Fréttablaðið - 26.11.2021, Page 66

Fréttablaðið - 26.11.2021, Page 66
Ég hef gert mistök, ég hef lært af þeim en ég vil samt ekki gleyma þeim. Þá sér í lagi stórum mistökum sem maður hefur gert. Ég er dómari hvar sem ég kem eða í öðrum aðstæðum í mínu daglega lífi. 40 Íþróttir 26. nóvember 2021 FÖSTUDAGUR og læri hver af öðrum. „Í þessu starfi eignast maður góða vini í gegnum samstarf og utan vallar tölum við mikið um dómgæslu og styðjum hver annan. Það undirbýr mann vel fyrir leiki.“ Undirbýr sig andlega Sigmundur er hafsjór af fróðleik í tengslum við störf sín sem dómari, hann býr að mikilli reynslu og hefur til að mynda verið valinn körfu- knattleiksdómari ársins hér á landi í fjórtán skipti. Hvað er að hans mati það helsta sem dómarar verða að huga að í sínum undirbúningi fyrir leiki? „Ég vil nú meina að það sé mjög mikilvægt að vera í góðu formi í þessu starfi og að líkamlegt ástand sé í lagi. Það sem ég hef lært og reynt að gera í gegnum árin er að undirbúa mig andlega fyrir leiki. Þó það sé kannski að baki erfiður dagur hjá þér í vinnunni eða bara í þínu daglega lífi, þá verður þú að halda því fyrir utan völlinn. Það er mikilvægt að skilja þessa hluti eftir utan vallar og láta þá ekki hafa áhrif á leikinn.“ Þá segir Sigmundur það einnig mikilvægt að huga að svefninum og sjálfur reynir hann að leggja sig í nokkrar mínútur á leikdegi. „Ef ég dreg lærdóm minn saman frá þess- um tíma mínum sem ég hef verið dómari þá myndi ég segja að svefn, næring og andlegur undirbúningur sé rosalega mikilvægt.“ Vill ekki gleyma mistökum Það er eitt sem við komumst víst ekki hjá á okkar æviskeiði og það er að gera mistök. Við gerum öll mis- tök á lífsleiðinni, þau gera okkur mannleg. Við tökum oftar en ekki meira eftir mistökum sem birtast okkur í íþróttum, annaðhvort hjá leikmönnum eða dómurum. Sig- mundur hefur gert mistök á sínum ferli sem körfuknattleiksdómari og segist vilja draga lærdóm af þeim en ekki gleyma þeim. „Mér er minnisstætt orðatiltæki sem varð eitt sinn á vegi mínum. Orðatiltækið var á þá leið að þú gerir mistök, lærir af þeim og gleymir þeim. Ég hef gert mistök, ég hef lært af þeim en ég vil samt ekki gleyma Tilviljun réði því að Sigmundur Már Her- bertsson varð dómari. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR þeim, þá sér í lagi stórum mistökum sem maður hefur gert. Ég minni stundum sjálfan mig á mistök þegar ég er að dæma leiki, ég vil hafa þau bak við eyrað svo ég geri þau ekki aftur. Þetta á kannski sérstaklega við undir lok leikja. Það hefur verið rannsakað og sýnt fram á að ein- beiting dómara fer oft niður á við sökum þreytu undir lok leikja og á slíkum stundum vil ég muna mistök sem ég hef gert til þess að halda mér á tánum.“ Sjálfur reynir Sigmundur að horfa á hvern leik sem hann hefur dæmt samdægurs áður en hann fer að sofa. „Eftir hvern einasta leik hjá mér er ég með atriði úr leiknum sem mig langar að skoða aftur. Stundum veit maður af mistökum sem maður gerði, stundum er maður í vafa, þannig að það er mjög gott að geta farið heim og fengið úr þessum hlutum skorið.“ Mörg framfaraskref tekin Sigmundur Már hefur verið körfu- knattleiksdómari frá árinu 1994 og síðan þá hafa verið tekin mörg framfaraskref í tengslum við dóm- gæslu körfuknattleiks hér á landi. Til að mynda hefur verið farið úr tveggja og yfir í þriggja manna dómarakerfi í leikjum efstu deildar karla og kvenna. „ K ö r f u k n a t t l e i k s s a m b a n d Íslands er einnig í samstarfi við ung- verskan dómaravef þar sem okkur er skylt að taka próf á tíu daga fresti. Bæði hvað varðar reglur sem við störfum eftir en einnig eru lagðar fyrir okkur klippur úr leikjum þar sem við eigum að meta atvik og kjósa réttu leiðina. Þetta er mjög gott aðhald fyrir okkur og sam- ræmir starf okkar þegar komið er inn á völlinn.