Heilsuvernd - 01.03.1994, Page 31

Heilsuvernd - 01.03.1994, Page 31
FISKNEYSLA ólmagn í blóði felur í sér aukna hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Þess vegna er mikilvægt að við reynum að draga úr neyslu fitu. Við ættum að forðast að borða mettaða fitu vegna þess að hún getur leitt til mikillar aukningar á kólesteróli í blóði. Ein- föld, ómettuð fita er æskileg enda hefur hún ekki áhrif á kólesterólmagn blóðsins. Mikil fituneysla getur hins vegar leitt til þess að við verðum of þung. Neysla fjölómettaðra fitusýra er æskileg vegna þess að hún dregur úr kólesterólmagni í blóði okkar. Feitur fiskur er hollur Fjölómettaða fitu er aðallega að finna í feitum fiski, t.d. sfld, laxi og makrfl. Þessi fita er einnig í mögrum fiski (þorski, lýsu og rauðsprettu) en þó ekki í eins miklum mæli og í feitum fiski. Að sjálfsögðu er fjölómettuð fita einnig í mörgum öðrum mat. Á undanfömum árum hafa rann- sóknir leitt í ljós að í fiski er mikið af ákveðinni fjöómettaðri fitusým sem kölluð er Omega 3. Þar er í raun um að ræða tvær fitusýrur sem heita þessu samheiti, en þær eru EPA og DHA fitusýrur. Þessi fitusýra lækkar ekki aðeins kólesterólmagnið í blóð- inu heldur minnkar viðloðun blóð- flagnanna við hver aðra en það dregur úr hættu á blóðtappa. Það skal tekið fram að ekki er mælt með því að fólk breyti mataræði sínu alfarið yfir í fiskneyslu til þess að draga úr líkum á hjarta- og æðasjúk- dómum. Nægjanlegt er að borða um 30 g af fiskmeti á dag. Slíkt magn gefur nógu mikið af Omega 3 fitusýr- unni, þ.e.a.s. ef feitur fiskur er borð- aður. Kjósi fólk að borða magrar fisk- tegundir þarf nokkuð meira en 30 g. Æskilegt er að borða fisk þrisvar í viku til þess að mæta þörf líkamans á fjölómettaðri fitu. Ein fiskmáltíð í viku er ekki nóg því 250 g af fiski einu sinni í viku gerir ekki sama gagn og 30 g af fiski sjö sinnum í viku. Ástæðan er einföld: Of langt bil milli fiskmáltíða dregur úr virkni fjölómettuðu fitusýr- anna því þær brotna fljótt niður í mannslíkamanum. Auðvelt ætti að vera að borða 30 g af fiski á dag því ein sneið af laxi eða nokkrir bitar af sfld vega einmitt 30 g. Niðurstaðan er einföld. Ekki borða einungis fisk vegna þess að of einhliða neysla á fjölómettuðum fitusýrum hefur aukaverkanir. Gamla, góða reglan er sígild: „Borðaðu allt í hófi.“ Matar- tegundir auðugar af kóle- steróli Ýmsar tegundir matar inni- halda mikið kólesteról, t.d. egg, smjör, innmatur og skel- fiskur. Hægt er að ímynda sér það að neysla slíks matar hækki kólesterólmagn blóðs- ins en staðreyndin er önnur. Það er í lagi að borða þennan mat - vel að merkja sé maður ekki með of mikið kólesteról í blóðinu fyrir. Þá er vert að hafa það í huga að ekki er allt kólesteról „vont.“ Til eru nokkrar tegundir af kólester- óli. HDL-C er „gott“ kólester- ól en LDL-C er „vont“ kólest- eról. Hlutfall á milli þeirra er mælt til að átta sig á hvort heildarkólesterólmagn sé „slæmt.“ 31

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.