Strandapósturinn - 01.06.1989, Blaðsíða 32
umgangast hesta og var því ólöt að fara í allar sendiferðir bæja á
milli. Foreldarar mínir voru einyrkjar og ég var því kærkomin
snúningatelpa fyrir pabba. Það má eftilvill segja að ég hafi að
nokkru leyti alist upp á hestbaki. Þetta vissu nágrannarnir og því
var það, að þegar ég fullorðin stúlka trúlofaðist rnanni sem stund-
aði sjó og átti heima yfir á Selströnd, þá sagði fólkið: „Hvernig
dettur þér í hug að flytja yfir á Selströnd þar sem er enginn
hestur?“ „Víst þykir mér gaman að hestum," sagði ég, „En mér
hefur aldrei dottið í hug að giftast hesti.“
Á Gestsstöðum var tvíbýli. Á móti foreldrum mínum bjuggu
þar Jón Þorsteinsson og Guðbjörg Jónsdóttir. Þetta fólk bjó allt í
sama bænum og öll samskipti voru vinsamleg og árekstralaus.
Hvern einasta sunnudag frá því að ég fyrst man og þar til faðir
minn dó, þegar ég var sextán ára gömul, kom allt heimilisfólkið
saman í baðstofunni og þá var lesinn húslestur og sungnir sálmar.
Eins var það á föstunni, þá voru sungnir passíusálmar og lesnar
hugvekjur. Þessar trúariðkanir voru ekkert yfirskin. Foreldrar
mínir voru trúaðir og pabbi talaði oft um þau efni við okkur
börnin sín og benti okkur á gildi góðleikans í samskiptum við
annað fólk. Þá er líka vert að geta þess að í sveitinni var lestrarfélag
sem við höfðum aðgang að og notuðum dyggilega. Af því höfðum
við bæði gagn og gleði.
Faðir minn var stjórnsamur maður og krafðist hlýðni af okkur
börnunum. Okkur þótti vænt um hann og bárum jafnframt ótta-
blandna virðingu fyrir honum án þess þó að sagt verði að við
höfum verið hrædd við hann, en við lærðum að líta á vilja hans
sem lög. Mamma var öðruvísi skapi farin. Hún var hlýlynd og
elskuleg í samskiptum við okkur. Ef til vill notuðum við okkur
þessa mildu skapgerð hennar stundum og reyndum í trausti þess
að komast hjá ýmsum snúningum sem okkur þótti óþægilegir eða
að minnsta kosti láta verkin dragast úr hömlum. En ef við sáum
pabba nálgast þá vissum við að okkur mundi ekki til setu boðið og
hegðuðum okkur eftir því. Eg minnist minna elskulegu foreldra
með virðingu og þakklæti og veit að áhrifm frá samskiptunum við
þá hafa oft reynst mér geðbót á erfiðum augnablikum ævinnar.
Amma mín, Ágústína Sveinsdóttir, var á heimilinu hjá okkur.
30