Fréttablaðið - 26.11.2021, Page 56

Fréttablaðið - 26.11.2021, Page 56
 Í desem- ber ætlum við að skiptast á að sýna frá skemmti- legum og nærandi samveru- stundum. Elín Albertsdóttir elin @frettabladid.is Leiksamfélagið á Insta- gram samanstendur af hópi mæðra sem hafa brennandi áhuga á samveru fjölskyld- unnar ásamt leik og námi barna. Fjölmargir fylgja Leiksamfélaginu og hópur- inn stækkar ört. Það er margt skemmtilegt að gerast á samfélagsmiðlum þegar eftir því er leitað. Níu mæður hafa til dæmis sett upp leiksamfélag fyrir foreldra þar sem þeir fá ýmsar hugmyndir um skemmtilegar samverustundir. „Við leggjum okkur fram við að koma með einfaldar hugmyndir og nýta efnivið sem flestir eiga nú þegar,“ segir Hlín Magnúsdóttir Njarðvík sem er ein af aðstandend- um Leiksamfélagsins. Hún segir að það hafi verið Pálína Ósk Hraundal sem fyrst hafi komið með hug- myndina. „Pálína spurði hvort við værum tilbúnar að gera eitthvað skemmtilegt saman á Instagram til að sýna frá okkar daglega lífi. Við erum allar með Instagram- reikning og nýtum hann einmitt til fræðslu og að vera upplýsandi,“ segir Hlín. „Verkefnið byrjaði sem þema- vikur þar sem við settum fram eitthvert ákveðið viðfangsefni. Við gerðum slíkan þemamánuði tvisvar sinnum og fundum allar að okkur langaði í meira, það er ótrúlegur kraftur í þessum hópi og við ákváðum því að skella okkur út í Leiksamfélagið af fullum krafti. Við erum níu mæður og búum vítt og breitt um heiminn. Okkar helsta áhersla er nærandi sam- vera með börnum, í hvaða formi sem hún getur verið. Útivera, nám, leikur, málörvun, náttúran, föndur og bakstur. Okkur langar að veita öðrum innblástur – hver á sinn hátt,“ upplýsir hún. Fyrir jólin ætla þær að vera með jóladagatal sem byrjar 1. desem- ber. „Á hverjum degi í desember ætlum við að skiptast á að sýna frá skemmtilegum og nærandi samverustundum í aðdraganda jólanna. Þar sem við erum allar Veita foreldrum innblástur í uppeldinu Krökkum finnst skemmtilegt að fleyta steinum. Það má alltaf drullumalla. Ratleikur finnst flestum skemmtilegur. Jólaföndur með fjölskyldunni. Samvera úti í náttúrunni. Að lita mynd, til dæmis handa ömmu og afa, er alltaf gaman. Hlín Magnús- dóttir Njarðvík er ein þeirra mæðra sem standa á bak við Leiksamfélagið á Instagram. MYNDIR/AÐSENDAR ólíkar þá fá fylgjendur gott tæki- færi til að skyggnast inn í daglegt líf, kynnast okkur enn betur og vonandi fá góðar hugmyndir. Við erum með tæplega 1.800 fylgj- endur og vonumst til að þeim fjölgi á næstunni,“ segir Hlín og bætir við að aðgangurinn sé ókeypis, verk- efnið sé hugsjón hjá þeim öllum. „Það er auðvitað nokkur vinna á bak við þetta en við spáum ekki mikið í það. Við erum allar metnaðarfullar og viljum vanda til verka. Þetta er gríðarlega skemmti- leg vinna sem gefur okkur mikið. Okkar draumsýn er í raun að hafa jákvæð áhrif á fjölskyldu og barnasamfélagið, veita innblástur og vera hvetjandi. Við höfum fengið góða gesti með okkur í lið á Insta gram og vonandi heldur sam- félagið áfram að vaxa og dafna.“ ■ Hverjir standa á bak við verkefnið? ■ Hlín Magnúsdóttir – málþroski, nám og að læra í gegnum leikinn ■ Pálína Ósk Hraundal – fjölskyldustundir og útivist ■ Alma Rut Ásgeirsdóttir – fjölskyldustundir, föndur og leikur ■ Sigrún Yrja Klörudóttir – leikur barna ■ Sólveig María Svavarsdóttir – heimakennsla og hæglæti ■ Guðný Valborg Guðmundsdóttir – hæglæti, sjálfbærni og náttúran ■ Sabína Steinunn Halldórsdóttir – hreyfifærni í náttúrunni ■ Hrefna Pálsdóttir – föndur, skynjun og útivera. ■ Halldóra Kristín Bjarnadóttir – fjölskyldu- stundir, útivera, föndur og bakstur. 14 kynningarblað 26. nóvember 2021 FÖSTUDAGURSVartur föStudagur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.