Fréttablaðið - 26.11.2021, Síða 54

Fréttablaðið - 26.11.2021, Síða 54
Um 90 prósent eru seld úr landi, meðal annars vegna þess að meira safnast upp af fötum en hægt er að selja. Mikið af þeim fatnaði sem seldur er í verslunum með notuð föt er ónotaður. Norskur kjólarisi hefur ákveðið að sleppa öllum Black Friday-tilboðum en gefur þess í stað nokkur hundruð flíkur til Fretex, deildar innan norska Hjálp- ræðishersins sem rekur verslanir með notuð föt. elin@frettabladid.is Norska fatamerkið byTimo er mjög vel þekkt í heimalandinu. Í Noregi eins og í öðrum löndum er Black Friday farinn að festa sig í sessi sem risastór söludagur. Talið er að Norðmenn muni eyða sem svarar 16,5 milljörðum norskra króna í verslunum meðan á tilboðstím- anum stendur, að því er greint er frá á e24, viðskiptasíðum norska miðilsins VG. ByTimo var stofnað árið 2004 af Tine Mollatt. Fyrirtækið er með verslanir í Noregi, London og í Bandaríkjunum. Fatnaður ByTimo er seldur í meira en 200 verslunum víða um heim. ByTimo hefur ákveðið að taka ekki þátt í Black Friday að þessu sinni heldur gefa föt sem annars hefðu farið á útsölu til Fretex. „Við hefðum getað valið að vera með tilboðsdag en viljum frekar stuðla að einhverju jákvæðu sem felst í því að gefa þeim sem á þurfa að halda,“ segir markaðsstjóri ByTimo, Elisa Mollatti, í samtali við e24. Textílfræðingurinn Ingun Grimstad Klepp er ekki hrifin af þessu framtaki og bendir á að á hverjum einasta degi fái Fretex 50 tonn af vefnaðarvöru. „Um 90 prósent eru seld úr landi, meðal annars vegna þess að meira safnast upp af fötum en hægt er að selja. Mikið af þeim fatnaði sem seldur er í verslunum með notuð föt er ónotaður. Framleiðslan er miklu meiri en eftirspurnin. Það þarf að draga úr framleiðslu og sölu á fatnaði. Sömuleiðis ætti fólk að kaupa minna af fötum og framleið- endur ættu að sjá til þess að auð- velt sé að fá lagfæringar á fatnaði sé þörf á því,“ bendir hún á. Birgitte Glette, sem er yfirmaður hjá Fretex í Osló, er hins vegar himinlifandi að fá ónotuð föt frá ByTimo en alls hefur fatamerkið gefið 350 flíkur. „Þetta eru tekjur fyrir starf Hjálpræðishersins. Ég vona að fólk velji fremur að styðja okkur en stuðla að frekari ofneyslu,“ segir hún. Markaðsstjóri ByTimo segir að fyrirtækið sé á móti ofneyslu og þeim söluþrýstingi sem fylgir Black Friday. Hún segir fyrirtækið ekki standa fyrir ofneyslu heldur selji það að mestu framleiðsluna. „Við framleiðum eftir pöntunum frá verslunum og eftirspurn. Eins og í öllum atvinnugreinum verða alltaf einhver afföll sem lítið er við að gera.“ Hinn þekkti norski útivistar- fataframleiðandi, Bergans, hvetur til sjálfbærni og að fólk láti gera við eldri flíkur á Black Friday. Þeir gefa góðan afslátt í dag á við- gerðum á fatnaði þeirra. „Þetta snýst um að fólk fari yfir þær flíkur sem það á í skápunum og athugi hvort þær þarfnist viðgerðar. Við seljum vörur sem eiga að endast lengi og auðvelt er að lagfæra ef þess þarf,“ segir samskiptastjóri fyrirtækisins. Bergans hefur boðið viðgerðir á eigin vörum í 100 ár. Í fyrra á þessum degi fengu þeir norskan tískuskóla, Esmod, til að hefja söfnun á textílafgöngum til að vinna með.“ ■ Engir afslættir en gefa fötin Norskur kjólarisi gefur fatnað til Hjálpræðishers- ins í stað þess að veita Black Friday-tilboð. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Staðreyndir ■ Um allan heim er vörubíls- farmur af fatnaði brenndur á hverri sekúndu. ■ Fataiðnaðurinn stendur fyrir um 10 prósentum af heildar- kolefnislosun heimsins. Það er meira en flugvélar og skip samanlagt. ■ Losun frá fataiðnaði mun aukast um 50 prósent árið 2030, ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða. 23 - 29 NÓV ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR JÖFURSBÁSI 4, 112 RVK S: 566-6666 12 kynningarblað 26. nóvember 2021 FÖSTUDAGURsvartur föstudagur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.