Gnúpverjinn - 01.12.1992, Síða 21
seiðmagnaðri en niðri í byggðum. Blámi himins og fjarlægra fjalla var þó mestu
ráðandi hér. Fyrst renndi ég augum til veranna innan Fjórðungssands, það er
gleggsta kort sem ég hef séð af þeim. Nokkuð sást efst í Arnarfellsbrekkuna bak
víó Múlajökul og Kertjallið. Trölladyngja bak við Tungnafellsjökul sýndist
furðu nærri með sömu lögun og Skjaldbreiður. Þarna niður frá var Helgavatn,
Rjúpnafellsvatn og Grænavatn sem sendir Stóru-Laxá í boga til norðausturs.
Parna var hún nú, þó að hún geti þornað á sumrum á þessu svæði. Fyrir fótum
okkar lágu margir hnúkar en jöklarnir til allra átta nema suðvesturs. Við
kunnum skil á þeim flestum. Við undum nokkuð lengi við að horfa yfir sviðið og
rýna í fjarlæg fjöll. Nokkur stöðuvötn sáust í tjarska og ár á Suðurlandi. Fossar
sögðu til sín með silfurlituðum úða.
Við hugðum nú til niðurgöngu. Hér á toppnum voru hrafntinnumolar. Við
tókum nokkur brot til minja. Sólin nálgaðist nú Langjökul og Eiríksjökul en
jakarnir á Hvítárvatni glóðu. Nú völdum við leiðina niður vestan í Nípunum.
Þó að það væri nokkur bugur á leið til hestanna tók sá áfangi stutta stund.
Hestarnir höfðu ekki haggast en urðu fegnir komu okkar.
Nokkuð var eftir af degi þegar við settumst að í Arskarði. Engan gest hafði
borið að garði, svo að við urðum enn einu húsbændurnir. "Nú var setið og soðið
og sopið og borðað og steikt." Matarlystin var mikil eftir erilsaman dag. Aður
en við gengum til náða litum við enn til Snækolls, sem nú stóð í gullrauðum loga
kvöldsins.
Jón Eiríksson.
Þorrablótsvísur 1991
Fjallíerð (L ag: Eitt lag enn)
rija mér ekki spurning um þaó er
þegar fer aö hausí fýsir mig
á fjall með þér.
Það er ofsa íjör sem fylgir þér
svo ég finn í snatri flatkökur
og ket og smér.
Ein ferð enn ugg í brjósti ei ber
þó hann blási bæði og rigni það sem eftir er.
Ein ferð enn enga fæ ég þó ró
fyrr en fer ég þar á kaf í vatni, for og snjó.
Eg er frjáls á fjöllunum
með fjallaköliunum
svona fáum okkur eina réttarskál.
Ein ferð enn...
21