Heilsuvernd - 01.03.1994, Side 28

Heilsuvernd - 01.03.1994, Side 28
FISKNEYSLA Nevtift minni — veljið rétta fitu Á Vesturlöndum er um 40% af hitaeininganeyslunni í formi fitu. Samsvarandi tala fyrir þróunarlöndin er 12%. Tíðni hjarta- og æðasjúk- dóma og krabbameins í þró- unarlöndunum er hlutfalls- lega lægri en á Vesturlönd- um. Ekki er hér verið að halda því fram að Vestur- landabúar ættu að temja sér matarvenjur þróunarland- anna vegna þess að þar er vannæring því miður mjög al- geng. Vitanlega geta ýmsir aðrir þættir líka leikið þarna stórt hlutverk, svo sem um- hverfi, erfðir og loftslag en samhengið á milli minni fitu- neyslu og tíðni sjúkdóma hlýtur hins vegar að vekja menn til umhugsunar. í ljós hefur komið að það dró úr tíðni hjarta- og æðasjúkdóma í Noregi og í Danmörku á meðan á þýska her- náminu stóð. Sama þróun átti sér stað Fjöldi algengra sjúkdóma, eins og hjarta- og æðasjúkdóma, og krabbamein geta verið í miklum mæli afleiðing rangra matarvenja. Ekki er vafi á því að mörgum liði betur ef þeir hugsuðu aðeins meira um matarvenjur sínar. í Englandi á stríðsárunum. Skýringar- innar er helst að leita í þeirri stað- reynd að á þessum tímum var fæðu- val minna og fólk neytti magurra fæðutegunda í auknum mæli. Eftir að stríðinu lauk jókst velmegun á ný og einnig tíðni hjarta- og æðasjúkdóma. Jafnframt hefur komið í ljós að heildarmyndin hefur breyst í takt við vaxandi velmegun þannig að tíðni hjartasjúkdóma og krabbameinstil- fella eykst eftir því sem velmegun eykst og matarvenjur breytast. Ein af ástæðum þess getur verið sú að við neytum of mikillar fitu. Auðvitað eru reykingar, hreyfingarleysi og erfða- eiginleikar einnig afgerandi þættir hér. Á sama tíma og við kaupum sífellt minna brauðmeti eykst salan á ýms- um tegundum áleggs. Kartöfluneysla er nú helmingi minni en hún var fyrir fimmtíu árum, þ.e.a.s. ef frá er skilin neysla á kartöfluflögum. í þeirri teg- und kartöfluflagna, sem nú eru fram- leiddar, þ.e. mjög þunnar flögur, eru helmingi fleiri hitaeiningar en í gömlu, þykku tegundinni! Erlendar matreiðsluvenjur Með auknum ferðum almennings til útlanda hefur áhugi á erlendri mat- argerðarlist aukist. Ýmsar nýjar mat- artegundir er nú að finna sem viðbót við hefðbundinn mat okkar, t.d. pizzur, hamborgara, kebab og kín- verskan mat. Erlendi maturinn er ef- 28

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.