Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1989, Page 33

Strandapósturinn - 01.06.1989, Page 33
Hún var stórbrotin kona og það var pabbi líka. Þau voru ekki ætíð á sama máli en þær öldur risu aldrei hátt, mamma bar þar klæði á vopnin, hún bað pabba þess að láta ekki sverfa til stáls þótt eitt- hvað bæri á milli og hann var ætíð fús að taka tillit til óska hennar enda mun hann hafa fundið hve hollráð hún var. Þrátt fyrir það að pabbi væri störfum hlaðinn þá virtist hann alltaf hafa tíma til að tala við okkur um lífið og tilgang þess og gerði það á auðskilinn og eftirminnilegan hátt. Okkar æskuleikir mótuðust auðvitað fyrst og frernst af heimilis- háttum og umhverfinu sem við kynntumst á uppvaxtarárunum og minn hugmyndaheimur náði ekki langt út fyrir það sem ég gat séð af heimahlaði. En þegar ég hugsa til þeirra ára finnst mér það ekki vera svo lítið. Sóleyjarnar í varpanum á vorin, hagablómin á enginu, áin sem liðaðist með hoppandi straumfalli niður dalinn að ógleymdu því íjölbreytta dýraríki sveitalífsins sem var tengt órjúf- andi böndum starfsvettvangi heimilisins. Kisa, hundarnir, heim- alningurinn og hestarnir urðu fljótt leikfélagar okkar og vinir, og leikföngin sem við fyrst þekktum voru frá þessu sama umhverfi. Leggir, völur og hrosshófar voru dýrmæt barnagull. Sérstaklega þó hófarnir. Þegar við höfðum náð þeim af leggnum hreinsuðum við þá í læknum, stungum tánum niður í hófinn og hoppuðum á hlaðinu framan við fjárhúsin. Þetta fannst okkur æði spennandi leikur. Einhvern tíma þegar pabbi fór til Hólmavíkur bað hann okkur að líta eftir því að hestarnir færu ekki í túnið. Auðvitað gerðum við það en höfðum jafnframt tækifæri til að hoppa á hófunum. Þegar pabbi kemur heim vorum við komnar inn og eftir að hafa heilsað okkur segir hann: „Hvernig stendur á því að þið hleyptuð hestun- um í túnið?“ Við vissum fyrst ekkert hvað hann meinti og litum hissa á hann. „Já,“ segir hann, „Það er nú enginn vandi að sjá það. Niður við fjárhúsin er traðkur eftir hesta.“ Við gerðum auðvitað grein fyrir því hvernig þessu var háttað og það var verulega gaman. Fyrst renndum við okkur á tunnustöfum, seinna fengum við svo skíði eflaust heimasmíðuð úr rekavið, einnig renndum við 31
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.