Fréttablaðið - 26.11.2021, Side 82
Svo er síminn brotinn.
Sími af því við erum öll
í símanum. Brotinn
sími – brotin sjálfs-
mynd.
Hildur segir
myndlistarsýn-
inguna snúast
um síðasta ár.
MYND/AÐSEND
Gular fígúrur.
Hreinsun er tólf mynda sería af A3
kolateikningum.
Hildur Hermannsdóttir
heldur fyrstu einkasýningu
sína í Gallerí Schaeffers í mið-
borg Óslóar. Á sýningunni eru
málverk, vídeóverk og skúlp-
túr.
Hildur lærði grafíska hönnun í
Listaháskóla Íslands og teikningu
í Høyskolen Kristiania í Ósló þar
sem hún vann til verðlauna fyrir
frábæran árangur. Hún býr í Ósló.
Sýningin heitir Divulge/Afhjúp-
un/Røpe. Á henni eru fjórtán mál-
verk. „Ég notast aðallega við akrýl
sem grunnefni en einnig blek,
túss, lakk, sprey og gullfólíu,“ segir
Hildur. „Málverkin eru af alls kyns
fígúrum og lýsa mismunandi and-
legu ástandi, frá því að vera undir-
gefin, dæmd og hrædd, yfir í að vera
sterk, hugrökk og yfirveguð. Ég sýni
einnig sjö myndir, akrýl og leir, sem
sýna upphleyptar 3D píkur sem
koma út úr striganum. Þarna er líka
stórt verk sem er hangandi lak sem
ég hef málað og spreyjað með nafni
sýningarinnar.“
Brotinn sími
Einnig er á sýningunni sería af kola-
teikningum sem ber nafnið Hreins-
un/Purification, en það eru fyrstu
verkin sem Hildur gerði þegar hún
var að undirbúa sýninguna. Hildur
sýnir síðan þrjú vídeóverk. „Í vídeó-
verkunum vinn ég með sjálfa mig og
kynferðislega orku. Í verkinu Cream
maka ég á mig rjóma og sýni að ég er
frjáls skandinavísk kona sem getur
gert það sem hún vill. En staðreynd-
in og írónían er samt að ég er alltaf
dæmd fyrir að vera kynvera.
Í vídeóverkinu Slím er svart slím
í bakgrunni sem táknar olíu, tjöru,
leðjuna í botninum sem maður
þarf að fara ofan í og svo upp úr
til að frelsa sjálfa sig. Ég sést maka
mig í blóði og munnur með rauðum
varalit talar. Í því verki eru tilvísanir
í þekktar bíómyndir. Þarna fjalla ég
um of beldi, kynferðislegt of beldi,
ástar- og kynlífsfíkn og það að frelsa
sjálfa sig og hætta að vera hrædd.
Þriðja vídeóið er hluti af skúlp-
túrnum sem er á sýningunni og er
Upp í ljósið
og litina
af mér að endurtaka í sífellu: Fuck
you! Verkið heitir Lekandi kyn-
þokki/ Dripping Sexuality. Skúlp-
túrinn skapaði ég með sprautu-
froðu og málaði hann síðan bleikan.
Ég gerði mót fyrir síma og vídeóið
er á brotnum iPhone-síma innan í
skúlptúrnum. Þetta verk er mín mee
too-tjáning. Svo er síminn brotinn.
Sími af því við erum öll í símanum.
Brotinn sími – brotin sjálfsmynd.“
Að fylgja hjartanu
Hildur segist vera að vinna með
sjálfa sig á þessari sýningu. „Frá
árinu 2018 til 2020 var ég á hraðri
andlegri niðurleið. Mér þykir mikil-
vægt að tala um þessa hluti opin-
berlega. Það er nógu erfitt að vera
andlega veik, en það er helmingi
verra þegar maður þarf samtímis að
skammast sín fyrir það. Eftir að hafa
náð svokölluðum andlegum botni
hef ég unnið mikið í sjálfri mér, með
hjálp fagaðila, sálfræðinga, geð-
lækna, lyfja og alls kyns samtaka.
Ég er á betri stað í dag andlega séð
en ég hef nokkurn tímann verið.
Þessi myndlistarsýning snýst
um þetta síðasta ár. Hún snýst um
að koma sér upp úr hinu svartasta
þunglyndi, upp í ljósið og litina ...
að heila sjálfa sig. Að þora og fylgja
hjartanu. Hætta að vera hrædd
og ganga ekki inn í óttann,“ segir
Hildur. ■
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb
@frettabladid.is
BÆKUR
Svefngarðurinn
Aðalsteinn Emil Aðalsteinsson
Útgefandi: Dimma
Fjöldi síðna: 180
Kristján Jóhann Jónsson
Svefngarður Aðalsteins Emils er
smásagnasafn. Bókinni er skipt í
átta sögur. Fyrsta sagan hefst á apríl-
morgni 1901, í þremur sagnanna
er tímasetning í undirtitli, 1941, í
einni er talað um frétt frá 2020, einn
undir kafli hefur ártalið 2021.
