Heilsuvernd - 01.03.1994, Blaðsíða 17

Heilsuvernd - 01.03.1994, Blaðsíða 17
Þótt kynlífsfíklar virðist oft öruggir með sig og „töff“, eins og það er stundum kallað, líða þeir oft hálfgerðar sálarkvalir og þurfa á aðstoð sérfræðinga að halda, rétt eins og aðrir fíklar. sjúka. Það sé raunar fyrsta skrefið að makinn skilji að þama sé um sjúkleika að ræða sem báðir aðilar verði að leggja sig alla fram til þess að vinna bug á. Vitna má í aðra skýrslu úr viðtölum Cames við sjúkling. Um var að ræða fertugan karlmann sem sagði m.a.: „Samfarir hafa alltaf verið það mik- ilvægasta í lífi mínu. Og þegar ég hafði komist yfir eina konu fór ég alltaf að hugsa um aðra. Þegar ég gifti mig liðu ekki nema tíu dagar þangað til ég var farinn að k'ta í kringum mig eftir fóm- arlambi. Næstu tvö árin stóð ég í kyn- ferðissambandi við fleiri konur en ég hef tölu á. Ég var þjakaður af sektar- kennd en gat samt sem áður ekki hætt. Vitanlega varð eiginkona mín mjög óhamingjusöm en svo fór að lok- um að hún samþykkti að við byggjum í því sem kalla má „opnu hjónabandi". Það gekk heldur ekki og hún skildi við mig og þar með missti ég samband við bömin okkar sem var mér óendan- lega sárt. Sagan endurtók sig. Ég kvæntist einni vinkonu minni en eftir nokkra daga var ég farinn að halda fram hjá henni. Öðm hverju reyndi ég allt, sem ég gat, til þess að brjóta upp þetta lífsmynstur mitt. Ég keypti klámblöð og lét hugann reika. En samt sem áður gat ég ekki haldið mig frá öðrum konum. Nýja konan mín komst að þessu og við ákváðum að flytja - skipta um umhverfi. Það gekk vel í nokkra daga en síðan sótti allt í sama horf og áður. Konan mín vaktaði mig. Hún leitaði að klámblöðum í skúffunum hjá mér og var stöðugt að argast í mér sem varð til þess að sektarkenndin magn- aðist og mér leið mjög Ola. Svo féll sprengjan. Komið var að mér á vinnu- staðnum þar sem ég var að hafa mök við eina samstarfskonu mína og ég var umsvifalaust rekinn úr vinnunni. Þetta varð til þess að mér varð ljóst að ég varð að leita mér aðstoðar sál- fræðings. Ég og konan mín fórum bæði í meðferð og það varð til þess að ástandið batnaði verulega. Eg ein- beindi huganum að öðru en áður og hún hætti líka að vakta mig og tor- tryggja mig endalaust. Þetta voru fyrstu skref okkar til þess að sigrast á vandanum. Patrick Carnes segir að það sé álíka erfitt að venja sig af kynfíkn og annarri fíkn, eins og t.d. tóbaki og áfengi. í raun séu það afar fáir sem megni slíkt án aðstoðar frá sálfræði- menntuðu fólki eða geðlæknum. Læknismeðferðin felist fyrst og fremst í einskonar heilaþvotti því að fólk læri að þekkja sjálft sig, skil- greina vandamál sín og að byggja upp tilfinningalíf sitt. Læra að elska sjálft sig og aðra. Iiiiiiliiil 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.