Heilsuvernd - 01.03.1994, Page 19

Heilsuvernd - 01.03.1994, Page 19
Hvað er til ráða? Sem betur fer er hægt að hjálpa „tilfinningaheftu" fólki með ýmsu móti. Best er að njóta leiðsagnar fagfólks þegar tekist er á við vanda- málið en viðkomandi getur þó líka gripið til ýmissa ráða upp á eigin spýtur. Dæmi: Lærðu hugleiðslu eða slökunar- tækni (af bókum eða hljóðsnældum) og reyndu með því að skynja betur eigin líðan. Láttu þér ekki bregða þótt þær tilfinningar, sem fyrst koma upp á yfirborðið, séu nei- kvæðar og jafnvel óhugnanlegar. Það er einungis tímabundið ástand. Vendu þig á að segja fólki hvað þú ert að hugsa í stað þess að ætlast til aðþaðlesihugsanirþínar. Efþúertí uppnámi út af einhverju skaltu segja frá því. Haltu dagbók sem þú ein/n hefur aðgang að. Reyndu að lýsa líðan þinni og hugsunum dag frá degi. Ef þú reiðist einhverjum heiftar- lega skaltu skrifa honum bréf þar sem þú lýsir tilfinningum þínum — en sendu það ekki! Geymdu bréfið og lestu það tveimur vikum síðar. Það mun koma þér á óvart að upp- götva hve dregið hefur úr reiðinni. Og spennan fékk útrás við ritun bréfsins. Ef eitthvað í fari þinna nánustu fer verulega í taugarnar á þér skaltu segja þeim frá því. Láttu óánægjuna ekki magnast innra með þér dag frá degi. Leitaðu aðstoðar hjá sálfræðingi. BÆLING = SPENNA = VEIKINDI Nú hafa læknar komist að því að fólk geti hreinlega orðið veikt af því að bæla niður tilfinningar sínar. Það myndast nefnilega spenna innra með okkur þegar við reynum að dylja líðan okkar — óholl spenna sem leitar út- rásar eftir öðrum leiðum. Slíkt álag gerir dular manneskjur líkamlega við- kvæmar en það getur komið fram með ýmsu móti. Sumir verða bak- veikir, aðrir fá útbrot eða ofnæmi og enn aðrir verða mótstöðulitlir gegn kvefi og öðrum smitsjúkdómum. Lík- ur eru jafnvel taldar á að andleg spenna geti átt þátt í hjartasjúkdóm- um eða öðrum alvarlegum sjúkdóm- um. Það getur því verið mikilvægt skref í átt til betri heilsu að losa sig við „pókerandlitið“. Öll höfum við gott af að losa um stíflumar innra með okkur en það er beinlínis lífsnauðsynlegt fyrir þá §öl- anlega dauðasynd samkvæmt þess- um kokkabókum. Með þessari uppeldisaðferð er verið að „framleiða" kalda karla upp á gamla móðinn. Hefta „karla í krapinu" sem kunna ekki að taka þátt í gleði og sorgum vina sinna, t.d. með því að faðma þá að sér. Vitanlega geta konur þó einnig verið tilfinningaheftar. Margar konur telja það bæði vandræðalegt og smekklaust að gefa tilfinningum sín- um lausan tauminn þegar annað fólk sér til. Aðrar venja sig kannski á að halda aftur af sér til þess að spilla ekki framavonum sínum. Taumlaus tilfinn- ingatjáning telst nefnilega löstur fremur en kostur úti á vinnumarkaðn- um, enda hafa karlar og viðhorf þeirra lengst af verið allsráðandi á þeim vettvangi. í uppvextinum fá margir strákar þau óbeinu skilaboð að þeir eigi að halda tilfinningum sínum leyndum. Slík bæling getur haft áhrif síðar á líf- sleiðinni.

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.