Heilsuvernd - 01.03.1994, Blaðsíða 4

Heilsuvernd - 01.03.1994, Blaðsíða 4
Efnisyfirlit SKOKK bls. 6 Skokk er sá þáttur heilsuræktar sem á hvað mestum vinsældum að fagna víða um lönd. Hérlendis er einnig vaxandi Qöldi fólks sem stundar skokk sér til ánægju og heilsubótar en óbh'ð vetrarveðrátta verður þó til þess að það nýtur minni vinsælda en ella. Sannleik- urinn er hins vegar sá að það eru sárafáir dagar á ári sem ekki er hægt að stunda skokk hérlendis ef vilji og áhugi eru fyrir hendi. I grein blaðsins um skokkíþróttina eru gefin nokkur góð og heillavænleg ráð. KYNLÍFSFÍKLAR bls. 13 í augum flestra eru ást og kynlíf tvær grein- ar af sama meiði. En allstór hópur fólks á við erfiðleika að stríða í kynlífinu. Hugsun þessa fólks snýst fyrst og fremst um að komast yfir sem flesta rekkjunauta og það á oft í mikilli innri baráttu og tilfinningakreppu. Fjallað er um eðli kynlífsfiknarinnar og ráð til þess að losna undan henni. KVEF bls. 21 Kvef er sá kvilli eða sjúkdómur sem flestir eða allir íslendingar hafa kynnst af eigin raun og fá jafnvel á hverju ári. Það eru til ýmis góð ráð til þess að losna við kvef eða gera sér það léttbærara og um það er fjallað í grein í blaðinu. ERMJÓLKGÓÐ? bls. 24 Ólafur Sigurðsson matvælafræðingur ritar grein í blaðið um mjólk og mjólkurafurðir þar sem m.a. kemur fram að þótt framboð hafi aukist á plbreytilegum mat á íslandi halda mjólkin og afurðir úr henni enn sama gildi og áður og eru ómissandi þáttur í fæðukeðj- unni. NEYSLA FITURÍKRAR FÆÐU bls. 28 Talið er að neysla mettaðrar fitu sé of mikil á íslandi, rétt eins og í flestum öðrum velferð- arþjóðfélögum. Vert er fyrir fólk að vera á varðbergi og haga fæðuvali sínu þannig að það dragi úr áhættunni á sjúkdómum sem geta fylgt of mikilli fituneyslu. FLUGHRÆÐSLA bls. 32 Fjölmargir hafa fundið til flughræðslu og fyrir suma er tilhugsunin um að fara í flug- ferð skelfileg og á meðan á flugferðirtni stendur er þetta fólk oft algjörlega miður sín. Minnsta hljóðbreyting í vélinni eða ókyrrð í lofti verður til þess að flughræddir telja sína síðustu stund vera að renna upp. Það eru margar ástæður fyrir flughræðsl- unni og það eru líka til mörg ágæt ráð til þess að yfirvinna hana. íþróttir hafa víðtæk áhrif á unglingana Birtar hafa verið niðurstöður úr umfangsmikilli könnun, sem unnin var á vegum félagsvísindadeildar Háskóla íslands, þar sem kannað var hvaða áhrif hreyfing og íþróttaiðkun hefðu á lífsviðhorf og ákveðið hegðunarmynstur unglinga. Út af fyrir sig koma niðurstöður könnunarinnar ekki ýkja mikið á óvart en þær eru athyglisverðar og staðfesta, svo ekki verður um villst, hversu mikið það hefur að segja að ungt fólk tengist íþróttastarfinu á einn eða annan hátt og hve jákvæð áhrif það hefur. Meginkjarninn í niðurstöðum könnunarinnar er sá að íþróttaiðkun ung- menna hefur víðtæk áhrif á þau. Sú staðreynd blasir við að unglingar, sem iðka íþróttir, reykja, drekka eða nota vímuefni miklu síður en þeir sem ekki eru í íþróttum. Sjálfsvirðing unglinganna vex með íþróttaiðkuninni og það, sem kannski er hvað athyglisverðast, er að það tengist ekki því beint að keppnisár- angur náist. Aukin sjálfsvirðing virðist aftur beina unglingunum inn á réttar brautir og verður líka til þess að þau ná betri námsárangri. Það er því firra, sem sumir halda fram, að unglingar, sem eru „á kafi í íþróttum", eyði of miklum tíma frá náminu í íþróttirnar. Vitanlega kunna þar að vera undantekningar á en meginreglan er sú að íþróttaiðkun verður til þess að betri námsárangur og einbeiting í námi nást. Stundum heyrist sú gagnrýni að allt of miklum peningum sé eytt til uppbygg- ingar íþróttaaðstöðu og íþróttastarfs. Þeim, sem slíku halda fram, væri hollt að kynna sér niðurstöður umræddrar könnunar. Þær benda, þvert á móti, til þess að seint verði þar ofgert og að fáar fjárfestingar skili í raun betri arði en íþróttamannvirki og fátt beri betri vexti en þeir fjármunir sem lagðir eru í íþróttastarfið. Hafa ber í huga að það eru mikil þjóðfélagsleg verðmæti, sem erfitt er að mæla í krónum og aurum, ef æska landsins nýtur aukins öryggis og tekst að forðast þá þröskulda sem því miður of margir hrasa um. Astæða er til þess að hrósa uppbyggingu íþróttastarfs á íslandi. Það hefur eflst til muna á síðustu áratugum og nær nú til mun fleiri en áður. Margir hafa lagt hönd á plóginn við þá uppbyggingu og má til fyrirmyndar teljast hvernig sjálfboðaliðastarfi og opinberum stuðningi hefur verið háttað. En umrædd könnun sýnir hins vegar að fyllsta ástæða sé til þess að gera enn betur. Það þarf að beina enn fleiri ungmennum inn í íþróttastarfið, þeirra sjálfra vegna, og beita til þess öllum tiltækum ráðum. Þannig væri unnið virkt forvamarstarf sem ekki aðeins yrði til þess að þjóðin yrði heilsuhraustari og heilbrigðari heldur líka til þess að fleirum liði betur og þá einkum unglingunum sem oft eiga við margþátta vandamál að etja. HEIISUVEMD 4. tbl. 1993 48. árg. RITSTJÓRI: SteinarJ. Lúðvíksson. FULLTRÚI NLFÍ í ritstjóm: Gunnlaugur K. Jónsson. FAGLEG RÁÐGJÖF: Guðmundur Bjömsson yfirlæknir AUGLÝSINGASTJÓRI: Erla Harðar STJÓRNARFORMAÐUR: Magnús Hreggviðsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Halldóra Viktorsdóttir VERÐ í ÁSKRIFT: kr. 398,00 pr. eintak Ef greitt er með greiðslukorti kr. 358,00 pr. eintak. VERÐ í LAUASÖLU: Kr. 495,00 nWSK Blaðið er unnið í G. Ben. prentstofu hf. ÚTGEFANDI: FORSÍÐUMYND: FRÓÐI HF. í samvinnu Gunnar Gunnarsson. við NLFÍ 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.