“ Sigmundur segir eitt aðalvanda- mál íslenska körfuboltasamfélags- ins vera skort á dómurum. Hann vill sjá fleiri koma inn í það starf, bæði karla og konur. En ef Sigmundur fengi vald til þess að breyta eða bæta hverju sem er í tengslum við störf dómara hér á landi, hvaða yrði fyrir valinu? „Ein af þeim breytingum sem ég vildi sjá er sú að koma á lagg- irnar eftirlitsmannakerfi. Í því kerfi kæmu aðilar á leiki og segðu okkur hvað betur mætti fara. Þeir þyrftu ekki að vera á öllum leikjum en gætu komið með reglulegu millibili. Svona eftrlit myndi bæta okkar starf til muna myndi ég halda.“ Hjátrúarfullur maður Aðspurður hvort hann sé hjátrúar- fullur maður fyrir leiki segir Sig- mundur svo vera. Hann gerir sömu hlutina fyrir hvern leik sem hann dæmir. „Til dæmis reima ég alltaf skóna áður en ég fer og heilsa ritara- borðinu rétt fyrir leik. Svo er annað sem ég geri. Ég horfi alltaf aðeins upp í rjáfur á þeim húsum sem ég dæmi í áður en ég tek dómarakastið fyrir leik og hugsa um leið til þeirra sem ég sakna og eru horfnir á braut, til að mynda foreldra minna.“ Þeir eru yfir tvö þúsund leikirnir sem Sigmundur hefur dæmt á sínum ferli sem körfuknattleiksdómari. Hann segir ástina á íþróttinni helstu ástæðu þess að hann hefur dæmt svo lengi. „Ég byrjaði að æfa körfubolta í kringum tíu ára aldurinn og síðan þá hef ég ekki slitið mig frá íþrótt- inni. Hjá mér hefur þetta orðið að lífsstíl og eftir að ég varð dómari horfi ég allt öðruvísi á leikinn,“ segir Sigmundur sem segist alltaf vera að læra nýja hluti í tengslum við starf sitt. „Ég er enn þá að sjá og upplifa nýja hluti í þessu starfi. Það er það sem heldur manni gangandi í þessari íþrótt. Ég er náttúrlega mjög hlutdrægur en mér finnst þessi íþrótt bera af öðrum íþróttum. Ástin sem ég ber til hennar er mjög mikil.“ Er dómari hvar sem hann kemur Sigmundur er fyrirmynd annarra dómara hér á landi og f lottur full- trúi íþróttarinnar. Hvaða ráð myndi hann gefa körfuknattleiksdómurum framtíðarinnar? „Númer eitt er að vera faglegur í öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur. Hvort sem það er innan eða utan vallar. Þetta er svo lítið samfélag hjá okkur hérna á Íslandi, ég er dómari hvar sem ég kem eða í öðrum aðstæðum í mínu dag- lega lífi. Við verðum bara að vera faglegir í öllum aðstæðum og sér- staklega í þeim verkefnum sem við tökum að okkur. Það skiptir engu máli hvort þú ert að dæma oddaleik í úrslitum í efstu deild eða í sjöunda f lokki ungmenna, þú verður að nálgast verkefnin af sömu virðingu.“ Stuðningurinn ómetanlegur Það að vera körfuknattleiksdóm- ari á Íslandi getur falið í sér mörg ferðalög og mikinn tíma frá fjöl- skyldunni. Það er alveg á hreinu, að mati Sigmundar, að hann hefði ekki getað starfað öll þessi ár við dómgæslu án þess að hafa notið stuðnings fjölskyldu sinnar. „Ég hef fengið alveg ótrúlegan stuðning bæði frá eiginkonu minni og sonum okkar. Þessi vinna hefur í för með sér mikla fjarveru frá heim- ilinu og þá sérstaklega þegar maður hefur verið að dæma erlendis. Það er í raun ómetanlegt hversu góðan stuðning ég hef fengið frá fjölskyldu minni. Til dæmis var yngri strákurinn minn að fermast og ég átti að dæma oddaleik í undanúrslitum hjá Hauk- um og Keflavík sama dag. Ég lagði þetta fyrir drenginn minn sem gaf mér leyfi til þess að dæma leikinn og ég þurfti að sleppa eftirréttinum í veislunni. Þetta hefði kannski ekki gengið upp á öllum bæjum, en það er ómetanlegt eins og ég segi að finna fyrir slíkum stuðningi,“ segir Sigmundur Már Herbertsson, leikjahæsti körfuknattleiksdómari Íslands. n 
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.