Heilsuvernd - 01.03.1994, Blaðsíða 27

Heilsuvernd - 01.03.1994, Blaðsíða 27
M)OLK andi efnum fæðunnar hafi komið úr mjólk. MYSAN Mysa var til foma notuð sem svala- drykkur og rotvamarefni til að sýra matvæli. Magnús Stephensen segir frá því að „Þurrabúðarfólk við sjávar- síðuna geti ekki haldið heilsu og kröft- um á fiskinum einum ef það hafi ekki nema vatn með honum, en hafi það sým með fiskinum, haldi það fullri heilsu og kröftum." Gulgrænn litur mysunnar er ein- mitt vegna B2-vftamínsins; ríbóflav- íns. Ýmis bætiefni mysunnar berast í matvælin sem eru geymd í henni. En mysan hefur ekki aðeins átt drjúgan þátt í að halda lífinu í landanum á erfið- um tímum heldur var hún vinsæll svaladrykkur. Mysan var án efa þjóð- ardrykkur íslendinga. í seinni tíð hef- ur á ný færst í vöxt að nota mysu við ýmis tækifæri. Fiskur soðinn í mysu er t.d. af mörgum talinn algert sæl- gæti. HOLLAST í HEIMI - ÍSLENSKA SKYRIÐ? Það er ekki ofsögum sagt að skyr sé einn af þjóðarréttum okkar. Út- lendingar eru einnig margir stórhrifn- ir af því. Islendingar neyta skyrs í ríkum mæli nú, ekki síður en fyrr á öldum. I áðumefndri bók Skúla V.Guðjóns- sonar segir: „Sá mjólkurmatur, er mest er um vert var skyrið, norrænn þjóðarréttur. ... svo virðist sem skyr hafi verið tíðasti mjólkurrétturinn, svo tíður að það var jafnvel étið dag- lega, annað hvort eitt matar eða í hræring. Á íslandi hefur þessi matar- venja haldist hingað til.“ En gefum vísindamönnunum orðið. í skýrslu Rannsóknastofnunar land- búnaðarins frá 1983 segir: „Rannsókn þessi er sú langítarleg- asta og nákvæmasta sem fram hefur farið á íslenskri mjólk og mjólkuraf- urðum ... um ákaflega mikilvægar rannsóknir er að ræða og verður gildi þeirra seint ofmetið. ... Jafnframt sýnir rannsóknin að hinar séríslensku afurðir, og þá sér- staklega íslenska skyrið, era fremstu mjólkurafurðir í heiminum hvað snertir næringargildi." Þótt fólk þambi ekki mjólk dagsdaglega kemur hún víða við sögu í daglegri fæðu, m.a. sem útálát grauta og morgunkoms. Á öðrum stað segir: „Ljóst er að magn B-vítamínanna er um það bil helmingi meira í skyrinu en í mjólk- inni.“ Það skal því engan undra að lyft- ingamenn og aðrir afreksmenn í íþróttum líti á skyr sem nauðsynlegan hvítu- og bætiefnagjafa og borði það ótæpilega eins og fomkappamir áður fjrr. SÚRMJÓLKIN Áður fyrr voru engir kæliskápar og eina leiðin til að geyma mjólkina var að sýra hana. Þannig fengust súr- mjólk, skyr og allskyns sýrðar mjólk- urafurðir. Nú á dögum er súrmjólkin vinsæll spónamatur eða hver hefur ekki feng- ið súrmjólk í morgunmat eða í hádeg- inu? Það er ekki aðeins að súrmjólkin innihaldi sömu bætiefnin og mjólk heldur er hún léttari í maga því mjólk- ursýrugerlamir hafa þegar hafið nið- urbrot hvítunnar. Þegar fólk eldist reynast ýmis matvæli tormeltari en áður og ýmsar breytingar eiga sér stað í meltingarvegi, meðal annars fækkun mjólkursýrugerla. Hjá ung- bömum er meltingarvegurinn enn að þorskast. Hvítan í súrmjólkinni er léttmeltari fyrir unga og aldna, sem þurfa gott byggingarefni til vaxtar og viðhalds, en ýmis önnur matvæli. Mjólkursýrugerlarnir gegna einnig mikilvægu hlutverki fyrir meltinguna. Þeir dafna vel í meltingarveginum og halda þar áfram að mynda mjólkur- sým sem er náttúrulegt rotvarnarefni sem ver okkur meðal annars fyrir sýklum og hjálpar einnig til við nýt- ingu sumra bætiefna. Ýmsar gerðir af sýrðri mjólk eru fáanlegar. Einnig má kaupa mjólkursýrugerla í töfluformi til að sá þeim daglega í meltingarveginn og vinna þannig gegn sýkingu á ferða- lögum. Hins vegar em gæði þessara taflna talin mjög mismunandi. Af framansögðu má vera ljóst að mjólkurvörur eru enn mikilvægur hluti af mataræði okkar. Við ættum að hafa lært af aldalangri reynslu að það er óþarfi að óttast mjólkurvörur séu þær hluti af annars fjölbreyttu fæði. 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.