Heilsuvernd - 01.03.1994, Blaðsíða 33

Heilsuvernd - 01.03.1994, Blaðsíða 33
FLUGHRÆÐSLA lostinn! Að losna við flughræðslu Til eru aðferðir til þess að losna við hræðsluna sem gerir vart við sig fyrir og í hverri flugferð - aðferðir til að losna við martröðina, og hjálpa þær flestum að sögn sálfræðinga sem hafa sérhæft sig í því að hjálpa flughrædd- um. Það getur tekið tíma að losna við flughræðslu. Ekki er óalgengt að við finnum fyrir smá fiðringi í maganum þegar við fljúgum. En við hræðsluna miklu er yfirleitt hægt að losna. Árangurinn, sem næst á námskeiðum er sum flugfélögin bjóða, er vitni um það. Sálfræðingar, flugmenn og flug- freyjur með langa starfsreynslu flytja erindi og svara fyrirspumum á nám- skeiðunum. Þau em þeirrar skoðunar að tvö meginatriði liggi til gmndvallar því að þú náir tökum á flughræðsl- unni. í fyrsta lagi að þú kynnir þér vel hvernig flugvél vinnur og í öðm lagi að þú gerir þér grein fyrir því hvað það er sem orsakar flughræðslu. Ef þú veist hvað gerist þegar flug- vél er á lofti og við lendingu muntu ekki verða hræddur við eðlileg hljóð sem heyrast. Ef þú gerir þér svo grein fyrir því hvað flughræðsla er og hvemig áhrif hún hefur á þig verður mun auðveldara fyrir þig að takast á við vandann. Ástæður flughræðslu Óhætt er að segja að flughræðsla orsakist af mörgum þáttum sem síðan mynda eina heild, mikla flughræðslu. Óttinn við það að eitthvað kunni að gerast þannig að flugvélin hrapi leiðir svo til ótta við það hvað myndi koma fyrir þig sem situr í vélinni. Upphaf hræðslunnar getur legið í tilfinning- unni um að vera innilokaður og hafa ekki stjórn á aðstæðum. Sértu flug- hræddur er fyrsta skrefið ákvörðun um að þú ætlir að losna við flug- hræðsluna og þú spyrð því sjálfan þig að því hvers vegna þú sért hræddur við að fljúga. Komist þú að raun um FLYING n 1 y jai j - - - • _ ij|. / 'K En raunveruleikinn er allt annar hjá sumum. Skelfinu lostnir veita þeir minnstu hljóðbreytingu í vélinni athygli, öll hreyfing vélarinnar virðist óeðlileg og maginn er í svo miklum hnút að það er varla hægt að koma mat niður, hvað þá að njóta hans. 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.