Heilsuvernd - 01.03.1994, Blaðsíða 41

Heilsuvernd - 01.03.1994, Blaðsíða 41
FRETTIR „FEÐRA- ÓLÉTTA“ Rannsóknir, sem fram hafa farið hjá Vanderbilt University School of Nursing í Bandaríkjun- um, hafa leitt það í ljós að um það bil helmingur verðandi feðra sýnir dæmigerð „óléttuein- kenni“ og stundum eru þau meiri en hjá hinum verðandi mæðrum. Hinir verðandi feður sofa oft illa, verða slæmir á taug- um og margir þeirra þyngjast verulega meðan á meðgöngu kvenna þeirra stendur. Þá er það líka tiltölulega algengt að karlmenn finni til ógleði KREM TIL VARNAR HEYRNAR- SKAÐA Svo kann að fara að í framtíðinni komi á mark- aðinn krem sem getur haft mjög virk áhrif í að laga heym þeirra sem orðið hafa fyrir heymar- skerðingu. I kremi þessu er m.a. vítamínkennda efnið retinolidsýra og er talið að það geti orðið til þess að laga skemmdar hársellur í eyrum fólks. Maðurinn er með 15.000 - 20.000 hárfmmur í hvom eyra og í mörgum tilvik- á svipuðum tíma með- göngunnar og hinar verð- andi mæður. Astæður þessa alls em sálfræði- legar og kallaðar „cou- vade“ á máli sérfræð- inganna. Nú mætti ætla að þeir verðandi feður sem fá umrædd „óléttu- einkenni" og taka virkan þátt í meðgöngunni verði betri feður en hinir sem virðast kæmlausari. En rannsóknin hjá Vander- bilt sýndi hins vegar að þarna er engin fylgni á milli og þeir, sem fundu engin einkenni, sinntu föðurhlutverkinu ekkert verr þegar bamið var komið í heiminn. um skemmast þær með aldrinum og verða óvirk- ar sem aftur hefur þau áhrif að heyrnin versnar. Hingað til hefur ekki tek- ist að lækna slíkar skemmdir en rannsóknir belgískra vísindamanna benda til þess að nefnt efni geti virkað þannig að hárfrumurnar taki aftur við sér. Vísindamennirn- ir segja að hér sé aðeins um fmmathuganir að ræða og þess sé ekki að vænta að kremið komi á lyfjamarkaðinn á næstu ámm. Enn sé þörf mikilla rannsókna og athugana á hugsanlegum aukaverk- unum. GLERAUGU GAGNAST GEGN MÍGRENI Ef fólk á vanda til þess að fá mígreniköst eða slæman höfuðverk getur verið ágætt ráð að setja upp sólgleraugu eða gleraugu með lituðu gleri þegar það sest t.d. fyrir framan sjónvarpið. Nýjar rannsóknir, sem gerðar vom við The Birmingham and Midland Eye Hospital í Bretlandi, leiddu í ljós að ákveðnir flúrgeislar virðast eiga ríkan þátt í því að fólk fær mígreni og er talið að hjá sumum geti slíkir geislar orsakað allt að 80% mígrenikasta. LEYNDARMÁL GERÐ OPINBER Þegar viðskiptareglur Evrópubandalagsins taka gildi verður öllum snyrti- vömframleiðendum gert að skyldu að greina frá því hvaða efni vömr þeirra innihalda og verð- ur að greina frá því á um- búðunum. Slíkar reglur hafa raunar verið í gildi í Bandaríkjunum um skeið en yfirleitt hafa þó snyrti- vömframleiðendur verið tregir til að framfylgja þeim og er búist við að svo verði einnig í Evrópu. Ástæðan er ofur einföld. Framleiðendurnir telja það iðnaðarleyndarmál hvaða efni þeir nota í vör- ur sínar og það er skoðun þeirra að hinar nýju regl- ur verði fyrst og fremst til þess að hindra framþróun snyrtivara. Ef einhver komi með athyglisverða nýjung verði keppi- nautarnir einnig komnir með hana daginn eftir eða svo. Hins vegar hafa framleiðendumir lýst yfir því að þeir séu síður en svo á móti því að vömr þeirra séu ofnæmispróf- aðar og telja að það sé nægjanlegt. TÖLVURNAR STRESSA FÓLK Það er ljóst að það stressar flesta mjög vem- lega þegar þeir setjast fyrsta sinni fyrir framan tölvu og eiga að fara að vinna á hana. Hið sama gildir þegar venjulegu fólki em fengin ný og óþekkt forrit í hendur sem það á að fara að vinna með. Háskólastúdentar í Luleaa í Svíþjóð hafa staðið fyrir rannsóknum á viðbrögðum fólks við tölvunotkun og leiddi hún í ljós að kortisól í blóði jókst um allt að 50% hjá flestum þeim sem stóðu frammi fyrir óþekktum verkefnum í tengslum við tölvunotkun. Kortisól er efni sem m.a. eykur nei- kvætt stress. Þá kom einnig í ljós að þeir sem höfðu jákvæð viðhorf til tölvunotkunar fyrirfram urðu ekkert síður stress- aðir en hinir. I verstu til- vikunum varð fólk bók- staflega sjúkt ef það gat ekki leyst tölvuverkefni sín á tiltölulega skömm- um tíma. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.