Heilsuvernd - 01.03.1994, Page 33

Heilsuvernd - 01.03.1994, Page 33
FLUGHRÆÐSLA lostinn! Að losna við flughræðslu Til eru aðferðir til þess að losna við hræðsluna sem gerir vart við sig fyrir og í hverri flugferð - aðferðir til að losna við martröðina, og hjálpa þær flestum að sögn sálfræðinga sem hafa sérhæft sig í því að hjálpa flughrædd- um. Það getur tekið tíma að losna við flughræðslu. Ekki er óalgengt að við finnum fyrir smá fiðringi í maganum þegar við fljúgum. En við hræðsluna miklu er yfirleitt hægt að losna. Árangurinn, sem næst á námskeiðum er sum flugfélögin bjóða, er vitni um það. Sálfræðingar, flugmenn og flug- freyjur með langa starfsreynslu flytja erindi og svara fyrirspumum á nám- skeiðunum. Þau em þeirrar skoðunar að tvö meginatriði liggi til gmndvallar því að þú náir tökum á flughræðsl- unni. í fyrsta lagi að þú kynnir þér vel hvernig flugvél vinnur og í öðm lagi að þú gerir þér grein fyrir því hvað það er sem orsakar flughræðslu. Ef þú veist hvað gerist þegar flug- vél er á lofti og við lendingu muntu ekki verða hræddur við eðlileg hljóð sem heyrast. Ef þú gerir þér svo grein fyrir því hvað flughræðsla er og hvemig áhrif hún hefur á þig verður mun auðveldara fyrir þig að takast á við vandann. Ástæður flughræðslu Óhætt er að segja að flughræðsla orsakist af mörgum þáttum sem síðan mynda eina heild, mikla flughræðslu. Óttinn við það að eitthvað kunni að gerast þannig að flugvélin hrapi leiðir svo til ótta við það hvað myndi koma fyrir þig sem situr í vélinni. Upphaf hræðslunnar getur legið í tilfinning- unni um að vera innilokaður og hafa ekki stjórn á aðstæðum. Sértu flug- hræddur er fyrsta skrefið ákvörðun um að þú ætlir að losna við flug- hræðsluna og þú spyrð því sjálfan þig að því hvers vegna þú sért hræddur við að fljúga. Komist þú að raun um FLYING n 1 y jai j - - - • _ ij|. / 'K En raunveruleikinn er allt annar hjá sumum. Skelfinu lostnir veita þeir minnstu hljóðbreytingu í vélinni athygli, öll hreyfing vélarinnar virðist óeðlileg og maginn er í svo miklum hnút að það er varla hægt að koma mat niður, hvað þá að njóta hans. 33

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.