Gnúpverjinn - 01.12.1992, Síða 19

Gnúpverjinn - 01.12.1992, Síða 19
Þetta virtist vera bara hraungrýti. -Hver setti upp rafstöðina hérna? Það var Eiríkur Ormsson og það var gert í búskapartíö pabba míns 1935, en nuií íoí ekki í gang fyrr en 1936 vegna þess að það var svo mikiil frostavetur þessi vetur, það voru iangvarandi frost en ekki mikiar hörkur. Þessi rafstöð gekk í rúmlega 25 ár, við hættum ekki við hana alveg strax eftir að Sogsrafmagnið kom. Svo gáfumst við upp á henni, þegar þurfti að fara að endurnýja þrýstiieiðsluna, það borgaði sig ekki. Aflið var heldur ekki fullnæojandi, en það var nóg til ijósa og suðu oftast nær. Það var líka gott að hafa alitaf rafmagn fyrir útvarpið og við gerðum töluvert að því að hlaða rafgeyma sem fólk notaði við viðtækin. Það var komið með þá iangar leiðir og þetta var ekkert þægilegur flutningur. -Varstu ekki orðinn dálítið fullorðinn, þegar þú giftir þig? Ég var orðinn 39 ára. Kona mín er Katrín Arnadóttir, dóttir Árna Árnasonar bónda í Oddgeirshólum og Elínar Steindórsdóttur Briem sóknarprests í Hruna. Faðir Árna var Árni Gunnarsson frá Dalbæ, hann dó áður en Árni fæduist. Svo giftist Katrín móðir hans Guðmundi í Hörgsholti og átti með honum fjölda barna, þar á meðal Bjarna f Hörgsholti og Guðmund í Hlíð. Þannig að faðir Katrínar var hálfbróðir þeirra. Katrín í Hörgsholti var Bjarnadóttir frá Tungufelli, systir Guðrúnar konu Guðmundar á Sandlæk, en þau voru foreldrar Ámunda sem dó úr Spönsku veikinni 1918. Bjarni í Tunoufeili hafði ekki haft mikla trú á Guðmundi á Sandíæk sem búmanni, en Guðmundur hafði verið snyrtimenni. Það var haft eftir Bjarna: Það eru faliegir pokarnir hjá honum Guðmundi þó að það sé Jítið í þeim. Við Katrín giftum okkur 1949. Við byggðum þetta hús og fluttum í það 1952, svo að við eru búin að búa í því í 40 ár. Geiri Þorsteinsson byggði Katrín og steinar þetta hús og fieiri hús hérna í áttrœð. sveitinni. Við Katrín höfum eignast þrjú börn, tvo syni og eina dóttur. Þau eru Páll, Tryggvi og Elín. Tvö eru flutt í burtu en Tryggvi býr hérna með konu sinni, Önnu Maríu Flygenring og þremur dætrum. 20.7.1992. LSL . 19

x

Gnúpverjinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gnúpverjinn
https://timarit.is/publication/1637

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.