Fréttablaðið - 26.11.2021, Síða 90

Fréttablaðið - 26.11.2021, Síða 90
toti@frettabladid.is „Ég hef aldrei drepið svona mikið af fólki eins og við gerum í þessari seríu af Svörtu söndum,“ segir Bald- vin Z, sem er leikstjóri glæpaþátt- anna Svörtu sanda, en hann skrifar einnig handritið ásamt aðalleikkon- unni Aldísi Amah Hamilton og lög- reglumanninum Ragnari Jónssyni. „Þrátt fyrir það var tökutímabilið eitt það ljúfasta og yndislegasta sem ég hef tekið þátt í. Þegar maður vinnur með svona ótrúlega hæfi- leikaríku og skemmtilegu fólki sem leggur allt að veði, verður útkoman sturluð,“ segir Baldvin um þættina sem hefja göngu sína á Stöð 2 á jóla- dag. Aldís Amah leikur Anítu, þrítuga lögreglukonu, sem hrekst til starfa á æskuslóðunum eftir að hafa verið neydd til að segja upp starfi sínu í Reykjavík. Hún hefur ekki komið í þorp- ið, sem er orðið túristagildra, umkringd svörtum söndum, í fjór- tán ár, en eftir að lík ungrar konu finnst á svæðinu, kemst hún að raun um að óumf lýjanlegt upp- gjör við móður hennar er síður en svo það versta sem býður hennar, þegar eltingaleikur við mögulegan raðmorðingja sogar hana ofan í myrkan hyl fortíðar. Líkfundurinn virðist í fyrstu ekki tengjast neinu saknæmu, en þegar vinkona hinnar látnu finnst, hrakin og alblóðug í kjölfarið, tekur rann- sókn Anítu, lögreglustjórans Ragn- ars, þorpslæknisins Salomons og lögregluteymisins á staðnum, aðra stefnu. Á meðan rannsóknin vindur upp á sig endar Aníta í miðju eld- heits ástarþríhyrnings og í ljós kemur að lögreglan á staðnum hefur ekki sinnt rannsóknum sem skyldi og málið tengist hugsanlega eldri málum og mögulegum fjölda- morðingja, þannig að fortíðarupp- gjör Anítu breytist í martröð. Stöð 2 sendir fyrsta þáttinn, eins og áður segir, út á jóladag, en annar þáttur fylgir í kjölfarið strax á öðrum degi jóla. Auk Anítu eru Þór Tulinius, Stein- unn Ólína Þorsteinsdóttir, Ævar Þór Benediktsson og Kolbeinn Arn- björnsson í helstu hlutverkum. n Martröð og morð í túristagildru svartra sanda Túristagildran við svörtu sandana reynist mun hættulegri en ætla mátti, þegar lík ungrar konu finnst í sandfjörunni. Þegar svartir sandarnir umhverfis æskuslóðir Anítu verða vettvangur glæps mögulegs raðmorðingja, snýst fortíðaruppgjör lögreglukonunnar upp í martröð. Aldís Amah er bæði einn handritshöfundanna og fer með aðalhlutverkið. MYNDIR/ JULIETTE ROWLAND Glæpaþáttaserían Svörtu sandar segir frá lögreglukon- unni Anítu, sem sogast ofan í myrkan hyl fortíðar þegar hún eltist við mögulegan raðmorð- ingja á æskuslóðum sínum. Stöð 2 byrjar að sýna þættina á jóladag, en Fréttablaðið skyggndist bak við tjöldin þar sem ekki er allt sem sýnist í svartri sandfjörunni. Ævar Þór Benediktsson leikur lögreglumanninn Gústa. Þór Tulinius er reffilegur sem lögreglustjórinn Ragnar. Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir í hlutverki Elínar, móðurinnar sem Aníta getur ekki komið sér hjá því að gera for- tíðina upp við. Rannsókn morð- málsins vindur fljótt upp á sig og leiðir Aldísi á háskalegar slóðir. Kolbeinn Arnbjörnsson leikur þorps- lækninn Salomon sem kemur að rannsókn líkfundarmálsins sem á eftir að ganga mjög nærri Anítu, sem Aldís Amah Hamilton leikur. 64 Lífið 26. nóvember 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.