Sögurnar eru nokkrum sinnum
tengdar, en textinn dregur þau
tengsl stundum í efa. Í sjávarmáli
þorps þar sem f lestar sögurnar
virðast eiga sér stað, er sandrif þar
sem margvíslegur reki skolast á
land. Þar er hús á mörkum tveggja
heima, stendur á landi, en er bundið
niður með skipsakkerum.
Þetta sandrif kallast „Svefngarð-
urinn“. Þar rekur ýmislegt góss að
landi og í því felast kannski tengslin
við bókartitilinn. Í bókinni er líka
ýmislegt góss sem rekið hefur á
fjörur höfundar .
Það er að sjálfsögðu alvanalegt
í nútímaskáldskap að draga hulu
yfir stað og tíma og ekkert við það
að athuga. Það er yfirleitt gert til
þess að lokast
ekki inni í marg-
sk r if uðum eða
sögðum sögum,
en horfa frekar
vítt yfir veröldina.
Texti Aðalsteins
Emils er oft mynd-
rænn og sterkur,
leitar svolítið inn
í hryllingssöguna.
Það þarf að grafa
„hræið af pabba“.
Sjórinn er „iðandi
í dauðum sjávar-
gróðri. Stæka rotn-
unarlykt leggur yfir
allt“. Málfar hefði
batnað við betri
y f irlestur. Menn
„rogast“ til dæmis ekki með hesta í
taumi niður af fjöllum.
En hverju hefur skolað á fjörur
höfundarins? Árið 1901 kemur ljós-
myndari í lítið þorp. Hann heillast
af því að mynda lík, með aðstand-
endum eða án þeirra. Í stuttri sögu
segir frá Eyjólfi sem málar myndir
en hrapar í gjá, sér þá heiminn á
hvolfi en nær aldrei að túlka þá
sýn í málverki. Bókin hefst þann-
ig á sögum tveggja myndasmiða
og allar sögurnar eru frekar stakar
myndir en hlekkir í frásögn, þó að
þær vísi stundum hver inn í aðra
eða minni hver
á aðra. Í annarri
sögu heyrum við
af stúlku sem er
lofuð íslenskum
spjátrungi, nær
sér í amerískan
friðil en hann
springur í loft
upp. Í sögunni
„Endur f undir“
he f u r maðu r
misst konu og
þrjú börn. Hann
k e n n i r s é r
um og þjáist,
en sy ndir nar
v i rða st ek k i
sambær ilegar
við refsinguna.
Ein saga er af bræðrum. Í skriðu-
hlaupi kemur kista föður þeirra
upp úr kafinu og það þarf að grafa
karlskrattann aftur. Faðirinn hefur
verið leiðindakurfur og er holað
niður í ónýtum kálgarði hjá göml-
um frænda.
Faðirinn stytti sér aldur áður en
hann var grafinn í fyrra skiptið og
sjálfsvíg er einnig í sögunni Hvörf.
Þar er sektartilfinning ráðandi eins
og í Endurfundum. Borgir undir
vatni er örstutt, súrrealísk saga,
þar sem veruleiki og skáldskapur
flæða saman, en lokasagan, Svefn-
garðurinn, fjallar ekki um dauða-
þrá, sjálfsvíg, framhjáhöld, sekt
og innibyrgða reiði. Þar bregst að
vísu gæfan, græðgin er banvæn og
váboðarnir rotnir og illa lyktandi,
en þar er gamall maður sem hlúir að
stúlkubarni og kallast þannig á við
ekkjuna sem lífgar drenginn í fyrstu
sögunni. ■
NIÐURSTAÐA: Áhugaverðar sögur
með skýrum mannlífsmyndum.
Útgefandinn hefði mátt styðja
betur við höfund sinn í ritstjórn og
yfirlestri.
Svefngarður í sjávarmáli
Texti Aðalsteins Emils
er oft myndrænn og
sterkur, leitar svolítið
inn í hryllingssöguna.
Hin vinsæla sýning um Ástu Sigurðar
er komin á Stóra sviðið í Þjóðleik-
húsinu. MYND/AÐSEND
kolbrunb@frettabladid.is
Sýningin Ásta, eftir Ólaf Egil Egils-
son, hefur nú gengið fyrir fullu húsi
í Kassanum frá því frumsýnt var í
haust. Vegna mikillar eftirspurnar
hefur nú verið ákveðið að færa sýn-
inguna á Stóra sviðið. Þegar er orðið
uppselt á tvær sýningar á Stóra
sviðinu, en aukasýningum hefur
nú verið bætt við.
Í þessu nýja verki er svipmyndum
af Ástu og skáldskap hennar fléttað
saman. Matthildur Haf liðadóttir
söngkona og hljómsveit Guðmund-
ar Óskars Guðmundssonar f lytja
frumsamin lög við ljóð Ástu og
endurskapa tíðarandann í tónum. ■
Ásta á Stóra sviðið
56 Menning 26. nóvember 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