Heilsuvernd - 01.03.1994, Blaðsíða 46

Heilsuvernd - 01.03.1994, Blaðsíða 46
FRETTIR HVÍLDIN GÓÐ Sænskar rannsóknir hafa leitt í ljós að það get- ur haft mjög mikil áhrif á konur, sem þjást af alls- konar streitusjúkdóm- um, að dveljast um skeið á heilsustofnunum eða heilsuhótelum. Rann- sóknin byggði á athugun- um á 2.000 konum og náði yfir tíu ára tímabil. Helsta niðurstaðan var sú að þær konur, sem „fórnuðu“ tíma til þess að dveljast á heilsustofnun- um um skeið, voru al- mennt við betri heilsu en hinar. Þær þjáðust sjaldnar af of háum blóð- þrýstingi og offitu og voru almennt betur á sig komnar. Astæðan er talin einföld. A heilsustofnun- unum höfðu þær lært ým- islegt um heilsu sína, mataræði og líkamsæf- ingar sem þær síðan nýttu sér þegar dvölinni þar lauk. FÉLAGSLEG HJÁLP MIKILVÆG Nýjar athuganir, sem framkvæmdar voru hjá Stanford háskólanum í Bandaríkjunum, hafa leitt í ljós að það sé mjög mikilvægt fyrir konur, sem fá brjóstakrabba- mein, að leita ráðlegg- inga hjá stuðningshópum sem til eru víða fyrir kon- ur sem fá þennan sjúk- dóm. I ljós kom að lífslík- ur kvenna, sem það gera, virtust meiri og líðan þeirra betri meðan á krabbameinsmeðferðinni stóð. Og þótt konumar lifðu ekki sjúkdóminn af var líftími þeirra, sem fengu félagslega hjálp, að jafnaði átján mánuðum lengri en hinna sem ekki leituðu sér slíkrar að- stoðar. LÁRÉTT HUGSUN OG LÓÐRÉTT Ef fólk vill verða virkt og hugmyndaríkt er talið ráðlegt fyrir það að leggj- ast flatt á gólfið eða í rúm. Nýlegar bandarískar rannsóknir hafa leitt það í ljós að fólk á auðveldara með að einbeita sér og virkja hugsun sína ef það er lárétt heldur en ef það er lóðrétt. Hins vegar bendir sama rannsókn til þess að fólk verði óákveðnara og eigi erfið- ara með að taka skjótar ákvarðanir ef það liggur fyrir. Því er um að gera að leggja sig, hugsa málin en spretta síðan á fætur og taka ákvörðunina! KALKTAKA NAUÐSYNLEG Margar konur eiga við úrkölkun í beinum að stríða, sérstaklega þegar kemur fram yfir breyting- araldurinn. Þegar fram- leiðsla líkamans á östró- geni minnkar minnkar kalkinnihald beina. Þetta leiðir aftur til þess að beinin verða stökkari og beinbrot em algengari hjá rosknum konum en rosknum körlum og koma þar lærbrot og handleggs- brot einkum við sögu. Miklar rannsóknir á úr- kölkun hafa átt sér stað víða um lönd og niður- stöður þeirra kannana hafa verið dálítið misvís- andi. Nú hafa vísinda- menn í Auckland háskól- anum birt niðurstöður úr viðamikilli könnun sem þeir gengust fýrir. Þeir gáfu konum, sem vora að byrja að fá úrkölkun, stóra kalkskammta og reyndist það leiða til þess að úrkölkunin minnkaði eða hætti hjá flestum. En til þess að svo stór skammtur, sem þeir gáfu (1 gramm af kalsíum á dag), virkaði þurftu kon- urnar einnig að taka D- vítamín sem auðveldaði líkamanum að vinna úr kalkinu. GOTT SAMBAND STUÐLAR AÐ ÖRYGGI Börn, sem ná ekki góðu sambandi við foreldra sína, em almennt talin kæmlausari en þau sem tala mikið við foreldrana og þiggja ráð þeirra. Kæmleysið kemur fram í mörgum myndum og þá ekki síst í því að börnin nota síður öryggishjálma þegar þau ferðast á mót- orhjólum og bílbelti þegar þau em í bílum. LYKTNÆMI Á sumum sviðum standa konur körlum tví- mælalaust framar. Það á a.m.k. við um lyktarskyn en staðreyndin er sú að konur hafa mun næmara lyktarskyn en karlar. Bæði finna þær daufari lykt og eins fleiri lyktar- afbrigði. Talið er að lykt- arskyn kvenna sé sér- staklega næmt á þeim tíma sem egglos verður hjá þeim. 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.