Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.11.2021, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 26.11.2021, Qupperneq 60
„Buy Nothing Day“, eða kauplausi dagurinn, er alþjóðlegur hátíðisdagur stofnaður til að andmæla neyslumenningunni. jme@frettabladid.is Listamaðurinn Ted Dave, frá Vancouver, er maðurinn á bak við kauplausa daginn. Fyrsti kauplausi dagurinn var skipulagður í Kanada í septem- ber 1992. Var markmiðið að fá fólk til að íhuga ofneysluvandann sem hrjáir nútímasamfélagið á háu stigi. Fimm árum síðar var dagurinn færður á föstudaginn eftir þakkargjörðarhátíðina í Bandaríkjunum, sem kallast öðru nafni svartur föstudagur og er einn stærsti verslunardagur í heimi. Kauplausi dagurinn er auglýstur árlega af kanadíska Adbusters- fyrirtækinu. Árið 2000 gerðist það að auglýsingar Adbusters fyrir kauplausa daginn voru bannaðar á öllum helstu sjónvarpsstöðvum Bandaríkjanna fyrir utan sjón- varpsstöðina CNN. Kauplausar hefðir Á kauplausa deginum hittist fólk og mótmælir neyslumenn- ingu samtímans með ýmsum skapandi leiðum. Meðal annars er „kreditkortaklippið“ vinsæll við- burður. Þar stendur fólk fyrir utan verslunarmiðstöðvar með skæri og skilti sem auglýsir hjálp handa fólki sem vill binda enda á skulda- halann. Þá er fólki boðið að láta bókstaflega klippa kreditkortið sitt með skærum. Önnur vinsæl mótmælaaðferð er að hópur mótmælenda ráfi um tómeygður fyrir utan verslunar- miðstöðvar líkt og uppvakningar. Þegar fólk forvitnast um hvað um sé að vera, þá tekur einn sig til og útskýrir kauplausa daginn og boð- skap hans. Kauplaus jakkaskipti er sérstök mótmælahefð í Bandaríkjunum þar sem jökkum er safnað í nóvem- ber frá hverjum þeim sem vilja gefa þá í söfnunina. Jökkunum er dreift á ýmsa staði í hverju ríki fyrir sig. Föstudaginn eftir þakkar- gjörðina, kemur fólk saman og í stað þess að munda kreditkortin á svörtum föstudegi býður það fram krafta sína við að útdeila jökkum. Þá er fólki boðið að skipta út sínum eigin jakka fyrir annan, eða einfaldlega næla sér í frían jakka úr söfnuninni. Jakkasöfnunin á uppruna sinn í Providence á Rhode Island og álíka jakkaskiptahefðir hafa myndast í Kentucky, Utah og í Oregon. Önnur hefð sem hefur myndast í kringum þennan dag er að fólk fagnar deginum með því að fara í gönguferð í náttúrunni í stað þess að kaupa sér hluti á afslætti. Kaupum ekkert á Íslandi Á Íslandi var Kaupum ekkert- dagurinn fyrst haldinn þann 24. nóvember árið 2000, en þá var það hópur af listamönnum sem tók sig saman og skipulagði dagskrá fyrir daginn í Reykjavík. Árið 2006 hvatti Landvernd Íslendinga til þess að taka þátt í Kaupum ekkert-deginum með því að kaupa ekkert á síðasta laugar- degi nóvembermánaðar það ár, þann 25. nóvember. Þá segir í auglýsingunni: „Á þessu ári, árinu 2006, hefur umræða um gróður- húsaáhrif og hlýnun jarðar náð mikilli útbreiðslu og náð eyrum bæði fjölmiðla, stjórnmálamanna og alls þorra manna. Kaupum ekkert-dagurinn er tilvalin leið til að undirstrika og benda á raun- verulegar lausnir á vandanum sem hefur skapast einmitt vegna óhóflegrar neyslu.“ Landvernd minnti þá enn fremur á mikilvægi vistvæns jólahalds og óefnislegra jólagjafa. Kauplaus jól Í stíl við kauplausa daginn er nú þegar til fyrirbæri sem kallast kauplaus jól, eða Buy Nothing Christmas. Kauplausa jólahefðin hófst óformlega þegar Ellie Clark og fjölskylda hennar ákváðu árið 1968 að afneita jólahátíðinni opinberlega. Kauplaus jól urðu að opinberu fyrirbæri árið 2001 þegar lítill hópur kanadískra mennóníta bjó til vefsíðu og gaf hreyfingunni nafnið. Adbusters-fyrirtækið hefur í nútímanum unnið að því að yfirfæra kauplausa daginn á alla jólahátíðina og hefur endurnefnt aðgerðina Occupy Xmas. ■ Kauplausi dagurinn Ert þú tómhuga uppvakningur í mollinu? Fréttablaðið/Getty Það eru líklega ekki allir jafnhamingjusamir og þetta myndarlega par þegar þeir klippa á kreditkortið til að binda enda á skuldahalann. Fréttablaðið/Getty BLACK FRIDAY 20% AF ÖLLU EINUNGIS Í VERSLUN 11:00 - 18:00 18 kynningarblað 26. nóvember 2021 FÖSTUDAGURsvartur föstudagur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.