Heilsuvernd - 01.03.1994, Side 37

Heilsuvernd - 01.03.1994, Side 37
FLUGHRÆÐSLA Strax og fólki tekst að slappa af hverfur kvíða- og hræðslutilfinningin. Það er því frumatriði að finna skýringu á hræðslunni og yfirvinna hana. inu; hvað það er sem heldur flugvél á lofti og gerir okkur kleift að lenda henni. Flugvél byggir á náttúrulög- málunum en stríðir ekki gegn þeim. „Undarlegu“ hljóðin, sem þú heyr- ir, eiga sér eðlilega skýringu. Stuttu eftir flugtak er hjólabúnaður flugvél- arinnar dreginn inn í skrokk hennar. Þá heyrast ákveðin hljóð. Ef þú gerir þér grein fyrir þessu eru litlar líkur á að þú hræðist í sama mæli og ef þú hefðir ekki hugmynd um hvað væri að gerast. Þú hefur allt að vinna og engu að tapa með því að kynna þér hvemig Ráð fyrir flughrædda Vertu góður við sjálfan þig ef þú ert flughræddur □ Veldu flugleiðir sem krefjast fárra millilend- inga. □ Undirbúðu þig vel þann- ig að þú spennist ekki upp vegna þess að þú hefur gleymt einhverju eða finnur ekki eitt- hvað. □ Hugsaðu um hvað þú borðar og drekkur. Ekki borða mat sem þér líður illa af. Ekki fá þér áfengi til þess að róa taugarn- ar. Það hefur oft þveröf- ug áhrif. □ Gott er að kyngja ef þú ert með hlustaverk. Tyggðu eitthvað eða biddu flugfreyju um nef- dropa. □ Segðu flugfreyjunni að þú sért hræddur. Hún getur orðið þér að liði. □ Sýslaðu við eitthvað á leiðinni eða í biðsalnum í flugstöðinni. Góð bók, dagblað, handavinna, krossgáta eða eitthvað annað dreifa huganum. flugvél vinnur. Ef þú þekkir til mála veistu líka að þú hefur enga ástæðu til þess að hræðast. Náðu þér í bækur um flug og flugvélar á bókasafninu eða í bókabúðinni. Aflaðu þér upplýsinga. Þegar upp er staðið ertu ábyggilega svolítið forvitinn að vita út á hvað þetta gengur allt saman. Láttu eins og þér þyki þægiiegt að ferðast í flugvél Jákvæður hugsunarháttur er einn þáttur í því að losna við flughræðslu. Reyndu að ýta burtu hugsunum eins og „ég þori ekki að fljúga“ eða „ég verð alltaf flughræddur". Gerðu allt sem í þínu valdi stendur til þess að breyta sjálfsmynd þinni þegar þú ert í flugvél. Þú getur byrjað á því nú þegar! Dragðu upp mynd af sjálfum þér eins og þú varst áður en þú fórst í flugferðina og svo mynd af því hvemig þú ert meðan á fluginu stend- ur. Gerðu eftirfarandi: ímyndaðu þér að þú sért að fara í ferðalag án þess hafa hræðsluna með í farteskinu. Skoðaðu sjálfan þig eins og þú ert þegar þú kemur til flugvallarins. Skráðu þig í flugið, skilaðu farangrin- um og sestu um borð í flugvélina án þess að finna til nokkurrar hræðslu. Þú ert ekki hræddur, þú ert ekki með öran hjartslátt og ert rósemin upp- máluð. Imyndaðu þér að þú sitir ró- legur og afslappaður í sætinu. Þú nýt- ur tilbreytingarinnar, þú hlakkar til þess að borða góða máltíð sem brátt verður borin fram. Tilfinningin er góð. Þú þarft að skapa jákvæða mynd af því hvemig er að fljúga og hvernig þér 37

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.