Fréttablaðið - 26.11.2021, Page 29

Fréttablaðið - 26.11.2021, Page 29
Helsta röksemd þeirra sem hafa viljað láta seinni talninguna í Borg­ arnesi standa er sú að breytingarnar sem urðu á úrslitum í Norðvestur­ kjördæmi milli talninga hafi ekki breytt útkomu kosninganna. Jú, mikil ósköp, það hafi svo sem verið vissir vankantar á vörslu kjör­ gagna – þó að ekkert bendi til þess að við þau hafi verið átt milli fyrri og seinni talningar – en breytingarnar hafi verið óverulegar. Vilji kjósenda hafi komið í ljós. Ekki taki því að kjósa á ný. Breyttist ekkert? Samkvæmt þessu viðhorfi virðist í lagi að fara ekki að lögum og reglum við framkvæmd kosninga, takist ekki að sýna fram á að slík brot hafi breytt niðurstöðu kosninganna. Lögbrot eru í lagi ef þau hafa ekki af leiðingar. Það er athyglisvert viðhorf hjá sjálfri löggjafarsam­ komunni. Einu virðist gilda um traust kjós­ enda á ferlinu. Einu virðist gilda um það sjónarmið að reglum eigi að fylgja; reglur séu settar við lýð­ ræðislegt ferli af þessu tagi af ein­ hverjum ástæðum, og það skuli ekki hverjum og einum í sjálfsvald sett hvort farið sé að þeim eða ekki; og komi í ljós brot, sé það látið óátalið að mestu – hafi brotið ekki breytt niðurstöðum, svo að séð verði. Með öðrum orðum: smámál. Formsat­ riði. Svona eins og að sleppa því að gefa stefnuljós. En er þetta rétt? Breytti ólík útkoma tveggja talninga í Borgar­ nesi ekki úrslitunum? Hún breytti reyndar ekki hlutföllum flokkanna – en segir það alla söguna? Hefði fyrri talning í Borgarnesi staðið hefði það gerst í fyrsta sinn í þingsögunni að konur væru fleiri á þingi en karlar. Þetta breyttist við endurtalningu og áfram eru karlar meirihluti þingmanna. Er þetta óveruleg breyting sem ekki skiptir máli? Hefði fyrri talning staðið væri Lenya Rún Taha Karim þingmaður fyrir Pírata. Hún er 21 árs og hefði orðið yngsti þingmaður sögunnar, dóttir innflytjenda frá Kúrdistan, fulltrúi fyrir svo margt og hefur látið mjög til sín taka í þjóðmála­ umræðunni. Bergþór Ólason væri hins vegar ekki þingmaður fyrir Miðf lokkinn. Er þetta óveruleg breyting sem ekki skiptir máli? Hvað eiga annars Lenya Rún og Bergþór sameiginlegt annað en það sem þau eru hvorugt, til dæmis í rík­ isstjórnarflokkunum? Við gætum allt eins sagt að þau eigi það sam­ eiginlegt að vera hvorugt stanga­ stökkvari. Þau standa fyrir gagn­ stæð sjónarmið í f lestum málum. Þeir sem halda því fram að það skipti ekki máli hvort þeirra sest nú á þing, svo fremi sem valdahlut­ föll flokkanna riðlist ekki – þeir eru þar með að segja að ekki skipti máli hvaða fólk veljist á þing yfirleitt. Hvað er svona merkilegt við það að vera þingmaður? Alþingi er átakavettvangur. Þar er tekist á um stefnu, völd og áhrif – en Alþingi er líka samstarfsvettvangur, staður þar sem fólk með ólík lífsvið­ horf þarf að setjast niður saman og semja um eitt og annað. Persónulegir eiginleikar þing­ manna skipta miklu máli þegar kemur að því að vinna saman að málum í nefndum. Það hvernig þingmenn haga máli sínu í þingsal eða í fjölmiðlum skiptir líka miklu máli, þegar kemur að því að ákveða ríkisstjórnarsamstarf. Sumum þing­ mönnum er lagið að finna leiðir til að leysa mál, leita sátta, byggja brýr – aðrir þingmenn leita þrátta, magna upp ágreining og brenna brýr. Innan sama þingflokks getur skipt máli hvort til þingsins velst sáttfús ein­ staklingur eða þráttfús, vinnusamur eða latur, eigingjarn eða örlátur – og þannig má áfram telja. Það skiptir líka máli innan þingflokka hvernig fólk velst þar saman og hvernig það á skap saman. Þingmenn eru ekki bara puttar á rauðum tökkum eða grænum. Hlutverk þeirra er ekki bara að greiða atkvæði með tákn­ rænum hætti um frumvörp sem verða til í ráðuneytum. Þetta er lög­ gjafarsamkoman. Smámál? Niðurstöður í Borgarnesi hafa áhrif á það hvort þingmaður úr Suður­ kjördæmi eða Norðvesturkjördæmi verður fulltrúi fyrir sinn flokk. Allt er samofið og einungis fyrir sér­ fræðinga í Kaoskenningunni að henda reiður á því öllu. Ef fiðrildi blakar vængjum í Amazon verður Bergþór Ólason þingmaður. Og svo framvegis. Þessi hringekja sem fer af stað undir morgun á kjördag – og staðnæmist ekki fyrr en núna – er aðferð við að jafna vægi flokk­ anna svo að styrkur þeirra á alþingi endurspegli þjóðarviljann, svona nokkurn veginn. En við búum ekki við fullt þingræði fyrr en atkvæða­ vægi verður jafnað og kjósendur fá að vita að atkvæði þeirra skili sér í raun og veru þangað sem því er ætlað að vera. Smámál? Nei: Það er ekki smámál að kjósendur verði bara að treysta því að ekki hafi verið átt við kjör­ gögn sem skilin voru eftir óvarin, gagnstætt lögum og reglum. Það er ekki smámál hvaða einstaklingar veljast til þingsetu. n Smámál? n Í dag Guðmundur Andri Thorsson FALLEGAR PRJÓNAFLÍKUR LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið virka daga 10–18 | Laugardaga 11–17 | www.forlagid.is Yfir 40 prjónauppskriftir fyrir alla fjölskylduna sem henta í útivist allan ársins hring. Höfundar bókarinnar eru Hjelmås og Steinsland sem standa að KlompeLOMPE. FÖSTUDAGUR 26. nóvember 2021 Skoðun 27FRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.