Heilsuvernd - 01.03.1994, Blaðsíða 45

Heilsuvernd - 01.03.1994, Blaðsíða 45
FRÉTTIR KÖLD BÖÐ AUKA MÓTSTÖÐU- AFLIÐ Ef fólk er þreytt, stressað eða illa upplagt er ágætt ráð að fara í ís- kalt bað og þá er líklegt að það geti horft bjartari augum á lífið og tilver- una. A.m.k. halda vís- indamenn við Thrombos- is Research stofnuna í Lundúnum slíku fram. Þeir hafa komist að því að fólk heldur betri heilsu ef það fer í kalt bað daglega og ástæðan er fyrst og fremst talin sú að kalt bað örvar myndun hvítra blóðkoma, sem em „her- menn líkamans“ eins og stundum er sagt. Þá telja vísindamennirnir einnig að köld böð örvi blóðrás- ina og auki framleiðslu líkamans á bæði karl- og kvenhormónum og komi þar með kynlífi fólks til góða. Það er því um að gera að bíta á jaxlinn og drífa sig í kalda sturtu. EDIK GOTT FYRIR HÚÐINA Þurr og líflaus húð er nokkuð sem margt fólk á norðurslóðum þarf að glíma við yfir vetrarmán- uðina. Ástæðan er fyrst og fremst sú að þá heldur fólk sig mikið innivið þar sem miðstöðvarhitun og þurrt loft er ríkjandi. Ka- thy Marsden, sem skrifað hefur heila bók, „Super- skin“, sem fjallar um meðhöndlun og umhirðu húðarinnar, segir að til sé gamalt húsráð sem taki jafnvel öllum smyrslum frá snyrtivöruframleið- endum fram. Fólk eigi að taka venjulegt edik, blanda það vel með vatni og þvo sér síðan upp úr því. Þá segir hún einnig að það sé ágætt að væta bómullarhnoðra í óblönd- uðu ediki og strjúka síðan yfir andlitið með honum. Eftir slíkt ediksbað segir hún ráðlegt að nota venjulegt rakakrem og þá megi mikið vera ef húðin öðlist ekki tilskilinn raka og líf að nýju. PILLUR í STAÐINN FYRIR SPRAUTUR Nú er senn góðra tíð- inda að vænta fyrir það fólk sem verður skelfingu lostið þegar það þarf að fá sprautu. Allar líkur eru nefnilega á því að pillur leysi sprauturnar af hólmi í vaxandi mæli. Hingað til hefur hluti lyfjagjafa, sem fólk fær, fyrst og fremst verið í sprautuformi og ástæðan fyrir því er sú að sams- konar lyf í pilluformi hafa ekki verið eins virk og hafa oft hreinlega ekki „lifað af ‘ þær hörðu mót- tökur sem þau fá í maga og þörmum fólks. Þetta á einkum og sér í lagi við lyf sem byggð eru á prót- ínum. Maginn heldur ein- faldlega að lyfin séu fæða og bregst við þeim á þann hátt. Nefna má sem dæmi insúlín sem sykursýkis- sjúklingar verða að taka. Þá má og nefna aðra ástæðu, sem hefur mælt með sprautunotkun, og er hún sú að þá eiga lyfin auðveldari aðgang að blóðrásinni og þurfa ekki eins langan feril til upp- töku í líkamann og lyf í pilluformi. Vísindamenn segja hins vegar að fram- tíðarlyfin verði þannig að þau munu eiga greiðari leið gegnum þær hindran- ir, sem eru í maga og þörmum, og telja að í framtíðinni verði virk- ustu lyfin stílar, sem stungið verður upp í endaþarminn, lyfja- plástrar, sem límdir verða á húðina, og pillur sem fólk gleypir ekki heldur leysir upp í munn- inum. 20 LÁTNIR Um síðustu áramót höfðu samals 83 Islend- ingar greinst með HIV- smit og þar af höfðu 31 fengið eyðni, þ.e. loka- stig sjúkdómsins, og 20 voru látnir. Af þeim sem smitast höfðu voru lang- flestir hommar, eða 55 talsins. 9 voru fíkniefna- neytendur, sem höfðu sprautað sig, 4 voru blóð- þegar og 11 gagnkyn- hneigðir höfðu smitast við kynmök. Flestir, sem greinst höfðu með HIV- smit, voru á aldrinum 20 til 40 ára. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.