Heilsuvernd - 01.03.1994, Síða 39
FRETTIR
Þungarokkið
skaðlegt
Ef marka má niður-
stöður úr rannsókn-
um, sem fram fóru við
Boston háskólann í
Bandaríkjunum, getur
það verið beinlínis
heilsuspillandi að
hlusta of mikið á
þungarokk. Sjúkdóm-
urinn lýsir sér í því að
sjúklingurinn fær
mjög slæm höfuð-
verkjaköst og ósjálf-
ráða taugakippi, bæði í
höfði og í útlimum.
Það, sem varð til þess
að farið var að kanna
þetta mál sérstaklega,
var að umræddur sjúk-
dómur virtist einkum
herja á ungmenni og
þá ekki síst unglinga á
aldrinum 13-18 ára.
Þegar farið var að
kanna umhverfi sjúkl-
inganna kom í ljós að
þeir áttu það allir sam-
eiginlegt að hlusta
mikið á þungarokk og
stilla hljómflutnings-
tæki sín hátt. Sjúk-
dómseinkennin gátu
varað frá þremur og
upp í fimm daga og
telja sérfræðingamir
að hætta sé á varanleg-
um skaða ef sjúkling-
amir haldi uppteknum
hætti í rokkhlustun
sinni.
Heilsuspillandi
leiðindi
Er þingmennska
heilsuspillandi at-
vinna? Og ef svo er - af
hverju? Að undanfömu
hafa orðið nokkrar um-
ræður í dönskum fjöl-
miðlum um mál þetta
eftir að þingkonan Lilli
Gyldenkilde vakti máls
á því að danska þingið
væri svo leiðinlegur
vinnustaður að þar
væri vart verandi og
oftsinnis kæmi það
fyrir að þingmenn sofn-
uðu hreinlega undir
löngum og innihalds-
lausum ræðuhöldum.
Sálfræðingar, sem látið
hafa heyra í sér um
málið, virðast nokkuð
sammála þingkonunni
og benda á það að
vinnustaðir, þar sem
andrúmsloft er þvingað
og menn taka sjálfa sig
of hátíðlega, geti virkað
mjög neikvætt á sálarlíf
viðkomandi og smátt og
smátt beint því í þann
farveg að menn verði
viljalitlir og kjarklaus-
ir. Benda þeir á að þorri
danskra þingmanna láti
lítið fyrir sér fara og
berist með straumnum.
Það séu helst þingkosn-
ingar sem veki þing-
mennina upp af blund-
inum. Segja þeir að
Gyldenkilde hafi mikið
til síns máls þegar hún
segir að hressa þurfi
upp á andrúmsloftið í
þinginu og gera störf
þar áhugaverðari og
markvissari. Sennilega
gilda svipuð lögmál hér
á Islandi og hjá frænd-
um vorum. Allavega
virðist Alþingi okkar
vera vinnustaður þar
sem glaðværð eða
frumkvæði eru lítt ríkj-
andi.
HREYFING
BEST í HÓFI
Allir vita hversu hollt
það er að stunda líkams-
rækt og hreyfa sig mik-
ið. Að margra mati er
slíkt í raun lykillinn að
bættri eða góðri heilsu.
En það er mikill munur á
hollum líkamshreyfing-
um og alltaf fara ein-
hverjir yfir strikið í við-
leitni sinni til að verða
hraustari. f breska
læknatímaritinu Lancet
birtist nýlega grein þar
sem fram kom að ekki sé
óalgengt að fram komi
hjartaveilur hjá mara-
þonhlaupurum. í um-
ræddri grein er því líka
slegið föstu að keppnis-
íþróttafólk hafi yfirleitt
minna mótstöðuafl gegn
ýmsum sjúkdómum en
þeir sem stunda venju-
legar líkamsæfingar.
Keppnisíþróttafólkið
fær oftar kvef, hálsbóigu
og hósta. Þá hefur það
einnig sýnt sig að of-
þjálfun ungra kvenna
getur orðið til þess að
óregla kemst á blæðing-
ar þeirra og þær verða
ófrjórri en ella. Síðast en
ekki síst má nefna það
að miklar eróbikk-
æfingar geta líka skaðað
liðbönd og liðamót. Lær-
dómurinn, sem Lancet
segir að draga megi af
umræddum niður-
stöðum, er einfaldur:
Þjálfaðu þig og haltu þér
í góðu líkamlegu formi -
en gættu hófs í því sem
þú ert að gera eða ætlar
þér að gera. Talið er að
hæfilegt sé að fólk
stundi líkamsrækt á
þennan hátt í 30-60 mín-
útur 2-3 sinnum í viku.
39