Fréttablaðið - 26.11.2021, Side 58

Fréttablaðið - 26.11.2021, Side 58
Sjöfn Þórðardóttir sjofn @frettabladid.is Jómfrúin fagnar 25 ára afmæli í ár og í tilefni þess ákvað Jakob Einar Jakobs- son, eigandi og veitingamað- ur, að gefa út bók um sögu staðarins og svipta hulunni af nokkrum vinsælustu rétt- unum í gegnum árin. „Jómfrúin á hug minn allan núna eins og oftast nær. Jólin byrjuðu hjá okkur fimmtudaginn 11. nóv­ ember síðastliðinn og það er alltaf töluverð en skemmtileg vinna í kringum undirbúning jólamat­ seðils,“ segir Jakob sem heldur mikið upp á þennan árstíma í veitingarekstrinum. „Ákvörðun um bókina var tekin í hálfgerðu bríaríi á Jóm­ frúnni 23. desember í fyrra þegar vinkonur okkar í Sölku bóka­ útgáfu voru hjá okkur einu sinni sem oftar. Hugmyndin um bók hefur oft verið rædd en þarna færðist ákafi í okkur, svo mikill að þær stöllur Dögg og Anna Lea skottuðust á skrifstofuna og náðu í útgáfusamning. Góðir hlutir gerast hratt og við krotuðum undir strax. Þær héldu svo svipunni að mér og höfðu í kurteislegum hótunum við mig, Óla bróður og Ómar kokk ef við vorum eitthvað að flaska á skilafrestum eða að skæla undan álagi.“ Sagan um tilurð Jómfrúarinnar Jakob heldur sérstaklega upp á einn kafla bókarinnar. „Sagan um tilurð Jómfrúarinnar. Ég er svo stoltur af pöbbum mínum að hafa fengið svona frábæra hugmynd árið 1996, fóstrað hana svo vel og undirbyggt og að lokum fram­ kvæmt. Þetta er eiginlega hin fullkomna saga af mönnum sem elta draumana sína og gefast aldrei upp.“ Hvernig er að gefa út bók á aðvent unni og vera með í jólabóka- f lóðinu? „Spennandi, maður er aðeins að læra inn á nýjan bransa. Bókin er fremur tímalaus og getur vonandi átt langan líftíma, alveg eins og Jómfrúin sjálf.“ Jakob segist ekki hafa lært smur­ brauðsgerðina líkt og faðir hans gerði, enda sé hans svið í raun meira viðskiptalega eðlis. „Því miður lærði ég ekki smurbrauðs­ gerðina líkt og faðir minn gerði, mitt svið liggur meira þegar kemur að viðskiptum. Ég er bara einhver viðskiptatútta eins og annar hver maður á þessu skeri. En ég hef ótrúlega gaman af þessu og sem betur fer gengur Jómfrúin nógu vel til þess að maður geti haft mun Fullkomin saga af mönnum sem elta drauma sína Jómfrúin er 25 ára á þessu ári. Mig langaði að sýna henni tilhlýðilega virðingu, segir Jakob Einar Jakobsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Glæsilegur jólaplatti á Jóm- frúnni sem er alltaf mjög vinsæll á að- ventunni. hæfara fólk en mig sjálfan í helstu stöðum. Sjálfur er ég þó ágætur í að hafa yfirsýnina, móta stefnuna og fylgja málum eftir, auk þess sem ég hleyp eins og hýena á vaktinni. Of mikið segja sumir nákomnir mér. Ég er lélegur hlustandi.“ Mikið jólabarn Jakob segist vera mikið jólabarn og elska jólin enn meira eftir að hann varð faðir. „Ég datt aðeins úr stuði á tímabili en þegar maður á börn, ég á eina níu ára og aðra sem verður hálfs árs þegar jólin koma, þá er svo gaman að fá að upplifa jól barnanna, alla eftirvæntinguna, spennuna sem og spennufallið og þakklætið. Jólin eru þó ekki full af jóla­ boðum og lítið um fastar hefðir hjá fjölskyldunni. Vinnan tekur sinn toll á aðventunni. Eftir lokun á Jómfrúnni á Þorláksmessukvöld er alltaf smá gill og vinaknús hjá okkur staffinu, aðfangadagur fer oftast í að undirbúa jólamatinn og jóladagur í spil og bókalestur – svo er „back to work“ á annan dag jóla.“ Jakob segir að hann og heitkona hans haldi ekki mikið í hefðir og siði í tengslum við jólin. „Hangi­ kjöt á jóladag er eina fasta hefðin. Við höfum stundum farið til Jafa og Gafa (afi Jakob og afi Guðmund­ ur) í sveitina til þeirra í Ölfusi, en annars erum við bara heima hjá okkur að njóta. Bræður mínir hafa oftast verið í mat hjá okkur hjónaleys­ unum á aðfangadagskvöld og við höfum opnað pakkana saman, en stundum fara þeir vestur í Önundarfjörð á uppeldisstað okkar Jómfrúarbræðranna þar sem foreldrar okkar búa. Það er alger sælureitur og ljúft að njóta. En keyrslan er löng þangað eftir atganginn á Jómfrúnni.“ Hluti af forréttinum á aðfangadagskvöld Eru þið mikið með danskt smur- brauð þegar heim kemur? „Stutta svarið er nei, en stundum slysast hráefni frá Jómfrúnni með heim og er hluti af forréttinum á aðfangadagskvöld.“ Áttu þér þínar uppáhalds jóla- smákökur eða -konfekt? „Ég elska sörurnar sem heit­ kona mín, Sólveig, gerir. Þær hafa aldrei klikkað. Svo er konfektið frá norsku Freyju sem heitir Kong Olav besta súkkulaðið sem til er. Það er svo royal að borða norskt konfekt um jólin. Ég get ekki sagt að jólin snúist um mat og bakstur á mínu heimili. Við hjónaleysin skiptum með okkur verkum, eldri dóttir mín er rosalegur föndrari og elskar að skreyta fyrir jólin og ég reyni að taka það með henni. Sólveig sér svo um baksturinn, við erum kannski að vinna með þrjár, fjórar sortir, og það dugar vel.“ n 16 kynningarblað 26. nóvember 2021 FÖSTUDAGURSvartur FöStudagur Tilboðin gilda til miðnættis 29. nóvember | Pantanir eru sóttar á lagerinn okkar ef ekki er óskað eftir heimsendingu Yfir 150 vörur á allt að 50% afslætti vefsala@vv.is | Skútuvogi 1c Meðal annars: FROST Wishbone fatastandar, DCW lampar, MasterLock lyklabox, Hazet verkfæravagnar, Stabila laser, Smedbo baðherbergisvörur, d line baðherbergisvörur og hurðarhandföng, FROST Herðatré, Fenix vasa- og höfuðljós, Anglepoise lampar, Yale verðmætaskápar og margt fleira. honnunarlausnir.is lykillausnir.is verkfaeralausnir.is Skoðaðu vefverslanir okkar og gerðu góð kaup! frettabladid_blackfriday_vv.indd 1 11/24/2021 3:24:26 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.