræðan um markmið sé kláruð. Ríkið sé alltaf greiðandinn. Ekki megi hola opin- bera hluta kerfisins að innan, en mikilvægt sé að ákveða hvaða kröf- ur við gerum til kerfisins og hvers konar þjónustu við viljum veita. Síðan sé hægt að taka ákvörðun um hvernig sé best að gera þetta. Kristrún telur ekki rétt að ráðast í eignasölu til að greiða niður Covid- skuldir, þar sem ríkið glími ekki við lausafjárvanda. Hún segir sölu ríkis- eigna eiga að vera hluta af langtíma- ákvarðanatöku um hvar og hvernig ríkið beiti sér, en ekki úrræði til að loka gati í eitt skipti. Blikur á lofti en góð sóknarfæri Hækkun á hrávöruverði, tregða í framleiðsluferlum og mikil hækk- un flutningskostnaðar hafa valdið kostnaðarverðbólgu sem veldur Willum áhyggjum, enda geti hún verið illskeytt og lítið sem við getum gert við slíkri verðbólgu á alþjóð- legum mörkuðum. Hins vegar telur hann jákvætt að svo virðist sem gengisfallið í kjölfar Covid sé þegar komið fram og krónan nokkuð stöðug. Hún geti jafnvel hækkað eftir því sem ferðamönnum fjölgi á ný og það vegi upp á móti erlendum kostnaðarhækkunum. n stefnum við og hvert viljum við fara? Þetta eru tveir aðskildir hlutir,“ segir Kristrún. „Covid-hallinn er ekki hefðbund- inn rekstrarhalli heldur afmörkuð útgjöld vegna hamfara af völdum náttúrunnar. Covid-kreppan er sértæk kreppa, ekki hefðbundin hagsveifla, og það er mjög eðlilegt að dreifa kostnaði af svona halla yfir mörg ár, væri raunar mjög hættu- legt fyrir hagkerfið og samfélagið ef ríkið ætlaði að vinna mjög hratt á þeim skuldahala sem fylgir. Covid- hallinn hverfur af sjálfu sér, ef við pössum okkur á því að fara ekki í óhóflegan niðurskurð sem dregur úr tekjuvexti hagkerfisins og þar með talið ríkissjóðs.“ Markviss stefnumótun mikilvæg Willum Þór og Kristrún eru bæði á þeirri skoðun að þrátt fyrir aðkall- andi og krefjandi verkefni, sé brýnt að móta stefnu í mikilvægum mála- f lokkum og horfa til framtíðar í þeim efnum. Kristrún nefnir sér- staklega heilbrigðiskerfið, sem hún segir líða fyrir skort á stefnumörkun og vanfjárfestingu til lengri tíma. MARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 26. nóvember 2021 FÖSTUDAGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.