Heilsuvernd - 01.03.1994, Blaðsíða 40

Heilsuvernd - 01.03.1994, Blaðsíða 40
FRETTIR :í ................................................" .. 1. ÆI J' ■. C' s Nokkrir af bestu gamanleikurum Breta sjá til þess að þættimir eru ekki leiðinlegir. Kynfræðslu- þættir í sjónvarpi „Það er boðið upp á allskonar fræðsluþætti. Það þykir sjálfsagt að sýna og kenna hvernig eigi að klippa mnna, hvernig eigi að steikja kjöt eða sjóða grauta og það þykir líka sjálfsagt að bjóða fólki upp á fræðslu- þætti um heilbrigt líferni. Hvað getur þá verið á móti því að sýna fræðslu- þætti um kynlíf í sjón- varpi?“ Þannig hafa fram- leiðendur breskra sjón- varpsþátta svarað gagnrýni þeirra sem finnst það einum of mikið að fjalla opinskátt um kynlíf í sjónvarpi og telja að slíkt geti jafnvel haft skaðvænleg áhrif á ungu kynslóðina. Framleiddir hafa verið sjö fræðsluþættir um kynlíf sem sýndir hafa verið í breska ríkissjón- varpinu BBC og sýna kannanir þarlendis að vart hafa verið sýndir þættir á seinni ámm sem notið hafa jafnmikilla vinsælda. Og það sem meira er. Framleiðend- um þáttanna hefur gengið vel að selja þá til annarra landa og hafa þeir t.d. þegar verið sýndir í Sví- þjóð og Danmörku. Danir vom raunar ekki mjög hrifnir af þáttunum. Sögðu að þeir væm of íhaldssamir og að Bret- arnir fæm í kringum efn- ið eins og köttur í kring- um heitan graut. Það eina góða við þættina væri frammistaða leikaranna en nokkir af þekktustu leikumm Breta með Margi Clarke í farar- broddi komu fram í þátt- Leikkonan Margi Clarke kom fram í þáttunum og sagði þetta skemmtilegt verkefni. unum. Raunar er það ekki að furða þótt Danir hafi ekki verið hrifnir þar sem þeir telja sig vera forystuþjóð í því að opna kynlífsumræðu og þá ekki síst kynlífsfræðslu. Bresku þættimir bera samheitið „Leiðin til betra kynlífs,“ og fjalla um hinar ýmsu hliðar kynlífsins. Fyrsti þáttur- inn er um kynfæri kvenna og fullnægingu kvenna en meðal annarra þátta má nefna þætti um getu- leysi, kynlíf á efri ámm og sjálfsfróun. En þótt Danir hafi ekki verið ýkja hrifnir af þáttunum hafa þeir fengið góða dóma í breskum dagblöðum og þar er stjórnendum og framleiðendum sérstak- lega hrósað fyrir smekk- lega framsetningu, bæði í orðum og myndum. Kannski fáum við Islend- ingar að sjá þessa fræðsluþætti þegar stundir líða og getum þá lagt eigið mat á ágæti þeirra. Of mikið — of lítið af vítamínum Sumir segja að töflumar hafi nánast „tekið völdin“ í vestrænum samfélögum. Allavega njóta vítamín- pillur mikilla vinsælda og seljast þær árlega fýrir svimandi háar upphæðir, enda eiga vítamínin að gera fólk hraust og forða því frá ýmsum sjúkdóm- um. Raunar eru vísinda- menn og læknar alls ekki sammála um vítamínpill- umar. í bók sem Margar- ethe Jagerstad, sem er dósent í næringarfræði og manneldisfræði við há- skólann í Lundi í Svíþjóð, hefur nýlega sent frá sér gagnrýnir hún vítamín- pilluátið og segir það kom- ið út fyrir öll skynsemis- mörk. Hún segir að á öll- um Vesturlöndum sé fæðuval fólks það fjöl- breytt að það fái nægjan- leg vítamín úr fæðunni og það sé miklu nær að fræða fólk um hvaða fæðu það eigi að neyta en að halda vítamínpillunum að því. „Borði fólk nóg af græn- meti, ferskum ávöxtum, kommat, spagettí og mjólk fær það nægjanleg vítamín,“ segir hún. í öðm riti, sem er eftir Agnetu Yngve, sem er næringarsérfræðingur hjá Hudding sjúkrahúsinu, kveður við annan tón. Hún segir að ódýrasta leiðin til þess að halda sér hressum og heilbrigðum sé að taka vítamín og segir að þótt fæðuúrval sé nægjanlegt þá sé það engin trygging fyrir því að fólk fái nægjan- leg vítamín. Það geri fólki nákvæmlega ekkert til þótt það taki of stóra víta- mínsskamta, a.m.k. af þeim vítamínum sem em á boðstólum á almennum markaði. Ölvunarakstur alvarlegastur Bandaríkjamenn hafa löngum haft miklar áhyggjur af tíðum og mikl- um innferðarslysum þar- lendis. A undanfömtun áratug hefur mikill áróður verið fyrir bættri vunferð- armenningu og virðist hann hafa borið þann ár- angur að mikið hefur dreg- ið úr slysum. Enn hefur þó ekki tekist að stemma nægjanlega stigu við ölv- unarakstri en í mjög mörg- um tilvikum eiga ölvaðir ökumenn sök á alvarleg- ustu umferðarslysunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.