Heilsuvernd - 01.03.1994, Page 24

Heilsuvernd - 01.03.1994, Page 24
TEXTI: ÓLAFUR SIGURÐSSON MATVÆLAFRÆÐINGUR: Er mjólk góð? í fræðsluriti heilbrigðis- ráðuneytisins og Manneldis- ráðs segir: „Neysluvenjur hafa meiri áhrif á heilsufar hverrar þjóðar en flest ann- að.“ Þessi staðreynd ætti að vera flestum ljós en seint verður lögð á það nógu rík áhersla hversu mikil áhrif gott mataræði hefur á heilsu- far. Hins vegar eru ekki allir sammála um hvað sé hollt og hvað óhollt. í raun er enginn almennur matur óhollur. Það er ofneysla hans eða of ein- hæft fæðuval sem er fyrst og fremst óhollt. í könnunum hefur komið í ljós að margir borða of mikið af feitmeti. Það er óhollt. Einnig er vel þekkt að flestir borða of lítið af grænmeti og ávöxt- um. Fyrir þá er aukin neysla garð- ávaxta holl og þá minni neysla feit- metis. Hins vegar þurfa þeir að átta sig á því að um 60% fitunnar er dulin í bakstri, sósum og öðru slíku. Þótt íslendingar eigi nú möguleika á fjölbreyttari fæðu en fyrr árum gegnir mjólkin veigamkilu hlut- verki í fæðukeðju okkar. Undanfarin misseri hefur nokkuð borið á gagnrýni á mjólkurdrykkju en á sama tíma er aukning á sölu gos- drykkja. Það er því sumum áhyggju- efni ef ný kynslóð lærir nýja og verri siði. FRÁ FORNU FARI Mjólk og mjólkurafurðir hafa verið mikilvægur bætiefnagjafi allt frá því að land byggðist. Kalk í mjólk Nýmjólk Léttmjólk Undanrenna Fjörmjólk 24

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.