Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1989, Side 32

Strandapósturinn - 01.06.1989, Side 32
umgangast hesta og var því ólöt að fara í allar sendiferðir bæja á milli. Foreldarar mínir voru einyrkjar og ég var því kærkomin snúningatelpa fyrir pabba. Það má eftilvill segja að ég hafi að nokkru leyti alist upp á hestbaki. Þetta vissu nágrannarnir og því var það, að þegar ég fullorðin stúlka trúlofaðist rnanni sem stund- aði sjó og átti heima yfir á Selströnd, þá sagði fólkið: „Hvernig dettur þér í hug að flytja yfir á Selströnd þar sem er enginn hestur?“ „Víst þykir mér gaman að hestum," sagði ég, „En mér hefur aldrei dottið í hug að giftast hesti.“ Á Gestsstöðum var tvíbýli. Á móti foreldrum mínum bjuggu þar Jón Þorsteinsson og Guðbjörg Jónsdóttir. Þetta fólk bjó allt í sama bænum og öll samskipti voru vinsamleg og árekstralaus. Hvern einasta sunnudag frá því að ég fyrst man og þar til faðir minn dó, þegar ég var sextán ára gömul, kom allt heimilisfólkið saman í baðstofunni og þá var lesinn húslestur og sungnir sálmar. Eins var það á föstunni, þá voru sungnir passíusálmar og lesnar hugvekjur. Þessar trúariðkanir voru ekkert yfirskin. Foreldrar mínir voru trúaðir og pabbi talaði oft um þau efni við okkur börnin sín og benti okkur á gildi góðleikans í samskiptum við annað fólk. Þá er líka vert að geta þess að í sveitinni var lestrarfélag sem við höfðum aðgang að og notuðum dyggilega. Af því höfðum við bæði gagn og gleði. Faðir minn var stjórnsamur maður og krafðist hlýðni af okkur börnunum. Okkur þótti vænt um hann og bárum jafnframt ótta- blandna virðingu fyrir honum án þess þó að sagt verði að við höfum verið hrædd við hann, en við lærðum að líta á vilja hans sem lög. Mamma var öðruvísi skapi farin. Hún var hlýlynd og elskuleg í samskiptum við okkur. Ef til vill notuðum við okkur þessa mildu skapgerð hennar stundum og reyndum í trausti þess að komast hjá ýmsum snúningum sem okkur þótti óþægilegir eða að minnsta kosti láta verkin dragast úr hömlum. En ef við sáum pabba nálgast þá vissum við að okkur mundi ekki til setu boðið og hegðuðum okkur eftir því. Eg minnist minna elskulegu foreldra með virðingu og þakklæti og veit að áhrifm frá samskiptunum við þá hafa oft reynst mér geðbót á erfiðum augnablikum ævinnar. Amma mín, Ágústína Sveinsdóttir, var á heimilinu hjá okkur. 30
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.