Heilsuvernd - 01.03.1994, Blaðsíða 44

Heilsuvernd - 01.03.1994, Blaðsíða 44
FRETTIR IIIÍIllliÍSÍIillllÉlllliiilíÍÉllll SKYLDU- NOTKUN REIÐHJÓLA- HJÁLMA A Alþingi hefur verið lagt fram lagafrumvarp sem gerir ráð fyrir að börnum 12 ára og yngri verði gert að skyldu að nota hjálma þegar þau eru á reiðhjólum. I grein- argerð með frumvarpinu kemur fram að tíðni höfuðáverka vegna hjól- reiðaslysa hefur aukist verulega hérlendis á síð- ustu árum en talið er sannað hjálmanotkun geti komið í veg fyrir al- varleg höfuðmeiðsli. Lög, sem kveða á um notkun reiðhjólahjálma, hafa nú víða tekið gildi og hefur hjálmanotkunin allstað- ar dregið úr meiðslum. Ekki er gert ráð fyrir neinum viðurlögum gegn brotum á þessum lögum öðrum en þeim að lög- reglunni er heimilt að —— taka hjól af börnum sem ekki nota hjálma og af- henda þau forráðamönn- um barnanna. TEYGJU- STÖKK SKAÐLEG FYRIR SJÓNINA? Á undanförnum árum hafa teygjustökk notið mikilla vinsælda víða um lönd enda finnst sumum að með þeim geti þeir sannað hugrekki sitt og dug. Teygjustökkin hafa til þessa verið talin skað- lítil og þótt þau virðist heldur glæfraleg hafa sárasjaldan orðið alvar- leg slys við þau. Nú hefur það hins vegar komið í ljós að teygjustökkin geta haft skaðvænleg áhrif á sjón manna er þau iðka og hafa bresku læknasamtökin séð ástæðu til þess að vara við stökkunum. I lækna- tímaritinu Lancet birtist nýlega grein þar sem sagt var frá því að vitað væri um nokkur tilvik þar sem teygjustökk hefðu orsak- að blæðingar í augum og viðkomendur hefðu hlot- ið af varanlegan skaða. HERÖR GEGN ÁREITNI Evrópuþingið hefur ákveðið að gera aðildar- ríkjum sínum það skylt að skera upp herör gegn kynferðislegri áreitni á vinnustöðum. Er gert ráð fyrir því að fyrirtæki verði skylduð til þess að bjóða starfsfólki sínu upp á ráðgjöf á þessu sviði og einnig er gert ráð fyrir því að þeir, sem sýna slíka áreitni, sæti ábyrgð og fjársektum. Fram kemur í áliti Evrópuþingsins að kynferðisleg áreitni á vinnustöðum fari vaxandi og sé sumstaðar að verða að hálfgerðri plágu. And- mælendur slíkra fullyrð- inga halda því hins vegar fram að nú sé svo komið að allt sé kallað kynferð- isleg áreitni og fólk af gagnstæðu kyni megi helst ekki tala saman, hvað þá snerta hvort ann- að. OF MIKIÐ OFBELDI OG KYNLÍF Italska kvikmynda- leikkonan Sophia Loren hefur nú ákveðið að leggja þeim lið sem berj- ast gegn ofbeldi í kvik- myndum. Á kvikmynda- hátíðinni, sem haldin var í Berlín á dögunum, flutti Loren ræðu þar sem hún sagðist taka undir þau sjónarmið að ofbeldi í kvikmyndum gætu haft mjög skaðvænleg áhrif á börn og unglinga. Sagði Loren í ræðu sinni að kvikmyndaframleiðend- ur virtust leggja æ meiri áherslu á ofbeldi og kynlíf í myndum sínum og oft snerust myndirnar um þessi tvö atriði ein. Loren sagði ennfremur að fyllsta ástæða væri til þess að kanna nánar en gert hefur verið hvaða áhrif ofbeldiskvikmyndir hefðu á sálarlíf barna og unglinga sem sætu oft lon og don yfir slíkum mynd- um. FORDÆMI KOMIÐ Héraðsdómur í Flórída í Bandaríkjunum kvað nýlega upp dóm yfir manni nokkrum og hefur dómurinn vakið heimsat- hylgi. Maðurinn, sem er smitaður af alnæmi, rændi ungum dreng og nauðgaði honum. Þótt drengurinn slyppi við að smitast af alnæmi var maðurinn fundinn sekur um morðtilraun og dæmdur samkvæmt því. Með dómi þessum er í raun kveðið á um að ef al- næmissmitaður einstakl- ingur hefur samræði án þess að gera grein fyrir sjúkdómi sínum megi hann búast við því að vera ákærður fyrir morðtil- raun. REYKINGAR GETA YALDIÐ HEYRNAR- SKAÐA Kanadískar rannsókn- ir hafa leitt í ljós að líkur á því að börn fái í eyrun og verði fyrir heyrnarskaða síðar á ævinni eru langt- um meiri ef mæður þeirra reykja á meðgöngutíman- um. Ástæðan er sú að nikótínið í tóbakinu virk- ar á hárfrumur sem eru í völundarhúsinu í eyrum barnanna. Hættan á heyrnarskaða er talin í réttu hlutfalli við það hve mikið hin verðandi móðir reykir á meðgöngutíman- um. 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.