Heilsuvernd - 01.03.1994, Blaðsíða 31

Heilsuvernd - 01.03.1994, Blaðsíða 31
FISKNEYSLA ólmagn í blóði felur í sér aukna hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Þess vegna er mikilvægt að við reynum að draga úr neyslu fitu. Við ættum að forðast að borða mettaða fitu vegna þess að hún getur leitt til mikillar aukningar á kólesteróli í blóði. Ein- föld, ómettuð fita er æskileg enda hefur hún ekki áhrif á kólesterólmagn blóðsins. Mikil fituneysla getur hins vegar leitt til þess að við verðum of þung. Neysla fjölómettaðra fitusýra er æskileg vegna þess að hún dregur úr kólesterólmagni í blóði okkar. Feitur fiskur er hollur Fjölómettaða fitu er aðallega að finna í feitum fiski, t.d. sfld, laxi og makrfl. Þessi fita er einnig í mögrum fiski (þorski, lýsu og rauðsprettu) en þó ekki í eins miklum mæli og í feitum fiski. Að sjálfsögðu er fjölómettuð fita einnig í mörgum öðrum mat. Á undanfömum árum hafa rann- sóknir leitt í ljós að í fiski er mikið af ákveðinni fjöómettaðri fitusým sem kölluð er Omega 3. Þar er í raun um að ræða tvær fitusýrur sem heita þessu samheiti, en þær eru EPA og DHA fitusýrur. Þessi fitusýra lækkar ekki aðeins kólesterólmagnið í blóð- inu heldur minnkar viðloðun blóð- flagnanna við hver aðra en það dregur úr hættu á blóðtappa. Það skal tekið fram að ekki er mælt með því að fólk breyti mataræði sínu alfarið yfir í fiskneyslu til þess að draga úr líkum á hjarta- og æðasjúk- dómum. Nægjanlegt er að borða um 30 g af fiskmeti á dag. Slíkt magn gefur nógu mikið af Omega 3 fitusýr- unni, þ.e.a.s. ef feitur fiskur er borð- aður. Kjósi fólk að borða magrar fisk- tegundir þarf nokkuð meira en 30 g. Æskilegt er að borða fisk þrisvar í viku til þess að mæta þörf líkamans á fjölómettaðri fitu. Ein fiskmáltíð í viku er ekki nóg því 250 g af fiski einu sinni í viku gerir ekki sama gagn og 30 g af fiski sjö sinnum í viku. Ástæðan er einföld: Of langt bil milli fiskmáltíða dregur úr virkni fjölómettuðu fitusýr- anna því þær brotna fljótt niður í mannslíkamanum. Auðvelt ætti að vera að borða 30 g af fiski á dag því ein sneið af laxi eða nokkrir bitar af sfld vega einmitt 30 g. Niðurstaðan er einföld. Ekki borða einungis fisk vegna þess að of einhliða neysla á fjölómettuðum fitusýrum hefur aukaverkanir. Gamla, góða reglan er sígild: „Borðaðu allt í hófi.“ Matar- tegundir auðugar af kóle- steróli Ýmsar tegundir matar inni- halda mikið kólesteról, t.d. egg, smjör, innmatur og skel- fiskur. Hægt er að ímynda sér það að neysla slíks matar hækki kólesterólmagn blóðs- ins en staðreyndin er önnur. Það er í lagi að borða þennan mat - vel að merkja sé maður ekki með of mikið kólesteról í blóðinu fyrir. Þá er vert að hafa það í huga að ekki er allt kólesteról „vont.“ Til eru nokkrar tegundir af kólester- óli. HDL-C er „gott“ kólester- ól en LDL-C er „vont“ kólest- eról. Hlutfall á milli þeirra er mælt til að átta sig á hvort heildarkólesterólmagn sé „slæmt.“ 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.