Heilsuvernd - 01.03.1994, Blaðsíða 22

Heilsuvernd - 01.03.1994, Blaðsíða 22
KVEF gegn kvefveirunum minni og því er nauðsynlegt að huga vel að því að vera vel búinn þegar farið er út í kulda. Sérstalega ætti fólk að huga að þessu þegar það fmnur að það er að kvefast. En þótt kvefpestir séu oftast svo vægar að fólk vinni sjálft bug á þeim og í flestum tilvikum sé óþarft og í raun tilgangslaust að leita læknis þá er vert að huga að því að til eru mörg gömul og ágæt húsráð sem geta hjálp- að og ýmist komið í veg fyrir að fólk fái kvef eða þá gert pestina vægari og léttbærari. Klæddu þig vel Fyrsta boðorðið er að láta sér ekki verða kalt. Eins og áður segir orsakar kuldi ekki kvef en mótstöðuafl líkam- ans getur minnkað verulega ef fólki er kalt og þar með eiga kvefveirurnar greiðari aðgang og geta vaknað til lífs- ins. Ef fólk er að fara út í kulda er alltaf sjálfsagt að klæða sig vel en þó eink- anlega ef kvefpestir eru að ganga eða fólk fmnur að það er að byrja að kvef- ast. Þá er um að gera að klæða sig í nokkrar flíkur, hverja utan yfir aðra. Loft á milli fatanna gerir það að verk- um að betri hiti helst á líkamanum. Þá er vert að minna á það að þannig Minnkaðu smit- hættuna * Reyndu að komast hjá snertingu við það fólk sem er kvefað. * Taktu ekki um hluti eða annað það sem kvefað fólk hefur haldið á. * Reyndu að forðast að heilsa þeim sem er kvef- aður með handabandi. í mjög mörgum tilvikum smitast kvef einmitt á þann hátt. * Þvoðu þér oft um hendur og andlit. Þegar þú ert að kvefast * Hægðu ferðina. Reyndu að komast hjá miklu álagi í vinunni og á heim- ili þínu. * Reyktuekkiogreynduað forðast staði þar sem aðr- ir reykja. * Drekktu mikið af heitum vökva, t.d. jurtate, hun- angste og sítrónusafa. * Settu strax í gang „áætl- un“ um hvernig þú ætlar að komast hjá því að verða veik/ur af kvefinu. llllllllli kemst einnig raki, sem líkaminn myndar, betur út. Flestir svitna þegar þeir eru úti að ganga, þótt ekki sé gengið nema á milli húsa, og ef svitinn eða líkamsrakinn á greiða leið út er síður hætta á að fólki verði kalt. Ef fólk klæðir sig þannig er líka síður hætta á því að því verði of heitt eins og getur skeð ef það klæðir sig í eina, efnismikla flfk. Að bregðast skjótt við. Það er um að gera að bregðast skjótt við ef fólk finnur að það er að kvefast. Bíðið ekki með aðgerðir uns kvefið hefur náð sér á strik. Um leið og fyrstu einkenna verður vart er sjálfsagt að setja „hernaðaráætlun" í gang því þannig getur fólk jafnvel kveðið kvefveirumar algjörlega nið- ur. Hvernig væri að borða hvítlauk Það hefur löngum þótt gott ráð gegn kvefi að borða hvítlauk. Sumum finnst raunar hvítlaukur vondur og lyktin af honum þannig að það sé ekki hægt að neyta hans en það eru ýmis ráð til jafnvel fyrir þá sem ekki teljast hvítlauksætur. Ahrifamest er talið að taka 3-4 hvít- lauka og jafnvel enn fleiri, pressa laukana eða mala og blanda þeim út í glas með heitri mjólk eða hunan- gsvatni. Sjálfsagt er að fá sér þannig hvítlauksseiði að minnsta kosti tvisv- ar á dag. Ef fólk getur ekki hugsað sér að borða hvítlauk á þennan hátt er vert að benda á að til eru hvítlaukspillur sem ekki er mikil lykt af. Til þess að pillumar geri sama gagn og hvítlauks- kássan, sem áður er minnst á, þarf að taka margar pillur daglega. Sítrónusafi C-vítamín hefur löngum verið talið virkasta „meðalið“ gegn kvefi og sjálfsagt er að auka verulega notkun þess ef kvef er að sækja að fólki. C-vítamínið er talið styrkja slímhúð í nefi og hálsi og því eiga kvefveirurnar ekki eins greiðan aðgang að slímhúð- inni. Gott ráð getur verið að drekka að minnsta kosti sex glös af hreinum sí- 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.