Fréttablaðið - 26.11.2021, Síða 48

Fréttablaðið - 26.11.2021, Síða 48
Eins og allir hafa tekið eftir hefur orðið gífurleg breyting á öllu umhverfi í verslun á undanförnum árum, ekki síst nú allra síðustu árin. BLACK FRIDAY TILBOÐ 20% afsláttur! Ný náttföt, náttkjólar og sloppar frá LINGADORE beint á BLACK FRIDAY TILBOÐ. 20% afsláttur frá föstudegi og út mánudag í verslun og vefverslun með kóðanum: kósý Náttsloppar: Verð: 13.300 kr.- TILBOÐ: 10.640 kr.- Náttserkur: verð: 10.800 kr.- TILBOÐ 8.640 kr.- Náttföt: Verð: 13.800 kr.- TILBOÐ: 11.040 kr.- Náttkjólar: verð: 10.400 kr.- TILBOÐ 8.320 kr.- Vefverslun Selena.is Selena undirfataverslun, Bláu húsunum við Faxafen, sími: 553 7355. - Vefverslun Selena.is Það var á árunum 2016 og 2017 sem verslun hérlendis tók Black Friday upp á sína arma. Síðan þá hefur ekki verið litið til baka, að sögn Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. starrifreyr@frettabladid.is Andrés Magnússon, framkvæmda- stjóri Samtaka verslunar og þjón- ustu (SVÞ), man tímana tvenna í íslenskri verslun og hefur fylgst vel með þeim miklu breytingum sem hafa átt sér stað í umhverfi hennar hérlendis undanfarna áratugi. Hann tók við embætti framkvæmdastjóra SVÞ árið 2008 en hafði áður gegnt stöðu fram- kvæmdastjóra Félags íslenskra stórkaupmanna um nokkurt skeið. Black Friday, og um leið stórir verslunardagar á borð við Cyber Monday og Singles’ Day, eru meðal þeirra stóru nýjunga sem hann hefur orðið vitni að. „Eins og allir hafa tekið eftir hefur orðið gífurleg breyting á á öllu umhverfi í verslun á undanförnum árum, ekki síst nú allra síðustu árin. Sú breyting sem orðið hefur samhliða hinni stafrænu byltingu sem er að verða í verslun eins og öðrum atvinnu- greinum er risastökk og heimsfar- aldurinn hefur flýtt þeirri þróun gífurlega. Breytingar sem áður var búist við að gengju í gegn á fimm árum, ganga nú í gegn á einu til tveimur árum. Sjálfsafgreiðsla í verslunum og öll öppin sem eru í boði eru skýrasta dæmið um þetta. Þróun í þessa átt mun tvímæla- laust verða enn hraðari á komandi árum.“ Ekki litið til baka Þótt Black Friday hafi fyrir löngu fest sig í sessi Bandaríkjunum eru fáein ár síðan Íslendingar tóku upp þennan sið, ásamt Cyber Monday og Singles’ Day. „Það er ekki fyrr en 2016 og 2017 sem verslun hérlendis tekur Black Friday upp á sína arma ef svo má að orði komast og síðan hefur ekki verið litið til baka. Singles’ Day og Cyber Monday komu aðeins seinna. Nú eru þessir dagar allir orðnir einir allra stærstu dagar í verslun hér á landi og í fyrra var algert met slegið hvað þetta varðar. Þá fór saman verulegar samkomutakmarkanir og þessir stóru dagar með sínum freistandi tilboðum. Enda fór það svo að 17 prósent af allri veltu í smásölu í nóvember 2020 voru í formi netverslunar, sem er hærra hlutfall en nokkurn tíma hefur sést hér á landi.“ Jólaverslun yfir lengra tímabil Black Friday og aðrir fyrrnefndir dagar hafa eðlilega haft mikil áhrif á hegðun neytenda og þar með verslun innanlands, segir Andrés. „Þessir stóru verslunardagar hafa haft meðal annars þau áhrif að hin hefðbundna jólaverslun dreifist yfir lengra tímabil, þar sem stór hluti af innkaupum fólks fyrir jólin fer fram á þessum dögum. Þá er ég eindregið þeirrar skoðunar að hin hagstæðu innkaup sem fólk getur gert á þessum dögum hafi stórlega dregið úr áhuga á verslunarferðum til útlanda.“ Að sama skapi eru þessir stóru verslunardagar orðnir fyrirferðar- miklir í nágrannalöndunum og því alls ekki um eitthvert séríslenskt brjálæði að ræða. „Allir þessir dagar eru mjög stórir í nágranna- löndum okkar og leggja verslanir og fyrirtæki almennt mikið upp úr þeim eins og hér á landi.“ En ætlar Andrés sjálfur að nýta sér spennandi tilboð næstu daga? „Ég heyri ekki betur en að það séu allir í fjölskyldunni mjög gíraðir fyrir þessa stóru daga. Þannig að það er aldrei að vita hvað ég geri.“ n Stafræna byltingin er risastökk fram á við Black Friday nýtur mikilla vinsælda víða um heim. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Andrés Magnússon, framkvæmda- stjóri Samtaka verslunar og þjónustu 6 kynningarblað 26. nóvember 2021 FÖSTUDAGURSvartur föStudagur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.