Heilsuvernd - 01.03.1994, Blaðsíða 10

Heilsuvernd - 01.03.1994, Blaðsíða 10
SKOKK aðar þeim sem göngunum eða skokkinu lýkur með. Eftir slíkar æfingar er gott að ljúka upphit- uninni með því að ganga rösk- lega í um það bil fimm mínútur. * Farðu mjög rólega í skokkið í byrjun. Strax og þú verður móð- ur er rétt að hægja ferðina og ganga meðan verið er að jafna sig. Skiptu um hraða, gangtu og skokkaðu til skiptis eftir því sem hentar þér hverju sinni. * Smáttogsmátteykstþoliðogþá er óhætt að skokka þá leið, sem viðkomandi ætlar sér að fara, án þess að breyta um hraða. * Mundu að það þjónar engum til- gangi að þræla sér út. Agætur mælikvarði er að verða aldrei svo móður að ekki sé hægt að tala eðlilega. * Þegar þú hefur skokkað þá leið, sem þú ætlaðir þér, þarftu að gefa þér tíma til þess að ná þér niður. Sestu ekki niður og hvíldu þig strax eftir skokkið, heldur labbaðu, fyrst rösklega en hægðu síðan ferðina. Ljúktu síð- an skokkinu með því að gera nokkrar teygjuæfingar. Það er mjög mikilvægt að sleppa ekki þessum þætti. * Klæddu þig hæfilega — ekki of mikið. * Ekki hafa útvarps-/segulbands- heyrnatól í eyrunum. Það getur verið hættulegt í umferðinni. Finndu eigin skokktækni Það mun reynast þér auðvelt að finna þá skokktækni sem hentar þér best. Hver og einn hefur sinn eigin stíl en þó er vert að huga að nokkrum grundvallaratriðum og þá ekki síst í handahreyfingunum sem hafa mikið að segja. Passaðu þig á því að hreyfa handleggina óþvingað fram og aftur þegar verið er að skokka og vingsaðu þeim ekki of langt út frá líkamanum en það gerir allar hreyfingar erfiðari. Og umfram allt reyndu að draga andann djúpt og losna við alla spennu í líkam- anum. Fólk þarf ekki að vera búið að skokka mikið og lengi til þess að finna fyrir þeirri vellíðan sem fylgir því þegar verið er að komast í betra form. En munið samt að erfiðu stund- ÞAÐ SEM GERIR ÞÉR AUÐVELDARA AÐ SKOKKA: * Rétt líkamsstelling í skokkinu. Hvorki of framhallandi né of fött. * Þú ert ekki að keppa við neinn og ert því afslappaður og óst- ressaður. * Hendumar lauskrepptar og handleggjunum ekki vingsað um of. Handleggirnir eiga að virka eins og pendúll þegar verið er að skokka. * Reyndu að velja þér skokkleið sem er sæmilega slétt og auðfar- in. * Klæddu þig eftir veðri, vindum og staðháttum. * Vertu í góðum skokkskóm. * Taktu ekki of löng skref. * Mundu að þegar þú skokkar setur þú hælana fyrst í jörðina - ekki tábergið. 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.