Heilsuvernd - 01.03.1994, Blaðsíða 38

Heilsuvernd - 01.03.1994, Blaðsíða 38
FLUGHRÆÐSLA Listin að slappa af □ Við spennumst upp þegar við erum hrædd og afleiðingin er enn óþægilegri líðan. Til- einkaðu þér því nokkur atriði til þess að geta slappað af. Eftirfarandi atriði er gott að hafa í huga þegar farið er í ferðalag með flugvél. Þau hjálpa þér að slappa af bæði andlega og lík- amlega. Æfðu þig heima. □ Lokaðu augunum og andaðu rólega. □ Krepptu annan hnefann eins fast og þú getur og slakaðu síðan á. Andaðu frá frá þér. □ Farðu síðan í ferðalag um líkamann. Spenntu hvern vöðvahópinn á fætur öðrum og slakaðu svo á: Fætur, leggi, læri, sitjanda, magann, hrygginn, handleggi og axlir. □ Láttu líkamann síðan slappa fuilkomlega af þegar þú ert búinn að spenna hvern vöðvahóp um sig. Andaðu djúpt og rólega... Það er ótrúlega gott... líður í flugvél. Hugsanagangur eins og hér er lýst er ágætis æfing í því. Þjálf- aðu hæfileikann til jákvæðrar hugsun- ar. Þegar þú er kominn það langt að þú getur hugsað til flugferðar án þess að fyllast af skelfingu hefur stórt skref verið stigið. Flugið verður æ tæknivæddara og það þýðir um leið aukið öryggi. Tæknin sér til þess að flugmennirnir „sjái gegnum holt og hæðir“ ef því er að skipta. Brjóttu upp gamla hugsanaferlið Mikilvægt er að bijóta það hugs- anaferli og spennu sem gera það að verkum að þú finnur til flughræðslu. Ekki hugsa á þann hátt sem þú hefur gert áður. Þegar þú ert kominn inn í flugvélina og finnur óttann gagntaka þig skaltu spyrja sjálfan þig við hvað þú sért hræddur. Kannski svarar þú spuring- unni þannig að þú hafir á tilfinningunni að flugvélin muni hrapa. Hún hristist svo einkennilega. Þá skaltu rifja upp að slíkt sé mjög óvenjulegt og að hristingurinn, sem þú finnur, eigi sér mjög eðlilegar skýringar. Ef þér gengur illa að sannfæra sjálfan þig skaltu spyrja flugfreyju. Reyndu einnig að komast að raun um það hvort flughræðsla þín tengist nokkuð því að fljúga. í mörgum tilfell- um er svo ekki og þá verður þú að brjóta upp gamla hugsanaferlið til þess að komast yfir hræðsluna. Einnig er möguleiki á því að ómeð- vitað tengir þú það að fljúga við eitt- hvað annað, eitthvað sem gerir þig órólegan og spenntan. Það getur verið hvað sem er, t.d. erfiðleikar í viðskiptum, ástarsorg o.s.frv. Van- Kðan af ýmsum toga getur verið grundvöllur flughræðslu þinnar. Þú verður að brjóta þetta hugsanaferli til þess að losna við óttann. Óþægilegu aðstæðurnar, sem eitt sinn voru og leiddu til flughræðslu, kunna að hafa verið tímabundnar og ekki í gildi leng- ur. Hættu því að hugsa um þær. Styrkur hugans Hugsanirnar stjóma tilfinningunum og þær leggja einnig grunninn að þeim tilftnningum sem þú hefur. Þú getur lært að hugsa á ákveðinn hátt, um ákveðið málefni eða að dreifa hugan- um. Styrkur hugans er ótrúlegur. Þú getur stjómað hugsunum þín- um. Prófaðu sjálfur á eftirfarandi hátt: — Hugsaðu um eitthvað þægilegt sem gerðist í gær. Hugsaðu um fal- legt hús eða um stað sem þér líður vel á. Skoðaðu öll smáatriði myndarinnar sem þú dregur fram í hugann. — Hugsaðu síðan um eitthvað sem hefur vakið athygli þína, t.d. fréttir í útvarpi, sjónvarpi eða blöð- um. Einbeittu þér að þessu um stund. Hvað var það aftur sem stjórnmála- maðurinn sagði? Hvað var í fréttunum um daginn um ástandið í Suður-Am- eríku, Englandi, eða í einhverju öðm landi? — Hugsaðu síðan um einhveija íþrótt sem þér finnst gaman að, góða bók sem þú hefur nýlega lesið eða eitthvað annað sem gefur þér þægi- lega tilfinningu. 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.